Fálkinn - 15.08.1931, Page 7
F A L K I N N
7
O ••"Ulliii'* o ••"llliii.t o "'lllllii' O •,,|llllll"• o •",lllllll*• O •",llllli",0 •‘"UIIli"' •*,,llllli**' O •,,,llllll"• o •"UIIIiM'* o •,,|llllii"' o •"|llllll•,• O •"•llllii"’ o
o
k
—
w
©
Krukkan.
Smásaga efiir S. WRIGHT.
O
a
Andre'w Case fölnaSi þegar hann
las brjefið, sem lá við diskinn hans.
Hann kis það aftur og aftur, fjórum
sinnum.
— Þú, sein kallar þig nú sir And-
rew Case, ert búinn að lifa nógu
lengi, og ríkur ertu orðinn. Jeg hefi
haft gætur á þjer í tíu ár, án þess
að nokkur hafi orðið var við, og nú
finst mjer meir en tími lil kominn
að þú farir að deyja. Og á morgun
skaltu deyja. Annað kveld þegar
klnkkan þín slær níu. Þú getur gert
alt sem þú vilt til þess að forða þjer,
en þegar þú lest nafnið mitt undir
brjefinu veistu að alt, sem þú gerir
er árangursíaust. Þú skalt ekki kom-
ast undan hefndinni.
Andlit Case varð eins gráhvítt eins
og leirkrukkurnar, sem hann lifði á
og álti að jiakka auð sinn og metorð.
Hann hnje máltvana niður í stól við
borðið. í hugánum leit hann yfh- lið-
in ár.
ilann var nú rúmlega sextugur.
Hann hafði ekki verið neina nokkuð
á þrítugsaldri, þegar það skeði að
hann kom saklausum manni í hend-
ur lögreglunnar. Manninum, sem kall-
aði sig Vit. Það var fyrir glæp, sem
hann sjálfur framdi. Auk jiess hafði
hann narrað konu Vits frá honum.
Og höfðu þau í sameiningu komið
fram með kærur á hendur honum,
sem urðu tit, þess að Vit var hnept-
ur í fangelsi.
Case kófsvitnaði. Hversu oft hafði
hann ekki iðrast þessa glæpsamlega
alhæfi síns. En unnið verk varð ekki
afttir tekið. Kona hans var dáin. Vit
bafði horfið. Þangað til núna. Nú var
tími hefndarinnar kominn, og hann
vissi að hann myndi ekki getað flú-
ið hann. Vil myndi hafa búið sig vel
undir þennan fund í þau þrjátíu ár,
sein enginn liafði til hans frjett.
Hann myndi ekki láta hefndina
ganga úr greipum sjer.
Það var liringt i símann og jjjónn
kom inn.
— Síminn, herra.
— Hvaðan?
— Veit það ekki, sá sem er í sím-
annm vill, ekki láta nafns síns getið.
Case gekk fram í fordyrið og greip
heyrnartólið.
— Halló, jielta er Andrew Case.
Dimm rödd Svaraði:
— Þella er Vit. Annað kviild
klukkan níu — á slaginu.
Meira sagði hann ekki. Case misti
heyrnartólið úr hendi sjer en áttaði
sig brátt, lagði það á aftur og hringdi
á lögreglustöðina.
Case var einn hinna voldugustu
manna i borginni og gat látið gera
svo að segja al.t sem hann vildi. Hon-
um hafði verið hótað dauða, og hót-
arinn hafði meira að segja tiltekið
timann, þegar hann ætlaði að koma.
Annað kvöld klukkan níu.
Gott, jiá skyldu verða sendir tveir
lögreglulijónar, tveir af þeim bestu.
Þeir skyldu verða sendir strax, eft-
ir einn eða tvo klukkutíma. Langbesl
að gæta allrar varúðar. Því aldrei
væri að vita hvað hótunin ætti að
þýðu.
Klukkan sló. Hann taldi slögin ut-
an við sig eins og hann væri undir á-
hrifum einhvers töframagns. Eitt,
tvö, þrjú . . . níu, tíu, ellefu . . . Nei,
jiað var ekki í dag að Vit ætlaði að
koma. Nei, það var ekki fyr en á
morgun. En þá hafði hann lögregl-
una hjá sjer og þeir myndu áreiðan-
lega . . . Ætli þeir myndu nú ann-
ars geta þáö? Þeir þektu ekki Vit.
