Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Side 4

Fálkinn - 06.06.1931, Side 4
4 F Á L K I N N Mjólkurbúið á Korpúlfsstöðum Fyrir rúmu ári birti „Fálk- inn“ nokkrar myndir af bygg- ingunni miklu á Korpúlsstöðum, sem þá var fullgerð. Var þar sagt nokkuð frá stærsta býlinu, sem risið hefir á íslandi fyr og siðar, húsinu mikla, sem rúmar undir sama þaki 160 kýr á bás- um, haughús, nær 3000 rúm- metra, heybirgðir nægar handa öllum kúafjöldanum, ibúðir handa mörgu fólki og loks eitt enn, sem sjerstaklega verður vikið að hjer. Fyrir einu ári var verið að byrja að koma fyrir vjelum og áhöldum í mjólkurbúið á Korp- úlfsstöðum. Þvi er fyrir löngu Iokið, en í nærfelt fimm mán- uði hefir Korpúlfstaðabóndinn verið að gera tilraunir og afla sjer reynslu um, hvað að gagni megi koma við notkun þessara vjela. Einhverjum mundi nú hafa farið svo, að hann hefði byrjað að láta búið starfa undir eins og allar vjelar voru tilbún- ar, en Thor Jensen er maður sjervitur í orðsins bestu merk- ingu og þessvegna vill hann tryggja sjer vissuna um, að alt verði þannig, að ekki sje hægt að finna að því, eftir að byrjað er. Nú fyrst er Korpúlfsstaða- injólkin að koma á markaðinn i flöskum, bæði gerilsneydd ný- injólk og barnamjólk. Það eru ekki nema stórbænd- ur, sem geta sjeð sjer fært að liafa mjólkurbú með fullkomn- um áhöldum, aðeins fyrir sig. En Korpúlfsstaðabúið er stórt og i nágrenninu er annað bú sama bóndans, á Lágafelli. Eins og sakir standa vinnur mjólkur- búið eingöngu fyrir þessi tvö bú, en á þeim eru samtals um 250 kýr mjólkandi. Mjólkurbúið liefir þó verið gert svo við vöxt, að það mundi geta tekið við mjólk úr helmingi fleiri kúm eða meira. Skal nú þessu mjólkurbúi lýst nokkuð, með því að fullyrða má, að langt líði þangað til nokkurt mjólkurbú á landinu geti stað- ið því jafnfætis, hvað snertir vöruvöndun. Þvi að eigi aðeins eru vjelar allar þær fullkomn- ustu, sem völ er á í heiminum, heldur kemur það líka til greina að kýrnar, sem leggja til mjólk- ina eru allar svo að segja á sama bænum og undir eftirliti sama húsbóndans. Korpúlfsstaðabúið stendur að þessu leyti betur að vigi, en þau mjólkurbú, sem fá mjólk sína víðsvegar að, sína löggina úr hverri áttinni. Þegar komð er inn í mjólk- urskálann blasa við ógrynnin öll af allskonar vjelum, sem eng inn grynnir i, nema hann sje sjerfróður eða að einhver kunn- ugur maður sje við hendina til að skýra frá. Gefur myndin efst á næstu síðu nokkra hugmynd um þetta. Svo að byrjað sje til liægri handar sjest fyrst mjólk- urvogin, en að henni koma brús- arnir beint úr fjósinu inn um lílið op á veggnum. Er vogin þannig, að liægt er að renna mjólkinni úr henni i tvö mis- munandi hólf, og er þarna á voginn tekin sjer mjólkin, sem seld er handa börnum og verð- ur á flöskum, sem merktar eru nafninu Barnamjólk i glerið sjálft. Barnamjólkin er valin með tilliti til kúnna, og aðeins þær kýr, sem mjólkursælastar eru og með fullnægandi filu- magni, og jafnframt svo hraust- ar, að við skoðun finnist engin veila á þeim, koma til greina. Eru kýr þessar undir stöðugu eftirliti sjerfræðings. Og fitu- magn barnamjólkurinnar verð- ur aldrei minna en 3*4% eða 0.35% meira en lögskipað er um nýmjólk. Barnamjólkin er ekki eymd eins og venjuleg gerilsneydd mjólk heldur látin renna gegnum hreinsisíjur, svo að öll óhreinindi nemist burt. En annars er áhersla lögð á, að aldrei komist óhrein- indi í mjólkina. Eftir síjunina er hún kæld niður í 3 stig. Hin mjólkin rennur i velgjara (For- varmer) og hitnar þar upp í 36 stig en þaðan rennur hún í hreinsivinduna. Er það skil- vinda, sem nota má eftir vild til þess að hreinsa mjólkina eða skilja hana, og getur hún hreins- að eða skilið um 1000 lítra á klukkustund. Þaðan fer svo mjólkin um kæliáhald, sem er að því leyti frábrugðið venjuleg- um áhöldum þessarar tegundar, að mjólkin er innilukt í því, og er því fyrirbygt að mjólkin geti tekið i sig ryk eða sóttkveikjur úr loftinu. En annars er loftrás- in í góðu lagi, því að sjerstök snælda sjer fyrir því að gjör- skifta um loft í skálanum á svip- stundu, livenær sem þörf gerist. Þegar mjólkin kemur úr kæl- ingunni er hún sett i kældan klefa og geymist þar þangað til hvm er send á markaðinn. Sið- asti áfangi mjólkurinnar er sá, að henni er rent í flöskur með sjerstakri vjel, sem er sjálfvirk og býsna hraðvirk. Fer þetta fram í sjerstökum klefa, töppun- arhúsinu, þar sem bæði barna- mjólk og gerilsneydd nýmjólk er látin á flöskurnar og málmloki smelt yfir. Hefir þessi útbúnaður þann kost fram yfir pappalokin, að stútröndin helst jafnan hrein og getur þvi ekki komið til mála, að óhreinindi komi að mjólkrjni þegar helt er úr flöskunni. Nú skal vikið aftur að upp- hafinu, og horfið frá Barpa- mjólkinni, sem hjer hefir verið drepið nokkuð ítarlega á vegja þess, að þessi framleiðsla er gl- gjörlega ný hjer á landi. Er þá næst að lýsa gerilsneyðingunni. Frá voginni, sem áður var minst á, er mjólk sú, sem gerilsneyða skal látin renna gegnum ýms hreinsunaráhöld og loks i eim- kistuna, en lokið á henni sjest t. v. á stærstu myndinni. Þar hitnar mjólkin upp i 63 stig og lekur hálftíma að gerilsneyða. Kistunni er skift í fjóra liluta, sem fyllast og tæmast sjálfkrafa þannig að þegar gerilsneydd er mjólkin i einu hólfinu þá tæm- ist liún úr og ný kemur í stað- inn. Með þessu áhaldi er hsegt að gerilsneyða lOOOlítraafmjólk á klukkustund. Þá tekur við kælingin, í hinu lokaða kæliá- lialdi, sem getið var um að fram- an og siðan leggur þessi mjólk leið sína í kæliklefann, eins og barnamjólkin og þaðan í töpp- unarskálann. En eigi er þar með upptalið, Þarna stendur t. d. inni lítil vjel en furðuleg, sem hefir það hlut- verk að sprengja fitukornin í rjómanum. Rjómi, sem hefir Úr þvottaskálanum. Skolunarvjelin (t. h.) og brúsaþvottavjelin á miöri myndinni. Eimpotturinn, sem gertldrepni rjóminn er soöinn í. Fyrir framan dyrnar á miöri myndinni sjest tappavjelin fyrir rjómaföskur, en til hægri hin sjálf- virka mjólkurtöppunarvjel.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.