Fálkinn - 06.06.1931, Page 6
o F Á L K I N N
Snnnudasshugleiðlng.
Sælir eru hjartahreinir,
því þeir munu Guð sjá.
(Matt. 5, 8).
Þegar vjer virðum fyrir oss
sæluboðanir fjallræðunnar sjá-
um vjer að ekki ein einasta
þeirra stefnir að jarðneskum
gæðum, og má af þvi draga þá
ályktun að Jesús Kristur hafi lit-
ið svo á að mennirnir gætu verið
sælir þó þeir færu á mis við þau
gæði, er þeir samt sem áður gera
sjer svo mikið far um að hreppa.
— Það væri mikils vert fyrir
æskumanninn, sem er að leggja
út á áfanga starfsáranna, með
fjöldann allan af áformum til
nytsemdarverka, sjálfum sjer og
öðrum til hagsmuna — það væri
vert fyrir hann að liugsa eftir
því, að svo gott sem þetta er, þá
er það þó ekki eitt af því, sem
Jesús telur liann sælan fyrir.
Einkenni þeirrar sælu, sem Jesús
hoðar er það að hún hefir gildi
ekki einungis fyrir þetta líf, og
ekki einungis fyrir annað líf,
heldur alla vora æfi, bæði nú
og síðar. Svo er þá lika um hið
lireina hjarta, að það er liin dýr-
mætasta eign, þvi þaðan á alt
liferni vort með orðum og at-
höfnum rót sína að rekja; því
mættum vjer líka allir biðja
með sálmaskáldi gamla testa-
mentisins: „Skapa i mjer hreint
lijarta, ó guð“. Það vantar nú
ekki að vjer sjeum mintir á
þörfina á þessari endursköpun
hjartans, það vantar ekki að
menn kvarti um ólireinlyndi og
undirferli, það vantar heldur
ekki að menn þykist sýna hrein-
leik síns eigin hjarta með því
að álasa öðrum fyrir yfirsjónir
þeirra, en fyllast reiði ef þeim
eru gerð sömu skil; það þykir
hjer mörgum sælla að gefa en
þiggja. Það er ekki nema gott
að þú, kristinn maður, hver sem
þú ert, viljir stuðla að því að
lireinsa hjörtu annara, en þá
skyldirðu fyrst hreinsa til í þinu
eigin hjarta, annars geturðu
naumast árætt að skifta þjer af
öðrum og árangur þeirra af-
skifta í mesta máta tvísýnn. —
Fyrst er að þú megir finna sælu
al' lireinleik þíns eigin lijarta
og síðan að lijálpa öðrum til að
öðlast þessa sælu. En í hverju
er þá fólgin sæla hins hreina
hjarta og livert er liámark henn-
ar? Þeirri spurningu svarar Jes-
ús er liann segir, að hjartahrein-
ir muni guð sjá. Það má nú
segja að vjer sjáum guð ef vjer
með öllum innileik sem oss er
gefinn hugsum um liann, elsk-
um hann og treystum lionum og
þessi sjón þarf ekki að bíða ei-
lífðarinnar. En fullkomnun
sinni mun þetta fyrirheit ná,
þegar þangað er komið þar sem
engin synd nje afleiðing syndar
nær framar að gera oss dimt
fyrir augum.
Um víða veröld.
.----X---
SKEMTILEGIIt Þessir tveir ljóns-
LJÓNSUNGAR. ungar hafa verið
------------ sýndir á mörgum
fjölleikahúsum í Englandi í vetur og
vakið mikla athygli fyrir það, hve
vel þeir eru vandir. Kunna þeir alls-
konar listir, og eru mjög lagnir á
að láta fólk hlægja að sjer.
Giftnr án þess að vita
nm það.
Ungur maður nokkur af heldra
fólki í Madrid fór ekki alls fyrir
löngu til bæjarfógeta til þess að fá
leyfisbrjef, svo að liann gæti gift sig.
