Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Úti á sjó. Eftir Guy de Maupassant. Nýlega stóð svolátandi klausa íblöðunum: „Boulogna-Sur-Mer, 22. janúar. Nýlega er blaðinu skrifað: — Sorglegt slys hefir baetst við öll þau mörgu, sem sjó- ttiannastjettin hjer hefir orðið ^yrir siðustu tvö árin. Fiskibátur, s^m Javel formaður stýrði, lenti í brimgarðinum þegar hann var að koma að og brotnaði i spón við liafnargarðinn. Þrátt fyrir allar tilraunir björgunar- bátsins og margítrekaðar tilraun- til þessa að skjóta línu til skip- yerja, druknaði öll áhöfnin, fjór- lr skipverjar og drengur. — Ó- veðrinu hefir ekki slotað enn. Menn óttast að slysin verði fleiri“. Hver er þessi Javel formað- Ur? Er það bróðir Javels ein- henta ? Ef þessi veslings maður, sem jeg er að hugsa um, og ef til vill hefir rotast undir sprekunum.úr bátnum sínum, er sá sem jeg er uð hugsa um, þá hefir faðir hans lifað aðra hörmung hræðilega, en blátt áfram eins og hörm- Ungar hafsins eru tíðastar. Það nuin vera um átján ár síðan. Þá var Javel eldri formaður a dragnótabát. Báturinn sá var ttijög fengsæll. Hann var sterkur °g þoldi vel flest veður, breið- bygður og hossaðist á öldunum rins og korktappi, plægði liafið með fullum seglum fyltum sölt- Um stormi og hafði í eftirdragi stóra dragnót, sem skóf hafs- botninn og krækti í alt það fiska- kyns, sem mókti milli steinanna: Hatfisk sem var hálfgrafinn i sandinn„ stóra krabba með bogn- an klær og humar með oddhvöss- Úm öngum. Þegar stinnings kaldi er og ald- an kröpp fer báturinn á veiðar. Nótin er fest á langa járnbenta Ifjestöng og lagt út á köðlum, Sem renna á tveimur keflum á borðstokknum. Og bátinn rekur fyrir vindi og straumi með þetta veiðitæki í eftirdragi, sem rænir °g ruplar á hafsbotninum. Javel hafði yngri bróður Slnn með á bátnum auk fjögra báseta og drengs. Hann hafði far- frá Boulogne í besta veðri til Pess að toga. En brátt hvesti svo Ptn munaði og svo kom svipur °g báturinn misti seglanna og bh* að reka. Hann rak upp að ^nglandsströnd; en þar löðraði brimið við klettana, ólgaði og sauð svo að ekki var viðlit að ná ^endingu. Fleytan lagði frá landi aftur og tók stefnu á Frakk- j^ndsströnd. Ofviðrið hjelt á- ram, hvergi var hægt að lenda °g hvergi í hús að venda. Báturinn lagði frá einu sinni aan, trítlaði yfir öldukambana, b°ssaðist, luástist, lioldvotur en aeill og traustur þrátt fyrir alt. ‘ann var vaniu- volkinu og ó- veðrinu, sem stundum hafði látið hann hrekjast þarna á milli strandanna í 5—6 daga, án þess að mögulegt væri að ná landi. Loksins lægði veðrið. Báturinn var nú staddur miðja vegu milli landa og þó að enn væri ilt í sjó- inn skipaði formaður svo fyrir að nótinni væri lagt út. Og þetta var gert. Tveir menn fram i og aðrir tveir aftur i fÆu að vinda upp nótarstrengina. Loks stóð nótin í botni, en þá kom stór alda svo að báturinn riðaði og Javel yngri, sem ver- ið hafði fram í og undið út nót- inni misti fótanna og handlegg- urinn á lionum lenti milli vaðs- ins og kaðalsins, sem hann raf n á. Það hafði slaknað sem snöggv- ast á vaðnum þegar báturinn byltist. Hann reyndi sem hann gat að slaka á vaðnum með