Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Síða 9

Fálkinn - 01.11.1930, Síða 9
F A L K I N N 9 Óvenjulegt kapphlaup fór nýlega fram í Belgíu. Voru það hvorki hlaupamenn, hestar nje bílar sem keptu heldur naut. Hjer sjest einn þáttlakandinn, en skemtilegra hefði verið að hafa lifandi mynd af honum á spretlinum. 1 kaþólskum löndum er það víða siður, að fólk safnast saman á haustin að aflokinni uppskerunni til þess að þakka drottni sín- um fyrir uppskeruna. Hefir hver sinn dýrling til árnaðar, þó flestir hafi Maríu mey, og krjúpa fyrir altari hans i kirkju sinni og bera fram þakkir sínar og bænir. Ameríkanskir hugvitsménn hafa á síðustu árum hvað eftir ann- að verið að koma fram með tillögur um að sprengja hafís með sterku sprengiefni, til þess fyrst og fremst að varna honum að komast niður á siglingaleiðina við New Foundland en þar að auki telja þeir að hægt sje að bæta veðráttu á Labrador með þessu. Hafa verið gerðar tilraunir í þessa átt og sýnir hvíta belt- ið á myndinni ís, sem sundrað hefir verið með sprengiefni sem heitir „termit“. Nýlega auglýsti enskur leikhússtjóri eftir stúlkum í söngflokk á leikhúsi sínu. Áttu þær að vera 70 þumlunga háar. Nægar stúlkur fengust af þessari hæð, og á myndinni er verið að prófa röddina í þeim. Dýragarðurinn í Berlín hefir nýlega eignast grip, sem mörgum þykir gaman að sjá. Er það sæfill svonefndur og er 2000 kíló á þyngd. Veiddist lmnn suður i islmfi. Hjer sjest hann vera að skríða ofan í laugina sína.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.