Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Page 3

Fálkinn - 01.11.1930, Page 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finscn og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa I Oslo: A n t o n S c li j ö t h s g a d e 14. Bla'ðið kemur út livern laugardng. Askriftarverð er kr. 1.70 ú mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Fjöldinn dæmir einstaklinginn eft- ir gáfum hans og afrekum fremur en eftir skapgerð hans og framkomu. Og þó er það einmitt framkoman og geðslagið, sem mestu varðar í um- gegni við aðra menn, en hvorki auð- æfi nje afrek. Það er leiðinlegra að umgangast önugan ríkisbubba en geðgóðan fátækling, óvistlegra í stofu stórmennisins, sem hefir alt á horn- um sjer en í kofa einsetumannsins, sem lítur björtum augum á lífið. Það er eitt af því, sem mest er áríðandi í lífinu, að kunna að vera í góðu skapi. Það er skylda manns- ins við sjálfan sig og aðra að vera í góðu skapi. Það er óleyfilegt, að eitra lifið fyrir þeim, sem maður umgengst. Sumt fólk er svo, að það er eins og það komi með sólskin með sjer, aðrir eru súrir og það er eins og napurt þokusúld fylgi þeim. Það er kvöl að lifa saman við menn, sem altaf eru óánægðir, sem líta á alt frá svörtustu hliðinni, taka öllu í skakkri meiningu og gera sjer úlf- alda úr mýflugunni, hvaða smámun- ir sem fyrir koma. Ef við vitum með sjálfum oss, að við sjeum haldnir af þessum kvilla, þá er um að gera að muna það, að það er hægt að ráða bót á þessu. Maður getur betrast í þessu efni, ef maður nennir að leggja á sig nægi- lega sjálfstjórn og aga. En það er ekki altaf jafn auðvelt. Það er eigi síður nauðsynlegt að iðka daglega það að vera í góðu skapi, en að æfa sig í fimleikum eða píanó- leik. Þungar sorgir verða ávalt við og við á vegi flestra manna, sorgir sem buga í svip og gagntaka hugann svo, að gleðin verður að flýja um stund. Og við því er ekkert að segja. En það eru ekki sorgirnar, sem mestu ráða um skapsmuni manns- ins. Það eru smámunirnir, litilfjör- leg atriði eða misskilningur, sem oftast skyggja á sól lífsins. Og þess- vegna eru það þessir smámunir, sem mennirnir verða að læra, að taka rétt á, gera ekki meira úr þeim en vert er, líta á þá frá björtustu lilið- inni og gleyma þeim fljótt, svo að maður eitri ekki lif sitt og þeirra, sem næstir manni eru. Þegar smá- tnunir þessir gleymast finna menn aðra smámuni, sem gleðja og kæta, ýmislegt sem menn höfðu alls ekki komið auga á áður, vegna þess að hugur þeira var haldinn af hinu, sem olli þeim gremju. „Sá dagur, sem liðið hefir án þess, að maður hafi fengið sjer rækilegan hlátur, er glataður dagur“. Um víða veröld. ----Y---- OSTRUHÓTELIÐ. Nýlega var opnað nýtt hótel í New York og auglýsti eigandinn það auð- vitað á allan uppliugsanlegan hátt. Þrátt fyrir það gekk verslunin lieldur illa og hóteleigandinn bjóst við að verða að gefa sig upp til gjaldþrots þá og þegar. Dag nokkurn sat verksmiðjueig- andi einn frá Torento meðal hinna fáu gesta og borðaði ostrur. Alt i einu bar hann hendina eldfljótt upp að munninum og tók eitthvað út úr sjer. Það var stór, skínandi perla. Hann stakk nú perlunni í vasa sinn eins laumulega og hann gat og hjóst ekki við að neinn hefði tekið eftir þessu. En svo heppinn var hann ekki. Yfirbrytinn, scm gekk um gólf i borð- salnum með hendurnar fyrir aftan bakið, og gaf gestunum auga, hafði tekið eftir öllu sem fram fór. Hann vissi fullvel a'5 enginn spýtir út úr sjer hinum góðu ostrum hótelsins og stingur þeim í vasann nema eitt- hvað alveg sjerstakt byggi undir. Hann gekk til yfirþjónsins og ljet hann tala við gestinn. Heimtaði nú yfir- þjónninn að gesturinn l.jeti af hendi perluna, sem liann hafði fundið. Þvi neitaði gesturinn auðvitað. Hann horfði með þykkju á yfirþjón- inn, hleypti brúnum og sagði lion- um að haida kjafti. Hann væri búinn að horga ostrurnar sínar og þá auð- vitað alt sem í þeim