En hann, já hann þekti liann. Af hon
um inátti búast við öllu. Þeir hjeldu
náttúrlega að hann myndi ryðjast
með skammbyssu i liönd eða kasta
sprengju inn um gluggann. Nei, það
var of einfalt fyrir Vit. Þegar hann
hafði liugsað sjer að hefna, myndi
hann gera það á annan hátt. Á djöf-
ullegan hátt.
Case geklc inn á skrifstofu sína.
Hagræddi skjölum sínum ef . . Hann
Jmrkaði aftur kaldan svitann af enn-
inu. Ogþegar lögregluþjónarnir komu
þeir hjetu Fellows ög Marscliall, sat
hann utan við sig af skelfingu.
Hann sagði þeim sögu sina, en sá
að lögregluþjónarnir tóku henni ó-
sköp rólega. Fellows hjelt því fram
að Vit væri ekki annað en blekking-
armaður og Marschall leit út fyrir að
vera á honum saminála. Tómir vagn-
ar skrölta mest.
Case leit ókyrr á þá. Nei, það voru
ekki tóm orð, Vit var ekki þannig
gerður. Og liann hjelt áfram sögu
siiini. Eftir að Vit hdfði setið sex ár
í fangelsi hafði hann iíklega farið
utan og þaðan var hann eftir öllu að
dæma kominn fyrir svo sem tíu árum
síðan. Hvað hann kallaði sig nú vissi
hann ekki. Ekki vissi hann heldur
hvernig liann leit út. Þegar jietta alt
skeði fyrir rúmum þrjátíu árum,
hafði hann verið gjörfilegur ungur
ínaður, liðlegur, vel vaxinn og kur-
teis i framgöngu. Hann Var mentað-
ur maður — sálfræði hafði verið að-
al námsgrein hans —- en þá' lenli
hann i vondum fjelagsskap (Case
átti við sjálfan sig en sagði það ekki)
Hið eina, sem hann gæti þekt hann
á núna væri kross í hægri lófa, eft-
ir sár, sem hann hafði fengið eitt-
hvert sinn er hann fjekkst við efna-
ransóknir.
Þjónninn truflaði samræðuna.
Hann kom inn ineð böggul í liend-
inni. Sendisveinn hafði komið með
hann. Case ætlaði að fara að opna
liann, en Marschall gekk í milli og
bað að fá sjer hann. Það gæli verið
sprengja. Hann tók varlega um bögg-
ulinn og bar lian fram i eldhúsið.
Eimm minútum seinna kom hann
skelJihlægjandi inn. Það var askja
með blómum. — Það var alt og
suint. Og líklega væru þau ekki eitr-
uð. Hann rjetti Case brjefið.
Case reif ]iað upp og las: Þar eð
það er siður að gefa liinum dauða-
dæmdu gjafir, sendi jeg blóm þessi
hjermeð. Þau eru ekki eitruð — jeg
liata alt þessliáttar — þetla er að-
eins áminning um jiað að endirinn
nálgast. Á morgun, sem sagt klukk-
an niu á minútunni. Vona að þú sjer
viðbúinn. Jeg er það .
Vit.
Ilann ýtti frá sjer öskjunni.
— Þarna sjáið þið. Hann kemur
til að drepa mig, ef ekki . . . ef lög-
in geta ekki komið í veg fyrir það.
Fellows klappaði á öxlina á hon-
um hughreystandi.
— Verið rólegir, herra, við skul-
um sjá um að ekkert slikt komi fyrir.
Jeg hringi á lögregluslöðina og svo
getur einhver leitað uppi blómabúð-
ina. Og svo læt jeg nokkra menn
halda vörð hjerna fyrir utan. Það er
liægt að gera kraftaverk, og komist
hann ekki inn um vegginn, skuluin
við sannarlega sjá um að hann skríði
ekki inn annarsstaðar.
En Case var náfölur.
— Þið þekkið ekki Vit, andvarp-
aði hann.
