Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvcrn laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 aura miilimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Tveir menn urðu fyrir sömu lít- iisvirðingunni. Annar þeirra svaf ekki dúr nóttina eftir og er þeir hitt- ust spurði hann kunningja sinn, livernig hann hefði sofið. „Eins og steinn", svaraði hann. Þá varð hin- um að orði: „Það eru ekki taugar i t>jer, kunningi, það eru kacKar“. Þetta voru tveir gagnólíkir menn, en jteir eru báðir góð dæini. Það er svo afar misjafnt hvernig menn taka mótlætinu, suma bítur ekkert á, en öðrum riður hið andstæða að fullu. Annarsvegar eru kaðlarnir, hinsvegar veikur þráð.ur, sem hrekk- ur sundur þegar andað er á hann. En þetta nær ekki aðeins til þess, sem skeð hefir heldur líka hins, sem ókomið er fram. Sumir eru öllu ó- ltviðnir en aðrir tærast af angist yfir jjví, sem ef til vil.l gæti komið fram. Menn kaila þetta hjartveiki og öðrum nöfnum og læknar segja, að það eigi rót sína að rekja til lík- amlegra en ekki sálrænna ástæðna, enda tekst jseim stundum að lækna þetta, þó að vísu dugi lækningin á sumum ekki nema i svip. Kvíðinn er einna ónotalegasti og almennasti sjúkdómurinn, sem fólk jjjáist af. Líkamlegar þjáningar eru ekkert á móti beisku hugarvili. En mest af jjessu víli kemur af því, að mennirnir álíta nágranna sína verri en þeir eru og ætla þeim verra. Fólk sem engu kvíðir er venjulega þannig gert, að það hyggur aðra betri en jieir eru —- nema þeir, sem harlca af sjer kvíðann. — Þetta fólk lifir sælt, er bjartsýnt og gott, lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu og er vel til allra. Og jafnar sig fljótt, þó að það verði fyrir vonhrigðum. Hinir eru 'illa settir og ekki öf- undsverðir, hvað sem krónutali þeirra líður. Þeir sjá imyndaða fjand- menn í hverri átt, berjast við vind- myllur og gera ráðstafanir til að af- stýra voða, sem ekki er til og verð- ur að minsta lcosti ekki lil fyr en ráðstafanir þeirra koma i ljós. Fyrsta skilyrðið til að útrýma kvíðanum er það, að hyggja alla menn betri en l>eir eru. Það er heimsins mesta bjartsýni. Og menn- irnir liafa svo gott af þvi sjálfir. Því að þetta er örvun um að verða eins góður og maður er haldinn. En að vera liafður fyrir rangri sök á þann hátt að maðurinn sje talinn verri en hann er, skenunir hann sjálfan og gerir hann verri. | Utvegsbanki Islands h.f. | Avaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbók 414% P* a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. Um víða veröld. X- MIKLIR REYKINGAMENN. Rússar hafa orð á sjer fyrir að vera mestu reykingamenn í heimi. Þeir eru síreykjandi hvar sem þeir eru, og geta ekki án tóbaks verið. Og hvergi eru til eins margvíslegar og skrítnar pipur og í Rússlandi. Hjer á myndinni sjest gamall sveita- karl. með pípuna sína, auðvitað svælandi að vanda. En hún er nokk- uð fyrirferðamikil og verður tæplega borin í vasa. BILLJARDLEIKNI. Þessi maður, sem hjer birtum vjer mynd af, varð nýlega heimsmeistari í biljardspili. Hann heitir Walter Lindrum og sigraði fyrri heimsmeist- arann Mac Conachy með 3905 stig- um í einum leik. Hinn fjekk „að- eins“ 3262 stig. Málið sem fór i hunfl ob kött. Mál Tómasar Jónssonar hafði ver- ið rannsakað og búið undir að leggj- ast fyrir Dick William dómara fyr- ir klukkutíma, en talsmenn stefnda og kæranda höfðu hvorugur látið sjá sig. Og vitanlega þýddi ekki að taka málið fyrir flutningsmanna- laust. Stundvislega kl. 9 hafði Tóti lög- regluþjónn tilkynt, að dómþingsstof- an væri opin og rjelturinn settur lögum samkvæmt. Vitnin og áheyr- endurnir þustu inn í salinn, þar sem háæruverðugur Williams dómari sat fyrir miðju borði. Þorpsbúar höfðu nýlega haldið jólaskemtun i þessum sal og á veggn- um bak við dómarasætið lijekk pappaspjald með þessum alkunnu orðum: Friður á jörðu og veiþókn- un yfir mönnunum. Þessi áletrun virtist nú varla eiga heima í rjettarsal. Ýmsir áhorfend- ur gátu ekki að sjer gert að brosa, er þeir rendu augunum á spjaldið ettir að þeir höfðu komið sjer fyrir í sætunum. Fyrir frainan dómarann sat öðru meginn Bilti Tómasson, málshöfð- andi, og beint á móti honum sak- borningurinn, Tómas Jónsson. Báð- ir voru bændur og höfðu