lausu hendinni, en nótin stóð í botni og afarstritt á vaðnum. Hann engdist sundur og sam- an af kvölum og hrópaði á hjálp. Allir hlupu upp til handa og fóta. Bróðir hans slepti stýrinu. Allir toguðu í vaðinn og reyndu að losa handlegginn á JaveL, sem lá við að merjast undir vaðnum. Það var árangurslaust. Skerið þið á vaðinn! hrópaði einn skipverja og um leið dró hann stóran sjálfskeiðing upp úr vasa sínum. Með þvi að bregða honum tvisvar á, mundi hann geta frelsað handlegg Javels yngra. En að skera á var það sama sem að missa veiðinnar og hún var margra peninga virði, sjálf- sagt fimtán hundruð franka virði Og Javel eldri átti þennan afla og hann vildi ekld missa af sínu. Hann hrópaði með skjálfandi röddu: — Nei, bíðið þið með að skera á. Við skulum liafa aftur á! Og hann hljóp að stýrinu og stýrði á hljeborða. Það var ekki meira en svo að báturinn ljeti að stjórn. Nótin var þung í eftirdragi og þyngdi bátinn og gerði honum erfitt um hreyfingar, og auk þess var hann háður stormi og straumi. Javel yngri hafði fallið á knje, liann beit á jaxlinn og þáð var eins og augun ætluðu út úr honum. Hann mælti ekki orð. Bróðirinn kom aftur, jafn hrædd ur og fyr við kutann hásetans. — Bíddu, bíddu, skerðu ekki á. við verðum að láta akkerið falla! Akkerið fjell og festin var gefin út eins langt og hún náði. Síðan var farið að herða á festinni aft- ur og lina á vaðnum, sem nótin var í. Það tókst að lokum; og nú náðist handleggurinn aftur. Hann dinglaði þarna steindauður í blóðugri treyjuerminni. Javel yngri rirtist gjörsam- lega frávita. Hann var færður úr treyjunni og þá blasti við ægi- leg sýn. Handleggurinn var eins og kássa og blóðið fossaði úr sár- inu. Þá leit Javel á handlegg- inn og sagði: — Hvert í heitasta! En blóðið streymdi i sífellu niður á þilfarið og einn skipverja hrópaði. —- Honum blæðir út. Við verð- um að stöðva blóðrásinai Þá tóku þeir gildan s/artan tjöruliampsspotta og bundu um stúfinn og hertu á eins og þeir gátu. Blóðrásin stöðvaðist smátt og smátt og hætti loks alveg. Javel yngi'i stóð upp, hand- leggurinn dinglaði. Hann tók hann með hinni hendinni, lyfti honum, sneri á hann og hristi hann. Alt var brotið, leggirnir komnir í mjel, vöðvarnir einir hjeldu handleggnum föstum við líkamann. Hann horfði rauna- legá og hugsandi á handlegginn og svo settist hann á samanbrot- ið segl á þilfarinu. Fjelagarnir rjeðu honum til að væta sárið í i sífellu svo að ekki skyldi hlaupa drep í það. Þeir settu vatnsstamp hjá hon- um og rjettu honum glas. Hann fylti það hvað eftir annað og jós í sífellu í ljóta sárið. — Þjer skánar þegar þú kem- ur undir þiljur, sagði bróðirhans. Svo fór hann niður en kom upp aftur eftir stundar bið. Honum var ógeðfelt að vera einn — vildi heldur vera í góðu lofti. Hann settist aftur á seglið og fór að væta handlegginn. Þeir höfðu veitt vel. Stórir fiskar með hvítan maga lágu á þilfarinu kringum hann og engd- ust sundur og saman i dauðateyj- unum; hann starði á þá, án þess að hætta að væta sárið. Þegar þeir voru komnir inn undir Boulogne hvesti á ný, bát- urinn hentist áfram og skoppaði og hristi veslings sjúklinginn. Nóttin fjell