Fálkinn


Fálkinn - 29.08.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.08.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Egyþtaland hefir breysl mjög mikið og orðið fyrir vestrænum á- hrifum siðuslu árin. Fyrir nokkrum árum var þung refsing lögð við þvi, að konur væri á almannafæri án þéss að hafa slæðu fgr- ir andlitinu, en nú klæðast egyptskar konur eftir Evróputisku að minsta kosti við hátíðleg tækifæri. Myndin sýnir konu og dótt- ur egyptska forsætisráðherraus, er þær koma frá frihgsetningu. Japanar eru ekki eftirbátar vestrænu þjóðanua í listum og vís- indum. Skólamáil sín hafa þeir lagt mikla alúð við, ekki síst æðri skólana og meðal þeirra greina, setn þeir skara fram úr í, má nefna læknisfræðina. Myndin hjer að ofan er tekin á sjúkra- luisi einu í Japan þar sem verið er að leiðbeina stúdentum. Eins og myndin sýnir eru það ekki síður konur en karlar, sem stunda læknisfræðisnám. Myndin hjer að ofan er af Cecily Aussem, sem nú er orðinn fræg- ur tennisleikari. Vann hún heim smeistaralign í tennis á alheims mótinu í Wimbledon nýlega. Myndin er tekin i lokaléiknum, sem hún háiði við ungfrú Krahwinkel. Spilabankmn í Monte Carlo er sjötugur í ár. Myndin sýnir spila- bankann og hinn undurfagra garð umhverfis. Þangað hafa sum- ir farið ferðir til fjáir. en þó fleiri til ólieilla. Myndin hjer til hægri sýnir nokk- urn hluta af nýrri deild i dýragarð- inum í Kaupmannahöfn. Eru það Ivö stór búr og er annað ætlað ýms- um tegundum norrænna vaðfugla, en hitt hænsnaiegundum allskonar og hitabeltisfuglum. Er leitast við að haga umhverfinu þannig, að [uglarnir lifi við' sem líkusl skil- yrði því, sem þeir eru vanir þegar þeir eru frjálsir. í baksýu á mynd- inni sjást klettar, sem fuglarnir geta notið skjóls undir og í þeim holur og gjólur, þar sem þteir gela falið sig. Um nokkurn hluta þess- ara kletta leikur vatn sem rennur niður í dálitla tjörn en þaðan úI í mosamýri, sem er ætluð vaðfiigl- iinum lil þess að vaða í. fíúrin eru svo há undir loft, að fuglarnir gela flogið ef þeir vilja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.