Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Janúartíska. Alíslenskt fyrirtœki. ■Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.j Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. í Lcltið uyplýsinga hjá nœsta umboösmanni. ! PUNKTAL Hvcrsvegna að finna til þeirra óþæginda, að sjá ógreinilega þeg- ar hægt cr að forðast það með því að fá hin rjettu gleraugu, sem mæld eru eftir hinni ná- kvæmu aðferð, sem altaf er notuð í gleraugnadeildinni í Laugavegs Apóteki — ókeypis gleraugnamátun — súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. Miklar birgðir ávalt fyrirliggjandi af nýtisku hönskum i Hanskabúðinni Því verður ekki leynt, að það er ómögulegt að fá allar óskirnar upp- fyltar þó mikið sje um jólagjafir. Það verða altaf einhver vonbrigði, sjaldan þó hjá börnunum, sem vana- lega eru ofhlaðin gjöfum, en frekar hjá unglingunum, sem ekki eru alt- af fær um að taka nægilegt tillit til þeirra efna, sem foreldrarnir hafa að miðla af. Sem sárabót koma þá útsölurnar í janúar, þar sem bæði má fá tilbúna hluti fyrir lítið verð og má af afgöiigum laga og gera upp, það sem fyrir er, eða sett saman tvær flíkur svo vel fari. En þó verð- ur að fara varlega í það, því að vísu er auðvelt að setja tvö efni saman, en því aðeins að þau sjeu í sama lit. Svo mælir tískan fyrir í ár. Nú skulum við gefa nokkur ráð, sem óefað ættu að geta orðið að gagni. a. Stuttkúpa, gerð upp eða saumuð úr flauelsafgangi, plussi eða ein- hverju slíku. h. c. Nýtísku „Cassa- que“ úr Shantung-silki, einlit eða mislit. Belti um mittið. Fyrst er það stutt-kápan (a. Hana er auðvelt að sníða upp úr gamalli hálfsíðri kápu eða pl.ussafgangi, flaueli eða eftirgerðu skinni. En d. e. Samkvœmiskjóll úr tvenskonar efnisafgöngum. Kjól d. má breyta eins og sýnt er á mgnd e. með j>ví að sauma við hann stutta treyju, sem borin er undir kjólnum, á liana er svo festur stóri kraginn og löngu ermarnar, sem sýndar eru á e. Á j)ennan hátt verður kjóllinn hæfari til hversdagsnotkunar. f. kjóll úr sljcttu og rósóttu efni. kraginn verður að vera stór og erm- arnar með stórum uppslögum úr fallegu skinni, svo verður hver og ein að gera upp með sjer hvort henni fer betur að láta kápuna vera dálít- ið viða og bera belti um mittið, eða hafa hana aðskorna um mittið. Eftir seinustu tískublöðunum frönsku virðist síðtreyjan að verða almenn (sjá b. og c.) ef til vill er það af því að hún er svo hentug til þess að nota við gamla sikkaða kjóla eða pils, sem búið er auka ofan- við. Belti skal bera um mittið, ann- ars getur hver sniðið hana eftir vild. Hvað gera má úr tvennskonar silki eða crepe de Chine afgöngum sjest best á mynd d. og e., það er sýnt hvernig nota má sama kjólinn bæði sem hversdagskjól og samkvæmis- kjól. En þess verður auðvitað að gæta að litirnir eigi saman, fallegt er að nota ljósa liti. Ermarnar og kraginn eru saumuð við stutta treyju úr þunnu efni, sem borin er innan undir kjólnum. f. er ætlað konu sem komin er af æskuskeiði. Dökk fjólu- blált, vínrautt eða dökkblált eru alt saman fallegir litir og mikið notað- ir handa eidri konum. g. Svartur samkvæmiskjóll, settur saman úr perluefni, viole, silkicrepe o. s. frv. h. Gamalt silkipils gert upp, hvít treyja. i. j. Kjólar á litlar telp- ur saumaðir úr afgöngam. VAN HOUTENS konfekt í öskjum er uppáhald kvenþjóðarinnar. I M á I n i n g a -1 Í .. ! vorur 1 i Veggfóður j \ Landsins stœrsta úrval. • l»MÁLARINN«| Reykjavík. : : ■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ k. Nýtísku ípróttaföt. Buxur úr pgkku ýróttu ullarefni, prjónuð treyja, trcfill og húfa. Konur þær, sem helst vilja hafa samkvæmiskjólana hvíta og svarta, fá ágætar fyrirmyndir þar sem eru g. og h. Með því að taka þann kjól- inn, sem sýndur er á h., er ágætt að gera upp samkvæmiskjólinn sinn frá í fyrra og síkka hann með hvít- um kanti, í vetur eru kjólarnir jafn- síðir alt í kring. Á hvítu treyjuna eru saumuð perlumunstur eins og til að samræma íitina báða. Vel má setja ermar við treyjuna. Eins þarf svarta vestið á mynd g. ekki að vera eins útskorið og sýnt er á myndinni. Mynd i. og j. sýnir einnig hvernig setja má saman kjóla úr afgöngum á litlar telpur. Fyrir iþróttafólkið verður eitthvað að lmgsa ef einhverntima skyldi koma skíða eða skautafæri. Einkum eru það buxurnar, sem hægt er að búa til sjálfur, því peysa, húfa og vetlingar eru nú víst oftast keypt til- búin. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.