Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 14
14
F ÁLKINN
stóru eyrun, steikja kastaniur á glóðinni,
og annan skapnað þögulan og skuggalegan
eins og vofu. Ekkjan var að búa til kvöld-
matinn og talaði við hann ineð þunglyndis-
legri rödd.
P]ruð þið nú búnir að uppræta alla ræn-
ingja í Nuoro? spurði ekkjan. En heldur þú
að hði nú á löngu áður en nýir liópar koma
upp lijer og þar? Þú skilur þetta ekki fylli-
lega drengur minn. Á meðan til eru hlóð-
heitir menn, færir um að gera bæði það
sem gott er og ilt verða einnig til ræningjar.
Sem stendur eru þeir auðvitað illir, oft og
tíðum lítilmenni, Jijófar og svikarar. Á dög-
um mannsins míns, ó, já, þá var það nú
annað skal jeg segja þjer! En hvað þeir voru
duglegir! Hugaðir og góðir! Einusinni mætti
maðurinn minn konu sem grjet af því að. .
Anania sýndi lítinn áhuga fyrir frásögn-
um zia Grathia; aðrar hugsanir lágu lion-
um þyngra á hjarta.
Heyrðu, sagði hann, þegar ekkjan hafði
lokið sögunni um konuna, sem grjet, hef-
irðu ekki heyrt neitt meira af móður minni ?
Zia Grathia var i óða önn að snúa við
pönnukökum sínum og svaraði ekki.
„Hún veit eitthvað!" liugsaði Anania og
komst i geðshræringu. En eftir augnabliks
þögn, svaraði zia Gratlúa:
— Ef þú ekki veist neitt, hvernig á jeg
þá að vita það? Jæja, drengur minn, sestu
nú lijerna við bekkinn og gerðu þjer þetta að
góðu.
Anania settist við körfuna, jsem ekkjan
Jiafði sett á Jiekk og fór að eta.
Nei, svaraði hann og trúði nú ekkjunni
fyrir þvi, sem liann aldrei liafði getað trú-
að nokkrum manni fyrir áður, jeg hefi ekki
frjett af henni langa lengi. Eftir að hún yfir-
gaf mig, fór hún hurt frá Sardiniu, einliver
maður sá Iiana í Róm, klædda eins og hefð-
arkonu.
Jæja þá, sá liann hana í raun og veru?
spurði zia Gratliia áköf. Talaði liann við
hana!
- Meira en það! sagði Anania beiskur.
Hann staðhæfði að liann hefði verið með
henni í nokkra klukkutíma. Annað vissi liann
ekki um hana, en fyrir nokkrum mánuð-
um síðan spurðisl jeg fyrir um liana í Róm
með aðstoð lögreglunnar og fjeklc að vita
að hún hyggi þar undir fölsku nafni. En
hún Jiefir nú bætt ráð sitt, já hún hefir
bætt ráð sitt og lifir nú lieiðarlegu lífi.
Zia Grathia hafði fært sig nær honum, og
meðan Anania var að tala glenti liún upp
sljó augun, hnipraði sig saman, rjetti úr sjer
aftur, teygði fram hendurnar eins og hún
ætlaði að grípa livert orð hans á lofti.
Hann varð rólegri við umhugsunina um
Maríu Obinu. Þegar liann sagði: „Hún hefir
hætt ráð sitt“, fann hann gleðititring, hann
var viss um að liann væri á rjettri leið og
Mari Obinu væri í raun og veru Oli.
— En ertu nú alveg viss, ertu nú alveg
viss? spurði gamla konan utan við sig af
geðshræringu.
Já, alveg viss! sagði hann með áherslu,
jeg liefi húið tvo mánuði heima hjá henni.
IJann helti víni í glas sitt og bar það upp
að eldinum og af því sem honum sýndist
groms í því dreypti liann aðeins á því; þeg-
ar hann síðan þurkaði sjer um munninn,
tók liann eftir þvi að gamla gráa þurkan
var götótt og breiddi liana hlæjandi fyrir
andlit sjer.