Fulltrúi sló upp i bókum sínum, leit
á vottorð þau, sem hann var með,
liorfði mjög alvarlega á hinn unga
mann, hristi síðan höfuðið og sagði
mjög stranglega:
— Ungi maður, jeg geri ráð fyrir
því að þjer vitið sjálfur að við getum
ekki orðið við þeirri ósk yðar að láta
yður hafa leyfisbrjef?
— Því þá ekki? spurði ungi mað-
urinn undrandi.
— Af því að þjer eruð giftur.
Hjerna sjáið þjer það svart á hvítu,
þjer giftuð yður í fyrra um þelta
leyti senoritu X.
•— Ef þetta á að vera gaman, þá
verð jeg að segja að mjer finst það
nokkuð grátt, svaraði ungi maðurinn
reiður. Jeg hjelt að hægt væri að fá
mál sín útkljáð með alvöru og kur-
teisi á opinberum skrifstofum.
— Einmitt, svaraði, fulltrúinn. Eða
eruð þjer að liugsa um að gera yð-
ur sekan í tvíkvæni? Ef svo er, mun
eg kæra yður strax.
Og það gerði hann. Ungi maðurinn
var kallaður fyrir rjettinn. Hann gat
fært fullgild rök fyrir því að hann
þekti ekki senoritu X, og að hann
hefði aldrei gengið í löglegt hjóna-
band hvorki með henni eða nokkurri
annari konu. Vitni þau, sem leidd
voru báru hið sama, og var hann
sýknaður.
En sögunni var ekki með öllu lokið.
Tengdafaðir hans tilvonandi rjeði
honum frá að koma í hús sitt framar.
Hann væri skráður, sem giftur mað-
ur af yfirvöldunum og það yrði ekki
af því að hann fengi dóttur sína fyr
en búið væri að rannsaka hvernig á
þessu stæði.
Ungi maðurinn sendi nú áskorun
til „óþekts manns“ sem stolið hefði
nafni hans. Og að nokkrum dögum
liðnum fannst sökudólgurinn. Það
var senor N., vinur unga mannsins.
N. hafði verið giftur i mörg ár, en
ekki tekið það neitt liátíðlega. Þvert
á móti. Hann ljet aldrei neina unga
slúlku vita að hann væri giftur. Fyr-
ir eitthvað tveimur árum siðan hafði
hann kynst senoritu X. Þau urðu mjög
ástfangin hvort af öðru og sóru hvert
öðru ævarandi trygðir og varð það
ekki án nokkurra afleiðinga. Reyndi
hann að draga brúðkaupið viku eftir
viku, en þá tók faðir meyjarinnar
til sinna ráða og hótaði honmn að
kæra liann fyrir yfirvöldunumef hann
ekki þegar i stað kvongaðist dóttur
sinni. Senor N. reikaði í örvæntingu
sinni fram og aftur um götur Mad-
ridar án þess að vita sitt rjúkandi
ráð. Loksins datt honum það snjall-
ræði i hug að stela vottorðum vinar
síns og nafni og gekk að þvi búnu
að eiga senoritu X.
N. liefir nú verið tekinn fastur en
vinurinn, sem hann ljek svona grátt,
hefir aftur fengið að koma til unn-
ustu sinnar og búa þau sig nú sem
óðast undir brúðkaupið.
ÓHEILLARÍK í vetur bar það
AFBRÝÐISSEMI. við í gistihúsi í
---------------- St. Moritz, að
kunnur svissneskur rithöfundur,
Kuno Hofer að nafni, fanst dauður
í herbergi sinu og hafði verið skotið
á hann fjórum skotum. Frú ein, sem
Emmy Boulter heitir, sat yfir líkinu,
með skotsár á hökunni. Var þegar
farið með hana á sjúkrahús, en hún
var svo örmagna, að ekki var hægt
að yfirheyra hana.
Frú Boulter er ekkja eftir Reginald
Boulter, sem eitt sinn var forstjóri
Savoy gistihússins fræga í London.
