Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.09.1931, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 |f»@ ; ■■ { ■■': . VvTfM' ••!-■» i 1.' ; <■ ( íU iisíSSJíj.-piSiWSSi ; 111 (; \ ■ vc ■ wj \ i ' Vfl / / u y ( V. X'' V ) ' - ' :.i. . slf kj' • ' ".VV / '»■ U-J y, •,, .... •..’ ir,"''■'- ■ . 'Z1 • 1 " ;V* ‘ / X,'--. < , !-V!)0- /• '&'JZ-'M ..f '.■■>■.■ ■-'■■ ■‘' ■ ■ . . | . i ■ ... •.'r.s .< ' . ■;.■ ■'> - ' ; ■ ’ ' \1' í F vj1."l '"' -■ i : ■■ '■» •. . i ./ •' ■ •• i I ■1'■ '|k |........................... ""tf, íiíiUtí.ia anrjtfay, yi.u.va VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Iijaltested. Aðalskrifstofa: Bankastrœti 3, Reykjavík. Síini 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. F.A.Thiele Bankastr. 4. Þar fást Sjónaukar mjög ódýrir. — Leslr- argleraugu, tneð ókeypis málun. Sólskygni, Sólgleraugu o. fl. Skraddaraþankar. Einu sinni á árnnum hafði verið háð grimm barátta um það í bæjar- stjórninni i Reykjavík, hvort þörf væri á að hafa Bankastræti, sem þá hjet Bakarastígur, svo breitt, að tvær kerrur gæti mæst þar. Höfðu ýmsir gegnir borgarar beitt sjer mjög skarplega gegn ]>ví, að vera að gera götuna breiðari en svo, að húnværi akfær einni kerru, ]>ví að ]>að kæmi aldrei lil mála, að ivær kerrur þyrftu að mætast á Bakarastígnum. — Það er langt siðan þetta var. Löngii síðar var gerð ný gata neð- an frá Læk og aústur yfir Arnarhóls- lún og nefnd Hverfisgata, af því að hún átti að verða lífæð Skuggahverf- isins. Þá deildi enginn um breidd- ina. Það var sjálfsagt, að vagnar gæti mæst á henni. - En nú fyrir nokkr- um árum, þegar malbika skyldi göt- una og setja með henni gangstjettar, var hún orðin of mjó! Var þá tekið ]>að ráð að breikka götuna suður á við, þar sem það var hægt fyrir húsum og þessvegna er suðurgang- stjettin nú hlykkjótt eins og laufa- skurður. Það er hægt að vera vitur eftir á. Nútímamaðurinn skellihlær að deil- unni iun Bakarastíginn, en máske gerir hann sjálfur tillögur í dag, sem að fjörutiu árum liðnum þykja álíka viturlegar og mannanna, sem ]>ótti óþárfi að hafa Bakarastíginn breið- an. Þvi að það er miklu erfiðara að vera framsýnn, en að vera vitur eft- ir á. Einu sinni var mikið deilt um höfn- ina í Reykjavík. Varkárum mönnum þótli óvit að ráðast í það fyrirtæki, því að liöfnin mundi sliga bæinn. Híin mundi verða svo dýr. Og hafnargjöldin niundu hljóta að verða svo há, að hver einasti poki og kassi, sem kæmi frá útlöndum og ætti að fara út á land, yrði sendur þangað beint. Höfnin var bygð og afleiðing- in varð sú, að mikill hluti utanrík- isverslunarinnar frá höfnum úti á Jandi gengur um höfnina í Reykja- \ ik. Höfnin varð of lítil og v.a'r stækk- uð aftur og aflur og aftur. Hún er of lílil enn. Ilafnarsjóður er ríkasti sjóður bæjarfjelagsins. Og án hafn- arinnar væri útgerðin lilt möguleg í Reykjavík. Vatnsveilan varð of litil, skolp- ræsin of þröng, rafveilan of litil. Það er enginn vandi að sníða stakk eftir vexti á krakka, því að menn hafa reynslu fyrir því, hvað krakk- arnir vaxa ört, svona hjer um bil. En það er vandi, að sniða stakk vax- andi horg, ]>ví að enginn veit hve <>rt lnin muni vaxa. Smástakksmenn- irnir liafa ]>á afsökun. Hundruð þúsunda drukna í Kína. lönd jafnstór íslandi gæfu henni alt afrensli sitt til sjávar. Hvert einasta sumar kemur vöxtur í ána, og það er alls ekki sjáldgæft að þessir vatna- vextir geri tjón. En í þetta skifti hefir farið