Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Qupperneq 5

Fálkinn - 01.11.1930, Qupperneq 5
F A L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. Eftir Pétur Sigurðsson. Borgarstjórinn í London. „BiSjið án afláts“. — Páll. Uppfundningar síðari tíma hafa sannfært allan lieim um til- veru máttugra huldra afla — mikilvirkrar orku, sem aldir og kynslóðir þektu ekki og gátu ekki notað. Hvílíkur sigur mannsand- ans að fá þekt rafmagnið, víð- varpið og fleiri inikla möguleika. Þetta er stór sigur, en stærsti sig- ur mannlegs skilnings er þó að mestu leiti óunninn enn. Börn framtíðarinnar, sein leita, biðja og knýja á, munu vinna hann. Menn eiga eftir að þekkja betur sambandsmöguleika mannsand- ans við afl það er gerir manninn ákaflega máttugan, — já, almátt- ugan. „Alt getur sá, sem trúna hefir“, sagði andlegi uppfindinga- maðurinn mikli — Meistarinn, sem menn illa hafa skilið enn, sem altaf hefir verið „of stór fyr- ir vor litlu hjörtu", eins og skáld- ið .og rithöfundurinn frægi, H. G. Wells kemst að orði í „The Outline of History“. Trú er í raun og veru hugsun og sönn bæn er líka hugsun. Samkvæmt reynslu margra, liefir fortíðin lagt mikla álierslu á trú og bæn. Afl þessa þektu menn og höfðu reynt, en dularfult hefir það verið heimin- um og er að mestu leiti enn. Meist- arinn sýndi mönnunum mátt hugsananna eða trúarinnar og viljans en menn hafa lítið þorað að leika listina eftir honum, vegna þess að þessi mikla hulda orka er enn ekki nægilega vís- indalega sönnuð, þannig að hún sje fjöldanum eins augljós og á- þreifanleg og til dæmis notkun rafmagnsins, en þetla inun verða. Máttur viljans og liugsananna hefir jafnan staðið á bak við stærstu sigurvinninga mannanna. En þvi leggja menn þá svo litla rækt við þessa mikilvirku orku? Því leggja menn svo litla stund á andlega lífið ? Samt er það, sem mönnum sje það ljóst, að andinn sje efninu meiri. Menn dreymir um slíkan hugarmátt, sem gerir manninum mögulegt að komast út yfir takmörk líkamsbandarina. Stærstu uppgötvanir mannsand- ans í framtiðinni verða á þessu sviði, að leiða i ljós almætti hugs- ananna — bænaririnar — trúar- innar — viljans. Bæn er ástund- un. Bæn er víðvarp, seiri setur frumleik mannssálarinnar i sam- band við uppsprettu lífsins og kraftarins — hina miklu víð- varps miðstöð liulda máttarins. Bæn er hin rikjandi liugsun, hin látlausa þrá, hin ýmist orðlausa, eða stílaða innilegasta ósk. Bæn er liugarástand, sem opnar sál- ina fyrir innstreymi máttarins. Hún er alveg nauðsynleg til þess að efla móttökuhæfileika manns- ins, ef liann á að ná nokru sam- Framhald á bls. 6. Sir William Waterlow, sá sem verið hefir borgarstjóri síðastliðið ár, og sem í sumar fór í heimsókn til Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Bretar eru alkunnir fyrir það hve vanafastir þeir eru og tregir á nýjungar í ýmsum þjóðháttum og siðum. Og þó að vjelaöldin í raun rjettri rynni upp i Englandi, með notkun eimsins og að fjöl- margar framfarir síðustu aldar og þessarar eigi rót sína að rekja til Breta, þá sannast samt í sið- um þeirra vanafestan, sem nú á tímum þykir oft svo grómtekin að hún er kölluð sjerviska. Það þylcir t. d. sjerviska, að enskur dómari skuli þurfa að setja upp parruk til þess að kveða upp dóm En livað gerðu ekki íslendingar þegar þeir stofnuðu hæstarjett á 20. öldinni? Fyrirskipuðu þeir ekki að dómarar og málaflutn- ingsmenn skyldu vera í einkenn- isbúningi? Jafnaðarmenn eru tiltölulega ungur stjórnmálaflokkur og þrátt fyrir vanafestuna hafa þeir tví- vegis myndað stjórn í Englandi. Kona l hinum sögulega hluta skrúð- göngunnar. Sumum íhaldssömum mönnum þótti að visu og ljetu á sjer heyra, að nú mundi heimurinn ekki standa lengi, er Ramsay Mac- Donald myndaði fyrri stjórn sína. Nú talar enginn um þetta. En ýmsir skrítnir siðir, sem hafðir voru við stjórnarskifti í Eng- landi voru svo ríkir í allri þjóð- inni og öllum flokkum, að jafn- aðarmannastjórninni fanst sjálf- sagt að halda þeim. MacDonald verður t. d. að klæðast liirðklæð- um, stuttbuxum úr silki og skóm með silfurspennum við ýms há- tíðleg tækifæri, og vitanlega liafa þríliyrndan hatt á höfði og sverð við hlið. Búningurinn hefir svo rika hefð á sjer, að henni vill enginn amast við. En livergi er þó hefðardýrkun- in eins áberandi og í sambandi við borgarstjórann í London, tignasta höfðingja heimsborg- arinnar miklu. Og þetta keniur berast í Ijós á liverju hausti, þeg- ar borgarstjóraskiftin verða og hinn nýji borgarstjóri er settur inn í embættið. Hjarta Lundúnaborgar er City og einu sinni var London ekki nema það svæði sem City nú nær jdir. En það er elsti, merk- asti og ríkasti liluti borgar- innar. Lord Mayor Lundúna- borgar er í rauninni aðeins borg- Spaugiieg mgnd úr skrúðgöngunni. arstjóri í City, en í almennings- álitinu ber hann liöfuð og herð- ar yfir hina aðra 27 borgarstjóra Lundúna, að öllum virðingum. Stjórnin í City er kosin eftir æfa- gömlum reglum; nefnist hún sambandsráðið og þetta ráð kýs á hverju ári 26 „aldermen“, sem eru einskonar framkvæmdarráð og kjósa þeir á hverju hausti, 29. september borgarstjóra til eins árs. Eitt skilyrði verða Lord May- orarnir fyrst og fremst að upp- fylla: Þeir verða að vera ríkir menn. Að vísu fær Lord Mayor- inn 10.000 pund eða yfir 220.000 kr. í árslaun, en fullyrt er að hann komist aldrei af með minna en annað eins frá sjálfum sjer. Þó greiðir bæjarsjóður honum auka- lega fyrir móttöku útlendra þjóð- höfðingja og þess liáttar. Hinn 9. nóvember er Lord Mayorinn settur inn í embætti sitt. Ekur hann um flestar stærri götur í City í logagyltum vagni, serii notaður liefir verið við þessa atliöfn í síðastliðin 400 ár og get- ur sjálfsagt enst í önnur 400, því hann er ekki notaður nema þetta eina skifti á árinu. Á eftir vagn- inum kemur heil halarófa af ak- andi mönnum, gangandi eða ríð- andi, allir í æfagömlum einkenn- isbúningum og sumir vopnaðir í samræmi' við æfaforna tísku. Þátttakandi i borgarstjóraskrúðgöng- unni: Hundur af einu herskipinu. Mansion House (til vinstri), em bœttisbústaður borgarstjórans.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.