Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Síða 11

Fálkinn - 06.06.1931, Síða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Fuglarnir byggja hreiður. Ef viö athugum hreiður fuglanna, sjáum við að lag það, sem hinir vængjuðu byggingameistarar velja heimilum sinum og efnið, sem þeir gera þau úr er af ýmsri gerð alveg eins og hjá mönnum. Meðal fuglanna eins og manna á meðal er fengist við að byggja úr timbri, tágum og leir eða mold og þar eru jafnvel til bæði múrarar og námugrafarar. Málmiðn- aður þekkist ekki hjá fuglunum. Flórgoðahreiöur. fer aldrei af eggjunum meðan hún er að unga þeim út og karlfuglinn her matinn til hennar á meðan. Topphænan vandar lireiðrið sitt mjög mikið áður en hún fer að verpa og þarf hún því ekki að liggja á. Hreiðrið gerir fuglinn úr grasi, sem hann safnar í dyngju, og eru dyngj- ur þessar stundum á stærð við sátu. Hann tinir grasið með tánum og flyt- ur það svo í hreiðrið á þann liátt, að hann ber það í öðrum fætinum og hoppar á hinum. Þegar sátan er búin eftir mikið erfiði, verpir kvendýrið eggjunum þar, og er þá skyldustarfi hennar lokið. Síðan skiftir hún sjer ekki framar af eggjunum eða ungun- um. Hún veit sem sje, að hitinn sem kemur i vott grasið er nægilegur til þess að unga út fyrir hana eggjunum. Litlu ungarnir búast svo sem held- ur ekki við neinni umönnun af hálfu foreldra sinna. Strax og þeir koma úr egginu sópa þeir grasinu burtu, og fljúga út í víða veröld, við því húnir að verða einir að taka upp baráttuna fyrir tilverunni. Þjer finst nú ef til vill lítið til flórgoðans koma, en jeg skal segja þjer, að það er reglulega duglegur sundfugl. Hann byggir sjer hreiður i starar- flóðinu. Þú sjerð hreiðrið hans stund- um á sveimi á smátjörnum. Ef að kvenfuglinn er hræddur um að fá ekki að vera i friði með eggin sín, stingur hún öðrum fætinum niður í vatnið og rær svo af stað með hreiðr- ið á annan stað i tjörninni, þar sem hún heldur að hún hafi meira næði. Hún gætir þess vel að fela hreiðrið innan um störina svo að óvinirnir komi ekki auga á hana og eggin hennar. lsfuglinn býr sjer til hreiður niðri i jörðinni. Isfuglinn á heima við ósa og er hinn mesti veiðimaður. Frakkar kalla hann skritnu nafni, þeir kalla hann sem sje „Martein fiskimann“. Hann sest á grein fyrir ofan yfirborð vatns- ins og horfir niður í það, ef hann sjer fisk á sveimi stingur liann sjer eins hratt og skotið væri af byssu og grípur fiskinn með nefinu. Hann syndir síðan aftur upp á vatnsborðið með vængjunum og flýgur í land með veiði sina og etur hana þar. ísfuglinn er ekki sundfugl og er þessvegna ekki lengur í vatninu en hann endilega má til með. Þegar hann býr sjer til hreiður á vorin, grefur hann löng göng með nefinu, sem er mjög hvast, inn í ár- bakkann. Síðan býr hann sjer til hreiður úr fiskbeinum. Kvenfuglinn Lýðvaldisfuglinn. Skritnustu hreiðrin, sem til eru, eru hreiður lýðveldisfuglsins (republik- anerfuglen). Það eru litlir fuglar, sem lifa i hópum saman. Þeir lima hreiðr- in sín hver við hliðina á öðru, það er engu líkara að sjá þau, en að það væru pípur á orgeli. Það hafa verið talin upp að 300 hreiðrum i slíkum sambýlum. Náttúrufræðingur einn, Iíreiður skraddarafuglsins. tók einu sinni eitt slíkt sambýli heim með sjer og varð að setja það á vagn og átti mjög erfitt með að koma því. Þið getið ráðið af nafninu hvern- ig hreiður þessa fugls muni vera bú- „J?aá getur Þvottar mínir veröa hvítari meó RINSO LKVER BROTHERI LtMITEB PORT SUNLIOHT, ENOLAND. verið jeg sé gamaldags*4 segir húsmóðirin „En jeg er ekki svo heimsk, að jeg snui baki við einhverju góðu, af þvi það er nýtt. Til dæmis Rinso. Gamla aðfer- ðin, að núa og nudda tímum saman og brúka sterk bleikjuefni til að gera þvot- tana hvita, vann verkið helmingi ver en Rinso. Rinso gefur ljómandi sápusudd, nær út öllum óhreinindum og gerir þvottana hvíta. Þeir þurfa enga bleikju og endast pví miklu lengur. Fylgdu með tímanum eins og jeg og þvoðu með Rinso." Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura ISIORPVOTTIMH W-R 82-047* ið til. Hann saumar saman langar blöðkur með jurtatægjum, síðan fyll- ir liann pokann, sem hann býr þann- ig til með bómull, og verpir svo eggj- unum í hana. Hann þarf ekki að rugga ungunum sínum því hreiður þetta er svo ljett að það þarf ekki nema svolítinn vindgust til að sveifla því fram og aftur. Ef þú finnur fuglshreiður þá máttu ekki hræða litlu ungana, og sjeu engir ungar í því, þá skaLtu ekki rífa það í hugsunarleysi, þú verður að bera virðingu fyrir vinnu annara — næsta ár verður ef til vill bú- ið í þvi aftur. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ! j iMálninga-i vörur : ; Veggfóður j ! : Landsins stœrsta úrval. : UMÁLARINN«j ■ ■ Reykjarík. Vállriim er viölesnasta blaðið. Idmllill er besta heimilisbiaðið. HYGGINN Drengurinn sem sjest HUNDUR hjer á myndinni er að- ---------- eins 7 ára, og á heima í Freienwald í Þýskalandi. í vetur datt hann ofan í vök og var enginn mað- ur nálægt til þess að bjarga honum. Hefði hann vafalaust druknað, ef liundurinn sem með honum var, hefði ekki lilaupið lil og glefsað i jakkalaf- ið hans og haldið í hann þangað til fólk kom að og bjargaði. Hundur- inn fjeklc vitanlega heiðurspening fyr- ir vikið, en hvort hann er svo liygg- nn að meta þáð nokkurs, skal ó- sagt látið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.