Það var nálægt miðnætti. Case lá
og bylti sjer i rúminu. Hvernig átti
hann svo sem að gela sofið. Hann
hafði lesið að menn, sem dæmdir
höfðu verið til dauða svæfu fasl nótt-
ina fyrir, en það hlutu að vera for-
hertir djöflar, er gátu slikt. Og hann
var ekki forhertur. Hafði hann þá
ekki iðrast glæps síns nóg í öll þessi
ar, hafði hann ekki gefið stórar fjár-
fúlgur til sjúkra og fátækra að eins
til þes að finna að hann hefði þó
gert eitthvað gott. Hann hafði líka
látið Jeita að Vit. Og á meðan hafði
Vi haft gætur á honum.
Klukkan sló 12. Hann taldi slögin.
Eftir 21 klukkustund átti hann að
deyja, Hann vissi með sjálfum sjer
að hann myndi deyja. Hann fann,
ttð ])að inyndi verða á slaginu klukk-
an níu.
Klukkan tvö kom hann þjótandi
fram lil lögregluþjönanna seni hjeldu
vörð í næsta herbergi.
— Sjáið þið ekki, hrópaði hann.
Sjáið þið þarna er hann aftur glamp-
inn. Sjáið þið. Teljið.
Þeir töldu, það kom Ljósglampi
utan af götunni, merki eins og frá
bifreiðalukt. Þeir töldu, einn, tveir,
þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu.
Glamparnir hættu. Fellows fleygði
sjer í jákkann, til þess að hlaupa út,
en Case stöðvaði liann.
— Farið ekki frá mjer, hrópaði
hann, farið ekki frá mjer.
Þeir sendu einn þjóninn, og liann
kom inn aftur að fimm mínútum liðn-
um. Hann hafði sjeð bifreið aka burt.
Uppi á henni hafði verið komið fyr-
ir ljóskastara. Lögregluþjónar þeir,
sem úti voru höfðu veitt henni eftir-
för.
Cáse tautaði eitthvað fyrir munni
sjer.
Þeir finna hann ekki. Það verð-
ur eins iinnað kvöld. Áður enn við
höfum lnigmynd um verður hann
búinn að myrða mig. Jeg veit hvað
skeður ....
Hann vafraði inn i svefnherberg-
ið.
Fellows og Marschall sátu einir
eftir og skeggræddu. Það var auðsjeð
að þetta fjekk svo mikið á (iase að
hann var að verða vitlaus. Ættu þeir
itð hringja til dr. Fowlers.
rrr Þú veist ]»að að dr. Fowlers
er einmitt sþentur fyrir svona lilut-
um, mælti Marscliall, það er ekki
lengra síðan en i fyrra dag að hann
hringdi niður eftir og bað okkur að
gleyma sjer ekki ef eitthvað óvana-
legt kæmi fyrir. Þetta lilýtur að vera
óvanalegt.
Já, það fanst Fellows líka, ef lil
vill best að gera honum viðvart,
strax i fyrramálið. Það væri afbragð
að hafa hann viðstaddan ef eitthvað
kæmi fyrir með Case. Jeg á við ef
hann tapar sjer. Því þetta með Vit
triii jeg ekki á.
Marschall horfði á skammbyssu
sína.
—■ Ef við skyl.dum sjá hann og ef
hann er eitthvað annað cn vofa þá
skal hann fá það.
Nóttin leið. Með póstinum um
morguninn kom ný tilkynning. Þar
slóð aðeins að í kvöld klukkan níu
skyldi Vit sjá um að Case yrði
komið fyrir kattarnef.
Marschall bölvaði.
Hann er blekkingamaður, það er
hann og ekkert annað. Reynið bara
að vera rólegur lierra, hann er að
leitast við að liafa áhrif á taugar yð-
ar það eru ])ær, sem hann er að
reyna að eyðileggja. Jeg skal strax
fyrir mitt leyti skreppa lil dr. Fowí-
ers, ef þjer hafið ekkert á móti þvi
að við verðum fjórir.
— Þá verðum við l'imm - með Vit.
— Það lýtur þannig út að mjer
skilsl, mæLti dr. Fowler við Marsch-
aíl, að Vit hefir ‘binhverrar gamall-
ar græsku að hefna á Case. Case er
ef til vill þess verður, sem fram við
liann á að koma, mjög líkLegt að svo
sje.
Marschall horfði fast á læknirinn.