kynni að finn- ast. Yfirþjónnin kvaðst hafa selt hon- um ostrurnar en ekki perlur. Þeir lentu nú í háarifrildi og að síðustu stefndi yfirþjónninn gestinum. Gest- urinn brosti aðeins. Málið kom fyrir rjett og yfirþjónninn tapaði auðvit- að. Nokkrum dögum seinna var bila- kaupmaður frá Atlanta á ferð og borðaði á sama hóteli. Hann borð- aði einnig ostrur. Hann gleypti hverja á fætur annari. En alt i einu fann maðurinn eithvað linöttótt und- ir tungunni. Það leið fjórðungur stundar. Maðurinn vildi ncfnilega ekki bera hendina upp að munninum meðan yfirbrytinn stóð og horfði á hann. Brytinn vissi vel hvað um var að vera, hann leit sem snöggvast á annan gest og á meðann gat hinn stungið perlunni í vasann. Yfirbrytinn hafði þó orðið var við það. Yfirþjónninn kom einnig á vett- van og það lenti í þrætu. Málið kom fyrir dóm og yfirbrytinn tapaði því aftur. Viku seinna fann bankamaður frá Florida perlu í ostrunni sinni. Hann var ekkert að fara í launkofa með það en sýndi gestunum sigri hrós- andi hvað hann hafði fundið. Yfir- þjónninn varð alveg viti sínu fjær og krepti hnefana. En hvað gat liann gert? Það var aftur skrifað um mál- ið i blöðunum. Það var meira að segja talað um að ostrur þær, sem framreiddar væru á þessu lióteli kæmu frá einhverri ákveðinni vík, sem var fræg fyrir það hvað ostr- urnar þaðan væru góðar og hvað mikið væri í þeim af óvenjulega fall- egum perlum. Gestirnir fóru nú að streyma að hótelinu. Og jókst straum urinn með degi liverjum. Borðsal- urinn var svo að segja fullur frá morgni til kvólds af fólki, sem borð- aði ostrur. En svo undarlega brá nú við að enginn þeirra fann neina perluna. En nú voru menn farnir að þelckja hótelið og fólkið fór að leggja leiðir sinar þangað og kom svo að lokum að það var betur sótt en öll hótel þar. í grendinni. En yfirþjónninn skeinti sjer yfir þvi hvað „verksmiðjueigandinn“ frá Torento, „bílakaumaðurinn“ frá At- lanta og „bankimaðurinn" frá Flor- ida höfðu leikið vel hlutverk sín bæði í matsalnum og fyrir rjettinum. Hann var ánægður yfir hvað það hafði kostað hann lítið að koma þessu öllu til leiðar. Perlan, sem gestirnir liöfðu fundið var náttúrlega altaf sama perlan og i fyrsta sinn, sem hún var látin í ostruna, tók hann hana úr nálinni i hálsbindinu sinu. Auglýsingin var því hvortveggja í senn, ódýr og áhrifamikil. HJÁTRÚ I ENGLANDI. Eins og í flestum afskektum stöð- um ríkir enþá töluverð hjátrú á lyngheiðunum ensku. Sýnishorn af því er saga sú sem hjer fer á eftir. í Widecombe í Devon bíða menn nú með mikilli eftirvæntingu eftir þvi að svarti riddarinn komi og greiði „djöfuls skattinn“, sem svo er nefndur. Það er sögn manna þar í hjeraðinu að riddari þessi komi á hverju hausti síðan 1658 einhvcrn ákveðinn dag á veitingaliúsið í þorp- inu til þess að greiða skatt þennan. Vanalega kemur hann öllum að óvörum og ennþá hefir aldrei kom- ið fyrir að hann hafi ekki birtst. Það heyrist hófadynur og hestur stansar fyrir utan veitingahúsið. Dökkklæddur maður stekkur af baki hestinum, hleypur inn, kastar nokkru af peningum á borðið og ríður sið- an leiðar sinnar. Hann nemur stað- ar við þvergötu, þar sem stendur vegamerki, á það skrifar hann nokkra ólæsilega stafi og hverfur síðan. Þetta segja íbúarnir í Widcombes að hafi komið fyrir ár eftir ár á hverju einasta hausti frá því árið 1658.