Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N Sigurður S. Bjarklind kaupfje- Kjartan Þörkelsson, hreppstjóri lagsstjóri á Húsavík varð fim- í staðarsveit varð sjötugur í gær. tugur 19. ágúst s. I. Myndin hjer að ofan er af leikfimisflokki þeim, úr K. R. sem sýndi leikfimi 17. jiiní síðastiiffinn á íþróttamótinu i Reykjavik. Stúlknaflokknrinn i K. R. telur um 200 meðlimi, en þessar 10 voru valdar t'tr til þess að sýna kunn- áttu sina á íþróttamótinu. Eru nöfnþeirra þessi. Efrl röff: Inga Jónsdótlir, Guðriður Einarsdóttir, Andrea Helgadótólir, Heiðbjörl Pjetursdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Magnúsina Ólafsdóttir. Neðri röð: Sigriður Ingibergsdótt- ir, Sigríður Ólafsdóttir, Unnur Jónsdóttir (kennari flokksins), Ólöf G. lijörn- son og Jóhanna Baldvinsdóttir. — Ljósm. Ól. M. • ' - Fyrir skömmu var bökuð hjer í Reykjavík stærsta jólakakan sem bökuð hcfir verið á Norðurlöndum. Varð hún til í bakarii G. Ólafsson Óc Sandholt. Til vinstri á myndinni sjest Sandholt bakari og við hlið honum formið sem kakan var bökuð í. Er það 190 centimetrar á lengd, 53 cm. á breidd og 17 cm. á dýpt. Til hægri sjest kakan sjálf og til samanburðar nokkrar punds jólakökur. í kökuna fóru 62 pund af hveiti, 15 pund af smjöri, 10 pund af rúsinum, 23 pund af sykri, 2A pund af gerpúlveri, 20 litrar af mjólk, 1 decil. af citrondropum og % pund af kardemommum. Kakan var 3Vj tíma i bakstursofninum og jafnbakaðist prýðilega Hún vóg 1)0 pund þegar hún kom út úr ofninum. Vjelar voru vitaidega notaðar til þess að hræra kökudeigið. — Ljósmynd Loftur. Eiríkur Sigmundsson og kona hans Sigríður Jónssdóttir á Flateijri áttu sjötíu ára afmæli s.l. vor og eiga 50 ára hjúskaparafmæli itin- an skamms. Bjugyu þau lengi á Hrauni á Ingjaldssandi, en hættu búskap laust eftir aldamótin og fluttust að Flaleyri og hafa verið þar síðan. Eiríkur og Sigríður eru hin mesiu myndar og sæmdar hjón, tápmikil, trygglynd og gestrisin, enda hafa þau notið og munu ávalt njóta almennra vinsælda. Eru þau bæði við allgóða heilsu og heimili þeirra enn notalegt og prýðilegt. — Börn þeirra eru: Halldór heildsali í Rvík og tvær dætur giftar á Flateyri. Ávarp norska Stórþingsins. Myndin hjer að ofan er af hinu vandaða ávarpi, sem Stórþingið norska sendi Alþingi íslendinga og afhcnt var á Alþingishátíð- inni. Eru spjöldin fóðruð rauðu skinni og gullskildir á, en giip' steinar í miðju hringmynduðu skjaldanna. Ávarpið sjálft er rit- að á slcinn og er á íslensku. Theodór Jensen, skrifari, Vest- urgötu verður sextugur 16. þ. m. Framlíðin er besti ráðunauturinn. bað eru fífi sem ekki spyrja taana til ráða. ■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■! Gler- j auBU i ■ 0 • þurfið þjer nú með haustinu nð \ : kaupa yður, og best og ódýrust • • fáið þjcr þau tajá fagmanninum S | í Gleraugnabúðinni á LAUGAVEG 2. j | Nýkomið stórt úrval af umgjörð- { um og fallegum hulstrum. Uiuimumimiuui ■•■■■■■■«*■■■■■• ■■VM**V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.