Fálkinn - 05.09.1931, Side 13
F Á L K 1 N N
13
KOSNINGABRELLA.
í Sl. Georgekjöi'dæminu i London
lorn frám aukakosningar í vor. Frám-
bjóðandi blaðakonganna Rotber-
mere og Beaverbrook liafði leigt fjöl
marga glugga fyrir auglýsingar og á
húshorniu slóð gríðarstór auglýsing
sem á var lelrað: „Kjósið Petter!“
En áhangendur ihaldsflokksins
voru ekki af baki dottnir. Þeir leigðu
hæðina fyrir ofan og settu þar enn
stærri auglýsingu með orðinu
,,DON’T“. Svo útkoman varð þessi:
„Don’t vote for Petler! — kjósið
ekki Petter!"
Svii nokkur skrifaði nýlegá brjef
manni, sem á heima í Celsiusgötu í
Stokkhólmi. Til þess að reyna dugn-
að póstþjónanna skrifaði hann ekki
Celciusgata heldur „Hitamælisgata“.
Brjefið komst lil skila. Þá itrekaði
maðurinn tilraunina en skrifaði nú
„Fahrenheitsgata“ á brjefið. Það
komst vitanlega ekki til skila, þvi að
þó að bæði Fahrenheit og Celsius
sjeu hitamælar, þá er þó Celsius og
Fahrenheit sitt hvað.
----x-----
Gloria dóttir Caruso söngvara er
nú 11 ára gömul og koin nýlega l’rain
opinberlega í fyrsta skifti, er hún
var fengin til að tala til barna i
Bandarikjunum í útvarp, á „heil-
brigðisdegi barna,, nýlega. Gloria
litla er ekki á flæðiskeri stödd, því
að faðir hennar gerði liana að aðal-
erfingja sínum og fær hún þrjár
miljón krónur árlega í afgjald af
grammófónplötum, sem faðir hennar
liefir sungið á. En Caruso-pliilurnar
hafa aldrei selsl eins vel og siðan
hann dó.
VIM
M V 121-10
IFVER BROTHFRS LIMlTED. PORT SUNUGHT. ENGIANQ
Besta
lægi og hreinunarduftið.
Hafið það ávalt við hendina.
Tin verður eins og silfur og kop-
ar eins og gull. I>að rispar ekki
viðkvæmustu málma.
Notið W I M
á oll eidhúsáhöld. I>að er seli í
dósum og pökkum og fæst al-
slaðar.
Horfna miljónin.
Skáldsaga
eftir
Edgar Wallace.
er. „()g ]>að hendir líka í þessa ált, að liann
fullvissaði mig uni, að hann liefði ált svo
vrfitt með að vakna, en það kæmi annars
aldrei fyrir“.
„Drakk hann nokkuð með ókunnugum í
gærkvöldi ?“ «
„Nei, hann segist aðeins hafa drukkið
kalfiholla óður en hann fór-að liátta, en
hann gat þess, að sjer hefði þótt svo mikið
rémmubragð af kaffinu. Hann var einn i
húsinu og. þó “
„Og þó“, hjelt Jimmy áfram, „hafði hann
verið deyfður, hversvegna fóru þjófarnir þá
ekki heint inn lil lians og stálu af honum
lykhmum? I>að hefði sparað þeim ómak“.
Bill kinkaði kolli. „J.eg rak augun í annað“,
sagði hann. „Þetta innhrot er framið af fag-
inönnum, .limmy. Taktu eftir hve snyrtilega
þeir hafa farið að, er þeir söguðu lásinn úr
húrðinni. Það hefir líka tekið tíma“.
Þegar sól var risin og birtan orðin hetri
til nánari rannsókna, hjeldu þeir starfi sínu
áfram og luku henni við helluna í eldhús-
góllinu. „Ekki hafa þeir slolið neinu hjer,
því varla hafa þeir farið að ásælast gamla
vinið yðar, hr. Coleman“, sagði Bill Dicker
glettnislega. Hann lyfti upp hellunni, heygði
sig og ljet hirtuna frá vasaljósinu falla nið-
ur í lcjallarann. „Það er horfið", sagði hann
efir svolitla stund.
„Horfið“? át Coleman eftir, lostinn skelf-
ingu. „Er það horfið, segið þjer?“
Bill svaraði engu, en fór ofan stigann. Efl-
ir svipstund kom hann lil haka. „Þjer hafið
mist portvínið yðar, árgang ’58, hr. C.ole-
man; ef þjer þá ekki hafið sent rjettum eig-
anda það sjálfur".
Coleman hristi höfuðið. Andlitið var ná-
fölt. Tvisvar eða þrisvar sinnum reyndi hann
að koma upp orði, en röddin brást honum.
