Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ QAMLA BIO ------------ Dóttir skrælinfljans. Sjónleikur í .8 þáttum frá jökulbreiðum Grœnlands, samkvæmt skáldsögu Einer Mikkelsen: „John Dale“. Myndin er tekin af A/S Skandinavisk Talefilm, lcik- ið er á norsku og sænsku. AðalhJutverk: Mona Mártenson, Ada Egede Nissen, Paul Richter. PILSNER BEST. ÓDÝRAST. INNLENT. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. PHIUPS 2601. Nýtt 4-lampa tæki frá PHILIPS, með innbygðum „dynamiskum“ gelli. Fæst aðeins fyrir riðstraum. Verð kr. 690.00. Eins árs ábyrgð. GeflningarstOð i Reykjavik Fjölbreyttast úrval: Kápur, Kjólar, Kjólaefni. Káputau, Prjónavörur, Nærfatnaður, Sokkar, Vetrarfrakkar, Regnfrakkar. Treflar, Bindi, Húfur, Hattar. H^Verslunin Egill Jacobsen^ Best að auglýsa í Fálkanum ------- nýja bío ------------ AuflnaMikstilfinninfl. Skemtilegur og áhrifamikill sjón- leikur í 8 þáttum, tekinn af Warner Bros, undir stjórn G. Fitzmaurice. Aðaililutverk: Billie Dove og Rod la Roque. Myndin eftir frægri sögu ensku skáldkonunnar Ellinor Glyn. Sýnd bráðlega. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ s PEYSUFATASILKI. Alklæði, 4 tegundir. j Silkifiauel og alt til j peysufata. Upphluts- j silki. Upphlutsskyrtu- [ efni. : SKINNHANSKAR. : Silkisvuntuefni. Slifsi. j Vetrarsjöl, tvilit. Kashmirsjöl. ■ ■ Nýkomið í Soffíubúð S. Jóhannesdóttir. Austurstræti 14. Reykjavik. Talmyndir. ■■■■■■■■■■■■■■■■ AUGNABLIKSTILFINNING Mynd með þessu nafni liefir verið gerð af Warner Bros eftir sögu Elli- nor Glyn. Saga þessi lýsir tilfinning- um ungs ríkisfólks i Bandaríkjunum og eru aðalpersónurnar ung stúlka, Joan að nafni, sem Billie Dove leikur, ógiftur auðmaður, Michael, leikinn af Rod la Roque, ljettúðug kona, sem Viola heitir (leikin af Gwen Lee) og bróðir hennar, drykkjumaður og iandeyða, sem lifir á systur sinni (Robert Schable). Myndin gerist á baðstað í Bandaríkjunum. Joan er foreldralaus en lifir hjá fjárhaldsmanni sínum, sem er önug- ur og stirðlyndur, en Michael getur ekki varist ágengni Violu, sem vill endilega giftast honum, til þess að ná i auðæfi hans. Þeim kemur jjvi saman um, honum og Joan að giftast til málamynda, til þess að losna við Violu og fjárhaldsmanninn. Fundum þeirra hefir borið saman á þann hátt að Joan hefir lirapað í flugvjel sinni niður á sjóinn skamt þar frá, sem Michael var að skemta sjer í báta- póló, og liefir hann bjargað henni, og kynnast þau upp úr því. Kvikmyndin er afar íburðarmikil óg lýsir vel iifi ameriskra iðjuieys- ingja. Skemlilegir eru boltaleikirnir við I.ong Island, þar sem keppend- urnir hamast kringum vatnsknöttinn á afar hraðskreiðum vjelbálum. Og Joan fer ekki varhluta af að leggja sig í hættu þarna, t. d. hrapar hún tvívegis i flugvjel. Þetta er bæði tón og talmynd og talið er skýrt. Myndin er búin til leiks af George Fitzmaurice, sem áður hefir stjórnað leik margra ágætra mynda. „Augnablikstiifinningin" verður sýnd í Nýja Bíó innan skamms. -------------------x----- DÓTTIR SKRÆLINGJANS. Þessi mynd hefir verið tekin með milcilli eftirvæntingu alstaðar á Norðurlöndum og fengið afar mikla aðsókn víðast hvar, enda er rnynd- in norræn að ýmsu leyti. Einar Mikkelsen Grænlandsfari hefir skrif- að sögupa, sem hún byggist á, um ameríkönsku landeyðuna Jack Nor- ton, sem kemsl óviljandi með sel- veiðara norður í Eskimóabygðir og verður að lokum svo hugfanginn af lífinu þar — og ekki síst Eskimóa- stúlkunni Ekaluk, að hann vill. ekki skilja við hana aftur og kýs að dvelja áfram með Skrælingjunum, þegar honum býðst að komast burt jiaðan aftur. Þetta er hljóðmynd, tekin með hinum dönsku tækjum Petersen & Poulsen. Norska frúin Ada Egede- Nissen átti mikinn þátt í því, að ráð- ist var í að fara til. Grænlands og taka þessa mynd og eru margir leik- endurnir norskir. Leikur hún sjálf mjög stórt hlutverk en eitt aðal- hlutverkið í karlmannahóp leikur Haakon Hjelde, Norðmaður sem leikið liefir í ýmsum kvikmyndum, norskum og frönskum. Hann leikur Skrælingja og tekst vel. En hvíta manninn, Jack Norton leikur Þjóð- verjinn Paul Richter, hinn alkunni ágæti leikari og Skrælingjastúlkuna sænska leikkonan Mona Mártenson og eru þau hlutverk bæði afbragðs- vel leikin. Mynd þessi er mjög eftirtektar- verð bæði fyrir leikinn og ekki síst vegna umhverfisins, sem hún er leik- in i. Maður sjer þar grænlenska nátt- úrufegurð og kynnist mjög vel ýms- um háttum Skrælingja, því að gera má ráð fyrir að rjett sje með farið það grænlenska í inyndinni, þvi að fjelagið hefir notið aðstoðar manna, sem hafa dvaLið árum saman í Græn- landi, t. d. danska rithöfundarins Helge Bangsted. — Myndin verður verður sýnd bráðlega í Gamla Bió. Viðskiftin líka best við Herbertsprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.