— Manstu eftir, þegar við Zuanne bjugg-
um til á okkur grímur og horfðum svo í
gegnum götin. Jeg hafði þessa þurku á liöfð-
inu. En hvað gengur að þjer? hrópaði hann
skyndilega með breyttri rödd og tók þurkuna
aftur frá hinu föla andliti sínu.
Hann sá, livernig andlitsdrættir ekkjunn-
ar, sem vanalega voru slappir og stirðnaðir
fyltust lífi og háru vott um undrun og sára
meðaumkvun; og liann skyldi þegar í stað að
meðaumkvun þessi átti við liann sjálfan.
Draumahorgir hans hrundu lil grunna.
— Nonna! Zia Gratliia! Þú veist eitthvað!
hrópaði hann með skelfingu og teygði ó-
styrkur úr þurkunni, sem hann lijelt á.
— Ljúktu fyrst við að borða barnið mitt,
svo getum við talað saman á eftir. Geðjast
þjer ekki að víninu?
Anania horfði æfur á hana og stökk á
fætur.
Talaðu! mælti hann í skipandi róm.
0, Santissimo Signore, mælti zia Grat-
liia andvarpandi og smelti með vörunum,
hvað viltu að jeg segi? Hversvegna geturðu
ekki lokið við að borða fyrst Anania, dreng-
urinn minn? Svo getum við talað saman . .
Hann hvorki heyrði nje sá.
Talaður, talaðu? Þú veist alt? Hvar
er liún? Er hún lifandi eða er hún dáin?
Hvar er hún, hvar, hvar, livar, hvar?
Hann endurtók þetta „hvar“ tíu tuttugu
sinnum, og æddi fram og aftur um eldliús-
ið, ýmist kuðlaði hann saman eða breiddi
úr þurkunni, setti hana yfir höfuð sjer og
horfði gegn um gatið. IJann liagaði sjer eins-
og vitfirringur, liann virtist frekar vera reið-
ur en beinlínis leiður.
— Vertu rólegur, hyrjaði ekkjan, og fylgdi
honum eftir, jeg hjelt þú vissir. . . . Jú, hún
er lifandi ,en hún er ekki kona sú, sem blekti
þig með því að látast vera móðir þín.
Það var ekki hún, sem blekkti mig
nonna! Það var jeg sem hjelt það. Hún hef-
ir ekki hugmynd um að jeg ímyndaði mjer
það. Það er þá ekki hún! hjelt hann áfram
lágri, undrandi röddu, eins og hann fram
að þessari stundu hefði verið fullviss um að
Maria Obinu væri móðir hans. En segðu
injer þá livernig i öllu liggur! Hversvegna
liefirðu látið mig vera í þessari óvissu? Hvers-
vegna liafið þið ekki talað við mig um hana?
Hvar er hún, livar?
— Hún hefir aldrei farið frá Sardinu,
sagði ekkjan og hjelt áfram að fylgja hon-
um eftir um gólfið. Jeg Iijelt sannarlega að
þú vissir það. Jeg sá hana aftur i vor í byrj-
un maí. Hún kom til Fonni á Píslarvottahá-
tíðinni í fylgd með farandsöngvara, blind-
um manni, sem var elskhugi hennar. Þau
liöfðu komið fótgangandi frá afskgktum bæ,
frá Neoneli; hún þjáðist af hitasótt og mal-
aríu og leit út einsog sextug kerling. Að af-
lokinni hátíðinni, þegar hlindi maðurinn
hafði safnað sjer talsverðu inn, yfirgaf hann
Oli og slóst í för með betlaralióp, sem ætl-
aði til annars sveitamarkaðs. Jeg veit að hún
hefir í júní og júlí verið við slátt í nánd
við Mamojada. Hitasóttin gerði liana alveg
afllausa, hún lá lengi veik í varðstofunni
og er þar ennþá um kyrt....
Anania nam staðar, lyfti upp höfðinu og
breiddi út hendurnar eins og í örvæntingu.