Kom það upp úr kafinu, að hún liafði
ung átt heima í París og komist þar
í vinfengi við Hofer. En liann giftist
seinna ungversku greifaynjunni
Flora Dessewffy og lifðu þau mörg ár
HERBEMTSPMENT
BANKASTRÆTI 3 REYKJAVÍK SÍMI 635
PRENTSTOFA
OG HEFTISTOFA
HÖFUM ALLSKONAR SKRIF- PRENT- OO LÍM-PAPPÍR, KARTON, NAFN-
SPJÖLD (HANDGERÐ OG VENJULEG) Í MISM. STÆRÐUM OG GERÐUM.
í farsælu hjónabandi. Hofer og frú
Boulter höfðu ekki sjest nje skrifast
á síðan á æskuárunimi í París, þang-
að til þau hittust af tilviljun i St.
Moritz. Þangað kom hún árlega og
sópaði mikið að lienni, því að hún er
ung, rík og falleg. Hafði hún tekið
þátt i öllum mannfagnaði þar og not-
ið lífsins í ríkuin mæli, þangað tii
hún hitti Hofer, sem kom þangað með
konu sína og börn.
Þegar frú Boulter jafnaði sig aftur
var liún yfirheyrð og játaði þá, að
hafa drepið Hofer, út af afbrýðis-
semi. Hafði hún ætlað að stytta sjer
aldur á eftir, en það mistókst. Nú
bíður hún dóms fyrir afbrot sitt.
Jack Diamond, sem oft er nefndur
í sömu andránni sem glæpamannafor-
inginn A1 Capone, var nýlega særður
svo hættulega með byssuskotum, að
honum er ekki hugað lif. Nokkrum
vikum áður var hann kominn á fæt-
ur eftir annað banatilræði. Hugðu
menn að það væru bófar i andstæð-
ingaflokki hans, sem valdir væri
þessa, en nú er sagt, að tilræðið hafi
verið framkvæmt af bændum, sem
áttu heima í sveit sinni skamt frá
New York, en þar í sömu sveit átti
Diamond víggirtan bústað. Jafnan
þegar Diamond dvaldi þarna varð
svo róstusamt í nágrenninu, að bænd-
ur óttuðust um.líf sitt. Og segir sagan,
að þeir hafi framið tilræðið til þess
að losna við hann úr bygðarlaginu.
-----0—0---
Nýlega hefir rithöfundurinn John
Knox gefið út bók, sem nú er aðal-
umtalsefni Ameríkumanna og heitir
„Misskilningurinn mikli“. Er hún um
Hoover forseta og lýsir honum sem
slyngum og 'ófyrirleitnum kaupsýslu-
manni, sem stundum, einkum árin
sem hann dvaldi í Kína, hafi gengið
lengra en viðskiftalegt velsæmi leyfði,
þó að liann liinsvegar liafi ekki orðið
brotlegur við lög. Ennfremur segir
höfundur frá málarekstri, sem Hoov-
er átti i London 1905, og sem þykir
miður fallegur frásagnar. Fullyrðir
höfundur, að Bandaríkjamenn þekki
ekki hinn rjetta Herbert Hoover og
segir, að skrum og auglýsingar
leigðra agenta hans hefðu ekki vilt
þjóðinni sýn, mundi hann aldrei hafa
verið kjörinn forseti Bandríkjanna.
Blöðin geta flest ítarlega um bókina
og sum þeirra taka í strenginn með
höfundinum.
----x-----
Þegnr kafbáturinn „Nautilus", sem
á að fara með Wilkins undir norður-
liafsísinn var í reynsluför á Hudsons-
fljótinu fyrir nokkru, lá við að hon-
um hlektist á. Báturinn var á tíu
metra dýpi, er leki kom að honum
um sjónpipuna og gat hann ekki lyft
sjer. Kafbátsforinginn ljet þá kasta
út allri auka-kjölfestunni, en það
dugði ekki að heldur. Þegar loks tókst
að lyfta bátnum stóð öll skipshöfnin
í vatni upp í bringu í klefum sínum.
Þetta atvik hefir orðið til þess að
veikja trú manna á leiðangrinum.
----x—*—