Loksins stámaði hann: „Er vínið horfið?
Ilerra minn trúr, — þjer segið þetta ekki
satt!“
Jimmy horfði forviða á hann. „Dettur yð-
ur í lnig að fárast svona vfir því, að nokkr-
um portvínsflöskum hefir verið stolið?“
mælti hann vingjarnlega.
„Jeg — jeg átti elcki þetta vín“, kreysti
liann upp úr sjer. „Jeg átti það ekki“, stundi
hann, og Jimmy datt í liug, hvort allar þess-
ar geðshræringar, sem þessi gamli maður
hafði komist í upp á síðkastið, væru farnar
að slá sjer í heilann á honum.
IJann leit kringum sig; þeir voru einir.
Bennett hafði farið á herbergi sitt til þess
að ná í lykil, sem Dicker hafði heðið um.
Coleman ieyndi sem hann gat til þess að
dylja furðu sína og ná valdi á sjálfum sjer.
„Þetta særir mig“, sagði hann. Missa ann-
ara eign — — jeg hefði átt að senda þetta,
þegar þjer sögðuð mjer frá því en þjer
eruð alveg viss um að þetta sje horfið“,
spurði Coleman enn á ný.
Dicker Ijet ljósið falla niður um stigagat-
ið og benti honum að skoða og Coleman
lagðist á lmjen og skimaði niður í kjallar-
ann. Hann rýndi lengi og þegar hann stóð
upp aftur leyndist eitthvað í augum hans,
sem Jim gat ekki áttað sig á. „Já ,það er far-
ið“, sagði hann alvarlega og rendi augunum
kringum sig í ráðaleysi.
Jimmy Sepping var i þann veginn að fara
þegar Coleman sneri sjer að honum og sagði:
„Hafið þjer nokkuð á móti, að jeg verði yð-
ur samferða?" Það lá.við, að bænarhreimur
væri i röddinni. „Þessi staður fer með taug-
arnar í mjer. Jeg held jeg missi vitið, ef jeg
verð lengur hjer. Veslings Parker! Veslings
Collett!“
„Ilversvegna nefnið þjer þá i sömti and-
ránni?" En Coleman njeri höndum saman i
sálarangistinni. „Jeg þekti þá háða. Annar
var ættingi minn og hinn var þjónn minn.
Var Parker ekki drepinn hjerna og fór Colett
ekki beina leið hjeðan út í dauðann? Ilvert
ætlið þjer?“ spurði hann svo.
Jim leit á klukkuna, Ilún var stundarfjórð-
ung gengin i sjö. „Jeg ætti að fara heim að
sofa, en jeg fer samt á Seolland Yard“, svar-
aði liann.
„Þætti yður miður, ef jeg kæmi með yð-
ur?“
„A Scotland Yard?“ spurði Jim forviða.
„Nei, síður en svo, ef þjer kærið yður um“.
„Já, mjer er það áhugamál. Mig langar til
að segja yður dálítið“, sagði hann og leit rann
sóknaraugúm kringum sig. „Já, mig langar
til að segja yður dálítið", sagði hann aftur.
„Jæja“, svaraði .Timmy glaðlega. „Þá skul-
um við fara þangað“.
Þeir gengu niður Regent Street, en þetta
var svo snmma morguns, að strætið var
mannlausl að kalla. „Yður þykir liklega
skrítið, að jeg skuli haga mjer svona", sagði
Coleman, „því að opinber embætismaður
hefir vitanlega —“ Hann hætti í hálfnaðri
setningu, og fordildarhreimurinn hvarf úr
köddinni. „Jeg taía eins og bjálfi“, sagði hann
svo, „eins og erkihjálfi“.
Meira sagði hann ekki og þeir hjeldu á-
fram yfir Piccadilly Cii’cus og Haymarket,
en þegar þeir komu að hröltu götunni beint
á móti Cockspurn Street, varð Jimmy litið
við vegna ákafra hvella, sem heyrðist í hif-
hjóli fyrir aftan þá. Þetta var háværasta
hifhjólið, sem Jimmy hafði heyrt á æfi
sinni og þegar hann leit um öxl sá hann
hjólmanninn, í gulum leðurjakka, með
hettu og stór gleraugu fyrir augunum, koma
á fleygiferð til þeirra. „Þetta er meiri ærsla-
belgurinn“, sagði Jimmy, en í sama bili hall-
aðist Coleman upp að honum og mundi hafa
dottið ef Jim hefði ekki tekið á móti hon-
um. „Hún hitti !“ sagði hann með korr-
andi röddu.
Jitnmy reyndi að reisa hann upp en sá
hrátt, að það hafði liðið yfir manninn. Lög-