Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 8
8 F A L K 1 N N Myndin hjer að ofan er tekin úr lofti af Glamis-höllinni í Skot- landi. 1 höll þessari hafa margir sögulegir atburðir skeð frá því á miðöldum. Nú býr þar hertoginn af York, næstelsli sonur Breta-konungs. Fyrir skömmu drö höllin enn á ný athygli manna að sjer, því að þar var von á erfingja og fóru þangað nokkurir af hálfu stjórnarinnar til þess að vera viðstaddir sam- kvæmt gamalli venju. Það er gamall siður í Englandi, að ein- hverjir ráðherranna sje viðstaddir, þegar barn fæðist, sem get- ur komið til máda sem ríkiserfingi. í sumar var haldið í London fjórða alþjóðaþing um alifugla- rækt. Fyrsta þingið var haldið í Hollandi 1921, annað á Spáni 192h og hið 3. í Kanada fyrir þremur árum. Verndari þingsins er Englandskonungur og prinsinn af Wales. í sambandi við þing- ið er sýning mikil á alifuglum, hænsnum, öndum, gæsum, dúfuni o. s. frv. frá ýmsum löndum, og var hún haldin í liöll þeirri hinni miklu og fögru, er hjer birtist mynd af. Ileitir hún „Kristalshöll' in‘‘ og var bygð fyrir heimssýninguna í London 1851, en nú er höllin listasafn, miljón kr. virði. Frá vígslu nýja langskipsins í dómldrkjunni i Niðarósi. Fyrir altari stendur Stören byskup. í Sidney í Áslralíu er nú verið að reisa brú eina geysimikla. Verður það hæsta brú í heimi svo að stærslu skip gela siglt undir hana. Brúin er mjög breið; liggja efiir he.nni h járnbraut- arspor, 2 gangstjettir og akbraut, sem er 57 feta breið. Byrjað var að reisa brúna árið 192h og er búist við að hún verði opn- uð til umferðar að ári liðnu. t brúna fara alle 57.000 tonn af stáli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.