Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Side 5

Fálkinn - 06.06.1931, Side 5
F Á L K I N N 5 Úr mjólkurskálanum: Til vinstri sjást m. a. frystivjélarnar og lokaða kælivjelin en t. h. gerilnseyðingarvjelin og bak við hana hreinsivindan, opinn kælir og hreinsivjelar, en vogin á upphœkkkuðum palli yst t. h. fariö gegnum þessa vjel hefir enga tilhneiging til þess að senda það feitasta úr sjer upp ó yfirborðið, lieldur er hann jafn- þykkur efst og neðst í flöskunni. Er þessi vjel notuð fyrir rjóma þann, sem soðinn er á flöskur og' seldur í verslanir sem kaffi- rjómi og gerildrepinn (sterilis- eraður). Rjóminn er látinn á flöskurnar í töppunarskálanum en síðan eru flöskurnar hitaðar í eimkatli upp í 140 stig, svo að enginn gerill kemst lífs af. Er hægt að geyma rjóma þennan von úr viti, marga mánuði eða 15 talsins og þurfa nákvæma hirðingu, en við mjaltirnar sjálf ar getur einn maður annað 4—5 vjelum. Við kýrnar sem barna- mjólkin er tekin úr er þó notuð gamla aðferðin, handmjólkun. Til forstöðu mjólkurbúsins hefir Thor Jensen ráðið útlend- an mann, sem er kandidat í mjólkurfræði, en til þeirrastarfa verða menn fyrst að hafa margra ára nám og starfsemi á mjólkurbúi og síðan að nema sjerstaklega gerlafræði og ann- að, sem að fullkominni þekk- ingu á mjólkurvinslu lýtur. Er legum samlagsbúum eru að jafnaði um fjórar miljónir. Korpúlfsstaðabóndinn gerir sjer far um, að rýra þennan ósýni- lega her eftir föngum og hefir von um, að takast megi að lækka gerlafjöldann í mjólkinni sinni um helming eða jafnvel meira frá því sem gerist í venju- legri fyrsta flokks nýmjólk. Og þeir sem hafa sjeð mjólk- urbúið á Korpúlfsstöðum efast ekki um að honum takist það. Þvi þarna hefir ekkert verið til sparað, heldur er alt miðað við að gera lilutina „fullkomnari en Úr fjósinu á Korpólfsstöðum. Þarna sjást ekki flórlæri. Strokkurinn og skyrsíurnar í mjólkurskálanum. jafnvel ár. Þá eru þarna strokk- unaráhöld og skyrgerðar og tæki til að gera með ísrjóma. í sjerstökum klefa er útbún- aður til þvotta á flöskum öllum og brúsum, sjerstakur eimketill til að taka á móti hrúsunum og skila þeim aftur lausum við alla gerla og þvottavjel og skolunar fyrir flöskurnar. Eru vjelar þess ar mikið til sjálfvirkar, svo að sá eini maður sem starfar þarna inni er jafnan margra manna maki. Þá er sjerstakur þvottaklefi fyrir mjaltavjelarnar. Þær eru þessi sjergrein svo til ný, í hinu mikla fyrirmyndarlandi mjólk- uriðnaðarins, Danmörku, og hefir Orla Jensen prófessor þessa sjerfræðikenslu á hendi. Mjólk- urfræðingurinn hefir til umráða sjerstaka rannsóknastofu, þar sem hann rannsakar daglega alt ástand mjólkurinnar og herjar á sóttkveikjurnar. Og þar er alls ekki við lítinn andstæðing að eiga þvi að venjulega er um liálf miljón af gerlum í hverjum ten- ingssentrimetra af góðri fyrsta flokks mjólk, en í mjólk sem látin er i fjórða flokk á venju- það fullkomnasta". Fyrirtæki það, sem hjer er um að ræða er svo merkilegt, að þegar aldir líða munu menn áreiðanlega minnast þessa þáttar í hinu mikla og góða starfi mesta land- námsmannsins á íslandi. ÚRELT