orðið ó- sáttir út af skógarhöggsrjetti á skika niður við Tæralæk. Billi staðhæfði, að hann hefði keypt rjettinn af eig- andanum en Tómas var jafn viss um, að hann hefði keypt þennan rjett lika. Eigandinn var fjærstadd- ur en sagt var að náðst hefði vitni af honum. Þetta var að vísu ekkert stórmál,, en aðilum fanst annað og málið býsna flókið. Vísirarnir á klukkunni skriðu hægt áfram hringferð sína á skíf- unni. Nú var liðinn hálfur annar tími yfir, en ekki bólaði á málaflutn- ingsmönnunum. Þeir áttu hvor um sig 30 kílómetra leið í þorpið. „Kannske þeir hafi lent i ófærð og bílarnir bilað hjá þeim“, sagði dómarinn. „Vegirnir eru afar slæmir núna“, svaraði Billi, sækjandinn. „Jeg skrapp til borgarinnar eftir meðul- um í gærkvöldi og átti í mesta stríði að komast áfram“. „Hver er veikur hjá þjer“, spurði dómarinn spekingslega. „Milly. Hún hefir fengið nýtt kast. Það er þessi gamla ilta, sem altaf er að hrella hana. Hún getur ekki fengið bót, livar sem leitað er. Hún var ekki búin að jafna sig, jjegar jeg fór að heiman í morgun“. Tómas bærði varirnar, eins og hann ætlaði að segja eitthvað. Svo glápti hann niður á tærnar á sjer. Svo leit hann upp og spurði hægt og gætilega: „Er það eftir lungnahimnubólg- una hjerna forðum, Billi? „Já, öldungis rjett, Jónsi,“ svar- aði sækjandinn. ,„Henni kom varla dúr á auga í alla liðLanga nótt“. „Hún Marta mín veit óbrigðult ráð ■>'ið því“, sagði ákærði skelfing blið- ur; „hún móðir hennar kendi henni ]mð og það bregst aldrei. Þegar jeg var í þaiin veginn að leg"iasl i kör e'tir lungnahimnubóLguna gerði hún mig góðan á svipstundu. Ef þú kærð- ir þig um að....“ hann fitlaði við úrið, dró það upp úr vasanum og leit á það. „Þú mátt reiða þig á, að það vil jeg gjarna, Jónsi“, svaraði sækjand- inn fúsum huga. „Jeg er viss um, að hún Marta dugir henni betur en allir læknar i Ameríku til samans — ef þú bara vilt Lofa henni að lita inn til hennar Milly!“ Það var á- fergja í röddinni. „Jeg ætla þá að skreppa heim undir eirts og fara með hana heim til þín“, sagði ákærði og stóð upp og tók hattinn sinn. „Þú bíður hjer á meðan og athugar þetta mál okk- ar“. „Fari má'.ið til fjandans“, sagði BiI.li. Hann stóð upp og bjó sig til að fara með andstæðing sínum. „Jeg met meira að liún Milly fái heilsuna en þó að jeg eignaðist þessa skógartorfu alla“. Málafiutningsmennirnir komu um liádegi og fóru undir eins inn í rjett- arsalinn. „Það situr illa á ykkur að koma svona seint“, sagði Williams dóm- ari með þrumandi raust. „Málið átti að koma fyrir klukkan 9 en nú verð- ur ekkert úr því. Þið getið eins vel farið strax heim til ykkar“. 1 stað þess að verða reiðir og ó- rólegir brostu báðir málaflutnings- irennirnir. Dómarinn sagði þeim ít- arlega frá hvað gerst hafði. „Þeir leiddust út úr rjettarsalnum eins og bræður“, sagði dómarinn að lokum. „Einmitt af því að þið koniuð svona seint, hafið þið valdið öl.um þessum áheyrendum vonbrigða og eyðilagt óvenjulega gotí mál!“ Málaflutningsmennirnir hlógu. Og svo bar annar þeirra fram nýja til- lögu, sem áður var óþekt i rjettar- farsreglum: „Þessir menn voru báðir mestu dánumenn, herra dómari, og við vissuin að ef þeir sætu í sama. her- bcrgi klukkutíma eða svo mundi eiithvað gerast svo að þeir færu að tala saman og gleymdu kritnum. Sannleikurinn er sá, að — þjer megið ekki halda að við virðum ekki lög og rjett eins vel fyrir því — sann- leikurinn er sá, að við koinum of seint viljandi. -----x---- Dianora Salviati kbna italska skáldsins Bartolomeo Frescobaldi eignaðist alls 58 börn í hjónabandi, þar af eina fimmbura. -----x---- Samkvæmt rannsókn visinda- manna, þar á meðal prófessors við Changsu-háskólann, sem heitir Wu-Chung-Cheith, er „gamli Kin- verjinn" Li-Cliung-Yun, sem oft hefir verið talað um síðustu árin vegna aldurshæðar hans, fæddur árið 1677. Þessi kínverski Metliúsalem man vel stjórnartið niu keisara og hefir síð- an Lifað um 20 ár undir lýðveldis- fyrirkomulaginu. Árið 1827 Ijet stjórnin færa honum heillaóskir i tilefni af 150 ára afmæli hans og aítur fjekk hann opinberar heilla- óskir 1877, er hann varð 200 ára. Ilann hefir verið giftur 24 sinnum og er núlifandi kona hans sextug.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.