fram úr veiiju og vext- irnir hafa orðið geigvænlegir. Upp- skera hefir orðið að engu í öllurn Jangtsekiangdalnum. Og símskeylin segja, að hálægt 4 miljón hús hafi gereyðilagst og 23 miljónir manna hafi orðið húsnæðislausar. Á landakortinu, sem sjest lijer að ofan: t. li. kvísl af ánni, sem liggur um einn hfæinn. Á hinum fnyndunum sjest hvað árflóðið komst hátt. Hinti- megin rnynd af Kina með ánni miklu. í næst siðasta mánuði kom afar mikið flóð í Jahg-tsekingána, sem er stærsta fljótið i Kína, stærri en önn- ur aðaláin i þessu viðlenda ríki, en sem oftasl er nefnd í sömu andránni og heitir Hoangho. Jangtsekiang er um 5300 km. á lengd og vatnssvæði hennar er nálægt 1.Í872.000 ferkíló- metrar, sem svarar til þess, að átján Um víða veröld. ur er að byggja þar stórhýsi. ,Um 3 M> meter niðri i jörðinni fanst kista og i henni tveir rýtingar, fornir mjög og einkar haglega gjörðir og kanna úr tini, sein hjer er sýnd mynd af. Talið er að gripirnir sjen að minsta kosti 700 ára. BRÚÐIR JACKIE COOGANS. .Tackie Coogan, sem Chaplin gerði að heimfrægum kvikmyndaleikara er nú orðinn of stór til að leika barnahlutverkin, sem svo margir kannast við hann af. En hann á hróðir, sem sagt er að muni feta í fótspor hans. Hann heitir Robert <>g sjest hjer á myndinni með Jackie, sem nú er orðinn „stóri bróðir“, BANATILItÆÐI Sir Jolin Hotson SEM MISTÓKST. landstjóri i Bom- ----------------bay sal nýlega á skrifstofu sinni, er ungur indversk- ur stúdent, Gogate að nafni, gerði boð fyrir hann. Undir eins og hann var kominn inn á skrifstofuna skaut hann á sir John og hitti kúlan í hjartastað en landstjóranum varð það til lífs, að kúlan geigaði á málm- spennu, sem var utan um vasabókina hans. Gogate skaut á ný, en nú fór kúlan upp í loftið þvi að aðstoðar- maður landstjórans, Peto höfuðsmað- ur sló á úlfnlið tilræðismannsins um leið og skotið var að riða af. Kom nú alt skrifstofufólkið þjótandi og handsamaði stúdentinn. Sá eini sem ekki æðraðisl var sir John. Þetta var heimskulega gjört drengur minn, hversvegna gerðir þú það? spurði hann áður en eimurinn var rokinn af byssukjaftinum. Þegar leitað var á Gógate fansl önnur skammbyssa til á honum, lika hlaðin. Var nú sent eftir lögreglunni en áður en varði hafði fjöldi ind- verskra stúdenta safnast saman fyrir utan. Konu landstjórans' bar þar að í bifreið í sömu svifum og mölvuðu stúdentariiir alt gler í bifreiðinni. Rest er að angiýsa í Fáikanum ALEINN Á SIGL- Ungur Ameríku- INGU í ÞRJÚ ÁR. maður William ------------------ Robinson, sem enginn hefir hafl spurnir af síðan hann sigldi einn á háti út úr höfn- inni i New London í Connectitut ár- ið 1928, kom í júlílok í sumar til Villefranche i Frakklandi, eftir að hafa siglt aleinn á bát sínum kring- um hnöttinn. Síðasta liálft árið hefir fjölskylda hans verið að senda fyrirspurnir um hann út um allan heim, en þær báru engan árangur, svo að allir töldu hann af þangað til í júníinán- uði að frænka hans í Wiesbaden fjekk brjefspjald frá honum, svo hljóðandi: Kem til Nizza síðast í júlí. Robinson hefir neitað að segja hlöðunum nokkurn hlut frá ferða- lagi sínu og hafa því l>ær sakir ver- ið bornar á liann, að hann hafi alls ekki siglt kringum hnöttinn heldur leynst í einhverjum bæ undir fölsku nafni. FORNLEIFAFUNOUR Nýlega var verið að grafa fyrir húsgrunni við Norrmalmstorg í Stokkhóhni; Kreuger eldspitnakong-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.