Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 05.09.1931, Blaðsíða 1
16 siðar 46 anra IV. Reykjavik, langardaginn 5. sept. 1931 36. HDN6URSNEYB í KÍN4 IJklega hefir engin þjóð veraldar haft af jafn miklu höli að segja síð- ustu tuttugu árin eins og Kínverjar. Síðan 1912 má lieita að samfeld borgarastyrjöld hafi geysað um þetta víðlenda ríki, ræningjaflokk- ar farið um landið og drepið fólk og rænt það og kveikt í híbýlum þess, eða þá að herlið fjandmann- anna hefir látið greipar sópa um alt sem matarkyns fanst í heilum hjer- uðum og skilið fólkið eftir svelt- andi og deyjandi. Heil fylki hafa komist á vonarvöl af þessum ástæð- um og hundruð þúsunda eða jafn- vel miljónir reynt að flýja land og komast fil Mandsjúríu undan yfir- gangi böðlanna. Við þetta hefir svo bæst uppskerubrestur og vatnsflóð, sem hafa gert út af við fjölda fólks. Vppskeran hefir eyðilagst svo herfi- lega, að Kínverjar sem fleyta utan- rikisverzlun sinni á útflutningi hrís- igrjóna að jafnaði hafa ekki sjeð sjer annað fært en að biðja Banda- ríkjastjórnina um að lána sjer korn til þess að draga úr neyð þeirra mörgu miljóna, sem mist hafa al- eigu sína í vatnavöxtunum. Kínverj- ar lifa einkum á hrísgrjónum en neyta aðeins að litlu leyti fæðu úr dýraríkinu. Er því konunatarþörf þeirra afar mikil. Hrísgrjónaekrur Kínverja eru mjög frjósamar þegar ekki ber óhöpp að höndum, svo að bændurnir hafa ekki nema 1—3 hektara lands hver, eða eins og kot- býlistún hjer á landi, en yrkja það með afar mikilli vandvirkni. lljer á myndunum eru sýndar hrísgrjóna ekrur i Kína. Á þeirri efri sjást bændur vera að plægja forareðjuna, sem hrísgrjónunum er sáð í; eru naut noluð til að draga plóginn. En á efri myndinni sjest akurinn full- vaxinn og hefir verið skorið upp af parti á honum. .............................yrr- ■ ■ .. . t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.