Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1932, Page 8

Fálkinn - 11.06.1932, Page 8
8 fAlkinn Þegar lýðveldismannaforinginn de Valera hafði sigrað í síðustu kosning- um í írlandi og varð forsietisráðherra, tjet hann það verða hið fgrsta verk sitt, að láta lausa úr fangelsi alla þá, sern dæmdir höfðu verið fyrir stjórn- málaafbrot í lið fyrirrennara síns, Williams Cosgrave, en þessir menn voru vitanlega allir fylgismenn de Valera. Sýnir myndin hvernig um- horfs var fyrir utan Arbor Iíill- fangelsið, þegar þessir menn voru látnir lausir. De Valera hefur einn- ig neitað því, að ráðherrar og þ'ngmenn vinni Bretakonnngi holl- ustueið, eins og fyrir er mælt í stjórn- arskránni og að írar endurgreiði Bret- um skuldir er þeir hafa stofnað í Eng- landi, eftir að írar fengu heimastjórn. Hefur þetta vakið gremju í Englandi og er við búið, að Englendingar hafi vopn í hendi sjer til þess að svara ír- um með, ef þessi stefna hins nýja for- sætisráðherra verður ofan á. Þetta er vormynd frá Englandi og sýn- ir lambær, og ungar stúlkur vera að leika sjer að lömbunum. •í.'V/:' • 1« iS8 wM' .jsœ. Myndin er af húsi Lindbergs í Hope- well, því er barninu var stolið úr. Þar eru altaf blaðasnápar á sveimi og nota jafnvel flugvjelar til þess að fylgjast með því, sem gerist á heimilinu. Mynd- in á miðri síðunni, t. v. sýnir húsið. í páskavikunni er venjulega mikið um dýrðir á Spáni, kirkjulegar skrúðgöng- ur og allskonar trúarleg hþtíðahöld. Myndin til hægri er frá SeviIIa og sýnir skrúðgöngu með Maríumynd í fylk- ingarbroddi á föstudaginn langa. Nú er talið líklegt, að lýðveldisstjórnin banni þetta að nokkru leyti, því að kirkjan er í ónáið hjái henni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.