LÖG. ÞingmaSur einn í ------------- neðri málstofunni ensku vakti nýlega athygli á því í i ræðu, að lög um seiö og galdra, sem sett voru á timum Jacobs fyrsta, væri enn í gildi, og að samkvæmt þessum lögum og öðrum líkum frá dögum Georgs þriðja, mætti setja menn i gapastokk fyrir t. d. aS hafa afskifti af sálnarannsóknum. Ljet þingmaSurinn þess getiS, aS ýmsir spiritistar drægi sig í hlje af ótta viS þessi lög. Þeir tækju aS vísu þátt í miðilsfundum með fullum á- huga, en hliðruSu sjer viS, að segja opinberlega frá reynslu sinni, lag- anna vegna. Þessvegna væri rjett að nema þau úr gildi. Vel gæti það hugs- ast, að þröngsýnir menn sem færu með dómsvald, notuðu þessi úreltu lög til þess að ná sjer niðri á mönn- um, og á þann hátt gæti hneyksli orð- ið að. Samkvæmt lögunum væri menn, eins og t. d. Sir Arthur Conan Doyle og vísindamaðurinn Sir Oliver Lodge margsekir fyrir afskifti sín af sálar- rannsóknum, og enginn gæti vitaö, hvenær einhverjum dómaranum gæti dottið í hug, að nota lagabókstafinn Mjólkurfræðingurinn við starf á rannsóknarstofunni. gegn frægum og viðurkendum vís- indamönnum. Og ef farið væri að beita lögunum, mundu margir enskir þingmenn ekki sleppa við refsingu, því að fjöldinn allur af þeim, mundi oft hafa verið viðstaddir á miðils- fundum. Neðri málstofan ákvað í einu hljóði að koma fram með frumvarp um af- nám gömlu laganna. ER FEGURÐIN Kvenlæknir í Paris KVENLÆKNUM var á leið til sjúk- MIKILS VIRÐI? lings í bifreið sinni ----------------og rakst á aðra bif- reið og særðist mikið í andliti. Vá- tryggingarfjelagið borgaði sjúkraliús- reikninginn orðalaust, en þegar kvenlæknirinn, sem var ung og fríð, heimtaði 20.000 franka í bætur fyrir lýti, sem hún hafði fengið á andlit- ið, neitaði fjelagið og nú er hún kom- in i mál við það. Hún heldur því fram, að konu i hennar stöðu sje fríðleikurinn ekki síður ómissandi en leikkonu. Ljót leikkona nær ekki valdi á fólkinu og kvenlæknir, sem ekki er lagleg, fær ekki sjúklinga. Fjelagið svarar því til, að leikkonunni sje fegurðin nauð- synleg, því aS sum hlutverk krefjisl andlitsfegurðar, en læknirinn geti al- veg eins vel rannsakað sjúkdóma og gert læknisaðgerðir, þó hann sje ljót- ur. — Dómurinn var ekki fallinn þegar siðast frjettist, en Parísarbú- ar eru vitanlega á konunnar bandi og telja víst og sjálfsagt, að liún fái þessa 20.000 franka fyrir örið, sem hún fjekk á kinnina. í Buffalo i Bandarikjunum varð mikil snjókoma snemma í apríl og notuðu börnin tækifærið til að fara í snjókast. En kapp liljóp í báða flokk- ana og fullorðna fólkið skarst í leik- inn. En þvi nægðu ekki snjóboltar heldur var nú gripið til hnifanna og loks var farið að nota skammbyssur. Orustulokin urðu þau, að einn full- orðinn karlmaður úr hvorri fjöl- skyldu, þeirra er við áttust, beið bana, en þrent særðist hættulega. ----------------x--- ItlSS Engin ferðalög án K í K I S. SkoðiÖ og kaupiS þá á Laugaveg 2. „TVÍBURA“- ferðamannahnifar ó- misandi. — Fást á Laugaveg 2. Munið ennfremur: Tjöld, útilegu- áhöld, kompásar, skátavörur. BRUUN, Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.