Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.01.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Musteriö við Der-el-Baliari, sennil ega hggt 1600 úriun fyrir Krists burð. Tut-ank-amen konungur, sem allir kannast við eftir fornleifafund Carn- arvors lávarðar í ,,Konungadal“ haustið 1022. ungana, herferðir þeirra og af- rek en jafnframt margt annað, sem gefur skýra mynd af dag- legu lífi, venjum og hugsunar- iiætti þjóðarinnar. Og sannast af því, að ekkert er nýtt undir sól- inni, því að margt af þvi sem við köllum nýtisku í dag, eru ekki nema afturgöngur frá Egyptalandi eða öðrum fornrikj- um. Egyptaland er frægt fyrir pýra- mýdana og sfinxinn. Mönnum er ráðgáta livernig liægt var að hyggja slíkt á þeim tímum, t. d. hvernig menn gátu flutt björg, sem erfið mundu viðureignar nýjustu vjelum nútímans og koma þeim fyrir. Og pýramýd- arnir sjálfir eru ráðgáta, sem menn eru altaf að reyna að leysa. Pýramýdinn við Gizeli. Þykja þeir bera vott um að Egyptar vitað stórum meira um stjörnufræði en menn vissu síðar og að þessir minnisvarðar sjeu hygðir í samræmi við lögmál sljörnufræðinnar. En jafnframt voru þeir reistir konungunum til vegsemdar til þess að halda nafni þeirra á lofti. Legu sinni samkvæmt er Egyptaland einskonar tengiliður Asíu og Evrópu. Þar hafa her- konungar heimsins komið til þess að auka veldi sitt, svo sem Alexander mikli og Napoleon. En á síðustu árum liafa Brctar reynl að auka veldi sitt i landinu, enda er þeim það ómissandi vegna Ind- lands. Þó eiga Egyptar að heita sjálfstæð þjóð nú, og landið liefir tekið miklum stakkaskiftum eft- ir heimsstyrjöldina. Landið var undir Tyrki gefið í 400 ár og á því tímabili urðu litlar framfarir í hinu forna riki. En þegar Tyrk- ir gengu í lið með Þjóðverjum 1914, ljetu Bretar koma krók á nióti bragði: settu kedívann í Egyptalandi af og lýstu yfir því, að þeir hefðu tekið að sjer að vernda landið. Yildu þeir ekki eiga á hættu að óvinalið sæti háðum megin Súesskurðsins. Með friðarsamningunum var á- kveðið, að Egyptaland væri laust allra mála við Tyrki, en 1924 neyddust Bretar til þess að slaka á klónni við Egypta og lýsa land- ið stjálfstætt ríki. Sama ár tók Kedívinn sjer konungsnafn. Á að heita að þingræðisstjórn sje í landinu, en þó liefir stjórnar- herra Breta ráðið þar mestu fram að þessu. Iiinsvegar magnast þjóðernis- hreifingin sí og æ, og hefir stund- um legið við uppreisn gegn ensku valdhöfunum og konungi, sem er á þeirra bandi. En atvinnuvegirnir hafa tekið miklum framförum. Járnbraut- ir lagðar og vegir og nýjar vatns- veitur. Ennfremur qsleitilega unnið að því að draga úr notkun eiturlyfja, sem voru landplága. Um 14 miljónir manna lifa nú í landinu. Cunard gufuskipafjelagið er að láta smíða skip sem verður 73,000 smálestir að stærð. Sagt er, að einn- ig eigi ]>að að verða hraðskreiðasta skip heimsins. ----x----- Sovjet-stjórnin í Rússlandi hefir bannað fólki að bera trúlofunar- hringa og giftingarhringa. Mönnum cr skipað að láta bræða upp alla slíka hringa og er það einn lið- ur ráðstjórnarinnar í barátlunni gegn öllu, sem gömul venja er. ----x----- Meðal sumra kynflokka i Afríku er það venja að nota konur sinar til að greiða skuldir með eða kaupa ýmiskonar varning fyrir. Og það er sagt, skrifar