á. Stormurinn ó- látaðist þangað til í dögun. Um sólarupprás sá til lands í Eng- landi En nú var farið að kyri-a í sjóinn og siglt beint inn til Frakklands aftur. Undir kvöld lcallar Javel á f jelaga sína og sýnir þeim nokkra svarta díla á handleggnum. Ljót sjón. Sárið var farið að rotna á dinglandi handleggnum, hand- leggnum sem ekki var hans leng- ur. Skipverjarnir horfðu á og sögðu sem þeim sýndist: — Það gat verið kolbrandur? — Væri ekki best að lauga sár- ið úr sjó? lagði einn til. Þeir fyltu fötu með sjó og heltu yfir sárið. Sjúklingurinn fölnaði, nísti tönn- um af angist; en hann hljóðaði ekki. Þegar mesti sviðinn var horf- inn sagði Javel við bróður sinn: — Komdu hjerna meC hnífinn þinn! Og bróðirinn fjekk honum hnifinn. — Haltu handleggnum á mjer beint upp og taktu vel í! Ög þeir fjelagar hans gerðu sem hann bað. Og svo fór hann að gera lækn- isaðgerð á sjálfum sjer. Hægt og rólega skar hann og skar þangað til síðustu sinarnar voru sundur. Hnífurinn var hábeittur eins og raklmífur. Og brátt var dauði handleggurinn orðinn viðskila við lifandi stúfinn. Hann varp öndinni þunglega og sagði: — Æ, jeg get ekki afboriðþetta lengur! Svo ljetti honum dálitið og hann fór að hella vatni á stúfinn Óveðrið hjelst alla næstu nótt. Þegar dagaði tók Javel yngri liandlegginn sinn og horfi gaum- gæfilega á liann. Rotnunin var horfin. Fjelagarnir komu líka og skoðuðu. Handleggurinn gekk mann frá manni, þeir þukluðu á honum, sneru honum og þefuðu af honum. Bróðir hans sagði: — Það er best að fleygja lionum fyrir borð undir eins! En þá reiddist Javel yngri og svaraði: — Ónei, jeg held nú sið- ur! Jeg á handlegginn! Og svo tók liann hann og lagði á knje sjer. — Hann rotnar, sagði eldri bróðirinn. En þá datt Javel yngra ráð í hug. Þeir höfðu með sjer tunn- ur á bátnum, til þess að salta fisk í.—Jeg gæti lagt hann í salt! — Það væri heilla ráð, sögðu allir hinir. Svo tæmdu þeir tunnu, sem þeir höfðu saltað fisk i, og neðst í tunnuna lögðu þeir handlegg- inn, stráðu miklu af salti á hann og svo lögðu þeir fiskinn í lög ofan á. — Bara að við seljum hann nú ekki í ógáti með fiskinum! Og þá hlógu allir nema Javels-bræð- urnir. Stormurinn hjelst enn. Þeir sigldu beitivind enn og sáu Bou- logne og hjeldu svona áfram þangað til klukkan tíu morgun- inn eftir. Sjúklingurinn hjelt í sífellu á- fram að hella vatni á sárið. Við og við stóð hann upp og gekk enda á milli í bátnum. Bróðir hans, sem stóð við stýrið, horfði á liann og liristi höfuðið. Og Ioks komust þeir i höfn. Læknir einn skoðaði sárið og kvað það hafast vel við. Hann batt vel um það og skipaði sjúk- lingnum að reyna ekki á sig. En Javel vildi ekki taka á sig náðir fyr en hann liefði fengið hand- legginn sinn aftur. Hann fór nið- ur á bryggju til þess að finna saltskaggann, sem hann hafði merkt með krossi. Hann var tæmdur og Javel tók handlegginn sinn, sem hafði geymst vel í saltinu, liann hafði gengið saman en var nýlegur. Hann vafði hann inn í dúk og fór heim til sín. Kona hans og börn skoðuðu handlegginn í krók og kring, þukluðu á fingrunum og tindu Frainh. á. bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.