Þá hafi það einu sinni borið við diihma haustnótt eina að ákaf- legt óveður hafi gengið yfir Devon. Þegar óveðrið slóð sem hæst segir það að hafi komið riddari á veit- ingahúsið hafi hann drukkið ölglas og horfið síðan án þess að borga fyrir sig. Segir jjað að það sje fyrir riddara þennan að afturgangan sje að borga á hverj ári. HVAÐ BETLARAR GETA GRÆTT. Betlarar í Lundúnaborg eru þessa dagana æfareiðir út af skýrslu sem einn af fjelögum þeirra. sem nú er ný- látinn hefir gefið um hvað hægt er að græða á því að vera beininga- maður að staðaldri. Það er óvenjulegt, segir hann, að venjulegir beiningamenn græði ekki um það bil 50 kr. frá kl. 19—21, og það hittist sjaldan svo aumur bein- in«amaður að hann geti ekki skift 5 punda seðli. Einn af kunningjum þessa manns manns sem bréfið skrifar, var blind- ur, vann hann að jafnaði hálftíma á dag og hafði upp úr þvi 15 krónur í hreinan ágóða. Tvær krónur og fimtiu borgaði hann einuin félaga sinna fyrir að vera á verði ef lög- reglan kæmi. Einn af beiningamönn- unum, sem mist hefir báða fætur, á mörg lnis í London og fer á hverju ári i ferðalag til Frakklands. Margir betlarar borga 4 krónur í leigu fyrir ungbörn, sem þeir bera á handleggnum, meðan þeir fást við „iðn“ sina. Og segir hann að ekki sé óalgengt að duglegir betlarar liafi frá 12—18.000 krónur í tekjur á ári. Ennfremur segir hann að gott sé að græða á betlibrjefum, sjeu þau nógu vel samin. Segist hann vita um konu eina, sem á þann hátt hafi grætt um 2000 krónur á mánuði. EFTIRLÆTISGOÐ ENSKU HER- MANNANNA Á STRÍÐSÁRUNUM var stúlka ein, sem þeir kölluðu „Mademoiselle fröm Armentieres“. Hún var fræg fyrir það að hún skírði hermannasönginn enska. Hún hét að réttu lagi Mille Laure Millan- quet. Stúlka þessi er nú nýlega dá- in 44 ára görnul. 1914—15 kvað hún hafa verið ljómandi fögur, fjörug og aðlaðandi. Bjó hún í litlum bæ, La Chapelle d’Armentieres, sem lá að baki vígstöðvanna, þar sem Englend- ingarnir börðust, hafði hún að jafn- aði um sig hóp af glöðum hermönn- um. Einn þeirra orti sönginn um hana. Var söngur þessi brátt á hvers manns vörum á hinum ensku víg- stöðvum. Að stríðinu loknu bjó hún áfram i sama bænum einmana og yf- irgefin. Hún vildi eklci gifta sig þó að margir yrðu til að biðja liennar. Það gekk saga um það að liún syrgði ungan Englending, sem hún liefði unnað, en sem hefði fallið í stríðinu. Fyrir nokkru fanst hún dauð í litla húsinu sínu. Áteiknaðar hannyrðir fyrir hálfvirði. Til þess að auglýsa verslun vora og gera áteiknaðar vörur vorar kunnar um alt ísland á scm skjót- astan liátt hjóðum vjer öllu ís- lensku kvenfólki eftirtaldar vörur 1 áíeikn. kaffidúk .. 130xl30cm. 1 — ljósadúk .. 65 x 65 — 1 — „löber“ ... 35x 100 — 1 — pyntehandkl. 65x 100 — 1 — ,.toiletgarnilure“ (5 stk.) fyrir danskar kr. 6,85 auk burð- argjalds. Við ábyrgjumst að hannyrðirnar sjeu úr 1. fl. Ijerepti og með feg- urstu nýtísku munslrum. Aðeins vegna mikillar framleiðslu getum við gert þclta tilboð, sem er hafið yfir alla samkepni. Sjerstök trygging vor: Ef þjer eruð óánægð sendum við pen- ingann til bnka. Pöntunarseðill: Fálkinn 2. nóv. Nafn .......................... Reimili........................ Póststöð ...................... Undirrituð pantar hjermeð gegn eftirkröfu og burðargjaldi .......... sett hannyrðaefni á danskar kr. 6,85 settið, 3 sett send burðargjaldsfrítt. Skandinavisk Broderifabrik, Herluf TroIIesgade 6, Köbenhavn K. Heilbrigði og lifsgieði krefst heilbrigðs líkama.—Þreyta, vöntun starfsgleði, svefnleysi o. s. frv. eru ljós merki um ófullkomna næringu og veiklaðar taugar. Ef þjer viljið halda likama yðar heil- brigðum og i fullu lífsfjöri ættuð þjer í mánaðartíma að nota hið alkunna styrktar- og tauganæringarlyf sem liefir blóðbætandi og tauga- S styrkjandi áhirf vegna eggjahvít- S unnar og glycerofosfatsins sem i 3 þvi er. Yfir 25000 læknar hafa tilkynt S skriflega um áhrif Sanatogens. Þannig skrifar kunnur læknir: 3 „Sanatogen er ómetanlegt og ■ áreiðanlegt í öllum þeim til- ■ fellum sem markmiðið er það, ■ að veita veikum líkama nýja ■ orku“. Fæst í öllum lyfjabúðum. Sje ítarlegri upplýsinga óskað ■ þá útfyllið miðann og sendið til: S A/S Wulfing Co., Kbhvn V. ScL S Jörgensalle 7. Sendið mjer ókeypis og burðar- gjaldsfritt: Sanatogen sýnishorn og bækling. N'afn ............................ Staða............................. Heimili...........................

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.