— Og jeg. . . . jeg. . . . hefi sjeð liana! kall-
aði hann upp yfir sig. Jeg liefi sjeð hana!
Ertu viss um að þetta sje satt, sem þú ert
að segja? sagði liann svo og sneri sjer að
ekkjunni.
Alveg viss. Hversvegna ætti jeg að reyna
að blekkja þig?
— Segðu mjer, lieldurðu það sje virkilega
hún? Jeg sá i glugganum andlit veikrar fölr-
ar konu, hún var gulgrá í framan og augu
hennar voru eins og i ketti. . . . var það hún?
Ertu viss um það?
— Alveg viss, lieyrðu mig. Það hefir áreið-
anlega verið hún.
— Og jeg hefi sjeð hana! kallaði liann upp
yfir sig og byrgði höfuðið í höndum sjer,
yfir því, að hafa blekt sjálfan sig svo lengi
og lieimskulega, með því að leita móður sinn-
ar hinumegin við hafið og f jöllin, meðan liún
hafði dregist áfram með kross vesældóms
síns og smánar um föðurland sitt. Hann var
bálreiður við sjálfan sig yfir því, að hafa
ekki einu sinni fundið til minsta titrings við
að sjá, hið sjúka andlit betlikerlingarinnar,
eymdarinnar í eigin mynd á hinum dinuna
glugga varðstofunnar, en oftsinnis liðið hin-
ar mestu kvalir fyrir ýmislegt ókunnugt fólk,
sem hann ekkert þekti.
Hvað er maðurinn? Og hvað er manns-
hjartað? Lífið, vitið, hugsunin? Já nú þegar
spurningar þessar runnu upp fyrir honum
fanst honum liann skilja mannshjartað,
hjarta hennar og líf; það var eintóm lygi,
eintóm svik.
Alt í einu greip zia Grathia í handlegg-
inn á honum og fjekk liann til að setjast,
siðan settist hún á hækjur sínar fyrir fram-
an hann, tók aðra liendi hans og liorfði á
hann lengi og innilega.
— Drengurinn minn litli, sagði hún, gráttu,
gráttu! Þú liefir gott af því. En livað þú ert
kaldur!
Anania kipti að sjer hendinni.
— Hver heldurðu að jeg sje? sagði hann
reiðilega. Jeg er ekkert barn. Hversvegna á
jeg að gráta ?
— Þú mundir að minsta kosti hafa gott
af því, sonur minn.. 0, jeg veit hest hvað
gott er að geta grátið! Þegar harið var á
dyrnar hjá mjer, eina nóttina og sagt var
við mig með dauðalegri röddu: „Kona, hiddu
ekki lengur!" þá varð jeg að steini. Marga
tíma gat jeg ekki grátið; það voru verstu
stundir lífs míns, jeg lijelt að hjartað í hrjóst-
inu á mjer væri orðið að glóandi járni, sem
hrann og hrendi innvortis og sargaði sundur
hjarta mitt með hárbeittum oddinum. En
seinna fjekk jeg að gráta og svalaði sárs-
auka mínum eins og döggin svalar sólheit-
um steinunum. Sonur minn, vertu þolinmóð-
ur! Við erum fædd til þess að þjást, og
hvaða sársauki er þetta í samanburði við svo
margar aðrar þjáningar?
— Jeg þjáist ekki! svaraði hann. Jeg mátti
búast við þessum tíðindum og jeg bjóst líka
við þeim, skaltu vita. Jeg var rekinn af ein-
hverju óþektu afli til að fara hingað, það
var eins og einhver rödd segði við mig farðu,
þar færðu að vita eitthvað! Já, að visu kom
það nokkuð óvænt. .. . jeg varð dálítið hissa.
En það er nú liðið hjá, það var svo sem
ekki neitt.
Eklcjan liorfði viðstöðulaust á hann og sá
að andlit lians var fölt, varir lians náhvítar
og samanbitnar, hann hristi höfuðið.
IJann hjelt áfram: