Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 1
16 siðnr 40 aura Reykjavik, laugardaginn 24. jan. 1931 Fyrrum var Balkanskaginn kallaður „óróahornið í Evrópuen nú virðist óróinn hafa haft hornaskifti og flutt sig um set til Pyreneaskaga. Bæði í Spáni og Portúgal hefir verið mjög ókyrt á síðari árum, ekki síst á Spáni. Spánverjar bjuggu við ein- valdsstjárn eða klíkustjórn í tíð Rivera og gera enn, þó mannaskifti hafi orðið og þingræði hafi verið lögleitt aflur á yfirborð- inu. í landinu er harðsnúinn flokkur lýðveldissinna, sem telur landinu ekki viðreisnarvon fyr en konungurinn sje rekinn frá völdum. Hafa þeir lýðveldismenn þrásinnis gerl uppreisn, síðast núna fyrir skömmu en jafnan mistekist. Alfonso konungur er lífseigur og hefir til þessa staðist allar árásir, sem gerðar hafa verið á konungdæmið og líf hans. Hjer á myndinni sjest kon- ungur vera að koma úr kirkju ásamt fylgdarliði sínu. KONUNGUR EÐA LÝÐVELDI.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.