— Já, ef til vill er hann það. En á
hinn bóginn hefir Case gert inargt
gott með auð sínum. Hann héfir
marga verkamenn í ])jónuslu sinni
og' að öllum líkindum ganga eignir
hans til bæjarins að honum látnum,
þar eð hann virðist ekki eiga nein
ættmenni. En auk þess er það skylda
okkar að haLda hlífiskildi yfir lion-
um.
Dr. FowLer hneigði sig.
— Já, það er það. Jæja jeg skal, þá
koma. Það er þá líklega best að segja
klukkan hálf niu. Þjer verðið þar
náttúrlega allan daginn.
Klukkan í húsi Case sló sjö. Hilin
dauðadæmdi og verðirnir sátu þar
og biðu. Fyrir utan stóðu lögreglu-
þjónar á verði.
— Tveir tímar eftir tautaði Case,
að eins tveir tímar.
Klukkan sló hálf átta og liálfniu.
Um leið og slagið reið af tilkynnti
þjónninn koinu dr. Fowlers og fylg-
di honúm inn. Marschall kynti hann
fyiri húsbónda. Case leit varla upp
og lók ekki eftir hinu athugula augna
lilliti komumanns.
— Hálftími að eins, hálftími,
tautaði liann.
Andlit hans varð snjóhvítt.
Báðir lögregluþjónarnir sátu þögl-
ir. Hið eina liljóð, sem heyrðist var
tifið í klukkunni. Einhver hreifi
sig.
Tiu mínútur eftir í níu.
Dr. Fowles rauf þögnina. Hann
reis á fætur og gekk fram að arin-
hyllunni, á henni stóð stór krukka.
Hann barði á hana með fingurgóm-
unum.
— Þetta er fallegur hlutur, sagði
hann eins og til þess að segja eitt-
hvað. Þjer hafið sjálfur Látið búg
hana til býst jeg við, herra Andrew.
Sá, sem talað var til hneigði höf-
uðið játandi.
— Krukkan hvíslaði hann, krukk-
an.
— En livað hún er falleg, hjelt dr.
I’owler áfram með rólegri og skærri
rödd.
Marschall starði á hann, eins og
hann vildi reyna að fá hann til að
þegja.
Fimm minútur eftir í níu.
lrelton spenti 'skammbýssuna.
Marschall gerði hið sama.
— Best að vera tiLbúinn, sagði
hann glottandi. Þrjár mínútur, tvær,
ein.
Klukkan bjóst til að slá og eitthvað
skeði. Krasj, krasj . . . Stóra krukk-
an lá á gólfinu mölbrotin.
Case hafði stokkið á fætur, en
fjell niður um leið og krukkan datt
i gólfið. Hann lá hreyfingarlaus,
Fellows beygði sig yfir hann.
— Hann andar ekki, hvíslaði hann,
hánn er ef til vill dauður.
Case lauk upp augunum — í sið-
asta sinn.
— Jeg de'y, vissi jeg það ekki. Það
er ef til vill hjartað . . . .
Hann gerði veika bendingu með
hendinni.
—- Vit er þarna, hvíslaði hann,
hann stendur ... þarna.
Fellows Ieit upp. Hann sá dr.
Fowler liverfa út um dyrnar. í saina
augnabliki reið af skot úr skamm-
byssu Mafshalls og flóttamaðurinn
hneig niður.
— I>að var krukkan sem drap hann,
jeg á við Case sagði Marschall. Jeg
hjelt auga með Fowler allan tímann
og jeg sá að hann ýtti krukkunni
frám af. Um leið og hann ætlaði að
forða sjer skaut jeg á hann. En dr.
Fowler, hamingjan sæla, hver skyldi
hafa trúað iiðru eins. Það hefir ekki
komið til af góðu að liann var svona
ákafur um daginn.
Nokkrum tímum seinna jálaði Vit
öllu á dánarbeði sínu. Eftir að hann
slapp úr fangelsinu luifði hann farið
til Ameriku og haldið þar áfram
námi sinu og tekið doktorsgráðu.
ÖU þesi ár hafði hann nákvæmlega
ráðgert hefndina en hann liafði þó
ekki þorað að láta verða úr henni
fvr en eftir að hanti var kominn heim
Frh. á bls. 11.