breskur blaðamað- ur, að mikið sje verslað meðal þess- ara kynflokka. i Þýskalandi búa nú 4000 rnanns, sem eiga eina miljón marka eða meira, 325 þeirra búa í Berlín og 155 í Hamborg. -----x---- Á eynni St. Helier hefir sú á- kvörðun verið tekin af yfirvöldun- um að mynd af hverjum þeim manni, sem sýnir sig ölvaðan á almanna- færi, ásamt nafni hans og bústað, skuli hengt á vegg í öllum veitinga- húsum staðarins. Ágæt ráðstöfun. í amerísku blaði finnum vjer eft- irfarandi auglýsingu: Maðurinn, sem kitlaði stúlkuna í gær meðan á bíó- sýningunni stóð, biður auðmjúklega fyrirgefningar. Hann var of mikið lítilmenni til að biðja fyrirgefning ar þegar i stað. En verið vissar, mín ágæta jungfrú, jiað er ekki venja hans að kitla kvenfólk — einkum ekki þegar konan hans er viðstödd! ----x---- f Ameríku er það töluvert alment, að börn gifti sig. Samkvæmt opin- berri skýrslu voru 483 börn tekin úr skóia á síðasta ári til að giftast. Ein stúlkan var aðeins 12 ára og suinir strákanna aðeins 13 ára. En nú kvað eiga að ákveða einhvern lágmarksaldur fyrir giftingum. ----x---- í Bloomsburg í London bar það við um daginn að kona fæddi barn meðan húsið, sem hún bjó í, stóð í björtu báli. En svo varlega og lið- lega fóru brunamenn um húsið, og svo rösklega gengu þeir fram í að slökkva eldinn áður en hann næði að komast í þann hluta hússins þar sem konan lá, að ekkert vissi hún um brunann fyrir en alt var um garð gengið. ----x---- 1 Þýskalandi kvað verkfræðingur hafa fundið upp nýja tegund slag- hörpu, sem ekki heyrist í næsta her- bergi þó leikið sje á hana. Þess er ekki getið hve þykkir veggirnir þurfi að vera! ----x---- Hæna ein í Aggazzia í British Col- umbia hefir vakið heiinseftirtekt á sjer með því að verpa 357 eggjum á einu ári, nærri einu eggi á dag alt árið. ----x---- í Goodyear ZeppelinskáLanum í Akron í Ohio kemur stundum rign- ing — inni í húsinu. Það er nefni- lega svo stórt, 15 miljón rúmmetr- ar, að við snöggar liitabreytingar Þjettist gufan i loftinu og myndar þoku, sem fellur niður sem rigning. Það má taka fram að þalcið er alr veg vatnshelt. ----x—— í ensku blaði stendur svolátandi klausa: Elsti ferfætti þjónninn í heimi, að minsta kosti meðal hús- dýranna, er sennilega íslenski hest- urinn Pat, sem er fertugur, orðinn dálítið fótstirður að vísu, en ann- ars við bestu heilsu. Enskur bóndi í West Wittering á klárinn og stjan- ar við hann eins og gamlan föður sinn. ----x---- Hundrað og fimtíu ára gömul klukka, sem staðið hafði í mörg ár, fór alt í einu að slá i sama bili og eigandi hennar, sem var 72 ára gaf upp öndina. Sló klukkan 72 högg og hætti síðan og hefir ekki tekist að fá hana til að slá aftur. ----x---- Þýska skáldið Ilans von Thummel mælti svo fyrir, að gera skyldi sjer gröf í eikarstofni einum. Var þetta gert, eikin holuð og líkið sett í hana. Hefir eikin blómgvast á hverju ári síðan og gerir enn. Þessi merki- legi grafreitur er í Landgut Stoplen- itz. Orðið „yard“ er gamaLt engilsax- neskt heiti, sem kemur fyrir i ensku frá elstu tímum. En Hinrik I. Beu- clere gerði yardinn að lengdarmáli og ákvað lengdina. Var hún ákveð- in jöfn fjarlægðinni frá nefbroddi konungs og að nögl þuma’lfingurs á útrjettri hönd hans. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.