Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1932, Qupperneq 11

Fálkinn - 11.06.1932, Qupperneq 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Gjafirnar góðu. Barnasaga efttr TORVALD TU. Einu sinni var litill drengur, scm fór frá bœ, en gekk of langt og vilt- ist. Loks kom hann að húsi og fór |>ar inn. Þar var hæði matur og drykkur og þrjú lítil rúm stó’ðu úli í horni; en hvergi sást nokkur lif- andi-vera og það fanst honum skrít- ið. Drengurinn var þreyttur og svang- ur, svo að hann freistaðist til að fá sjer mat og svo lagðist hann upp i eitt rúmið og hvíldi sig. Að svo Jninu ætlaði hann að halda áfrain. F.n fyrst tók hann tii eftir sig og setti hvern hlut á sinn stað, svo það alt væri eins og þegar hann kom. Þegar því var lokið ætlaði hann - að flýta sjer af stað, en þá sá hann að það glampaði á eitthvað undir horðinu. Hann tók það upp: það var lítill sjálfskeiðingur úr silfri. Drengnum leist svo vel á hnífinn, að hann mátti til að skoða hann vel. Blaðið var ekki nema eitt, en þeg- ai hann opnaði það varð það stórt eins og sverð og blikaði i eggina. l'ndir eins og hann lokaði því aftur varð það lítið eins og fyr, og hnif- urinn var ekki slærri en svo, að hann gat falið hann í lófanum. En ekki átti hann hnífinn — og hann lagði hann á borðið. Nú ætlaði hann loksins að fara, en þá tók hann eftir, að hann hafði ekki búið um rúmið eftir sig. Hann flýtti sjer að því, hristi sængurnar og bjó vel um rúmið. En í sama bili valt svolítill silfurhringur niður á gólf — og i hringnum var steinn, sem glampaði á. Drengurinn lagði líka hringinn frá sjer á borðið. Þá tók hann eftir, að það var enn- þá eldur í hlóðunum. Hann slökti hann og rótaði öskunni vel saman. En þá fann hann silfurpening i öskunni. En — „ekki á jeg hann‘,‘ síigði hann við sjálfan sig og svo lagði hann skildinginn líka á borð- ið. Og svo fór hann. En varla hafði hann lokað hurðinni á eftir sjer þeg- ar hann heyrði lcallað inn: „Valdi“! Svona var kallað þrisvar i röð, og af því að drengurinn hjet Valdi sneri hann við og leit inn í gættina. Við borðið stóðu þrír litlir menn. Einn var bláklæddur, annar var græn- klæddur og sá þriðji var rauðklædd- ur. Og allir voru þeir með litlar skotthúfur á höfðinu. „Fyrsl þú gekst svona vel um bæ- inn og varst svona ærlegur í tilbót, máttu eiga munina þrjá, sem þú l'anst, sin gjöfin frá hverjum okk- ar“, sögðu litlu mennirnir þrír. Svo kom sá bláktæddi fram, l'jekk honum hnífinn og sagði: „Þegar þú opnar þennan hníf verður úr honum sverð, sem bitur svo vel, að þú gel- ur klofið með því berg án þess að það kvarnist í eggina“. Næst kom sá grænklæddi, fjekk drengnum hringinn með fagra stein- inum og sagði: „Þegar þú ert með þennan hring eru allar góðar vælt- ir með þjer og hjálpa þjer ef þú lendir í neyð, ef þú nýrð steininn“. tmks kom sá rauðklæddi, og gaf honum skildinginn og sagði: „Fyrir þennan skilding geturðu keypt það dýrmætasta i veröldinni! Gættu hans vel og nolaðu hann eklci nema þú endilega þurfir. Engin getur neitað þjer, hvað sein þú heimtar fyrir hann; því að skildingurinn er kom- inn úr ósýnilega ríkinu, þar sem sak- leysið ræður“. Drengurimi þakkaði litln mönn- unum þremur íneð handabandi og svo kvaddi hann og fór. Nú gekk hann lengi lengi þangað til hann sá glampa i gluggana á sjálfri kongshöllinni langt fram á leytinu. Og af þvi að drengurinn var að leita gæfunnar þangað og reyna að koma sjer í vist hjá kong- inum. Þegar hann kom þangað var harm- ur mikill í höllinni, þvi að kongs- dóttirin, sem var fegursta kongsdótt- ir, sem menn vissu af, var horfin. Galdrakarl hafði rænt henni. Hann hafði farið með hana langl upp í Tröllafjöll og svo drap hann alla, sem reyndu að frelsa kongsdóttirina, löngu áður en þeir komust alla leið. Því að galdrakarlinn var með augu sem hann sá með gegn um holt og hæðir, svo að hann vissi altaf fyr- irfram um alla sem komu. Undir eins og drengurinn frjetti um kongsdótturina og galdrakarlinn tjóta, þótti honum ekki lil setunnar boðið. Hann ætlaði að þjóta af stað undir eins, til þess að bjarga kongs- kongsdótturinni. Þegar hann hafði gengið marga langa daga kom hann að þverhnýptu fjalli. Ilann hugsaði sig um og var i vanda með hvað hann ætti að gera; en svo mundi hann alt í einu eftir hnífnum sínum. Hann tók hann upp úr vestisvas- anum og opnaði blaðið. Og strr.x varð hnífurinn að leiftrandi sverði — og þegar hann fór að höggva i fjallið var það eins og hapn skæri i smjersköku. Drengurinn hjó til hægri og tþ vinstri og þá klofnaði fjallið en grjóthrúgurnar lágu á báðar hliðar. DrenguVinn hjelt ál'ram að koma að nýjum fjöllum, sem giiæfðu dimm og drungaleg á alla'r hliðar. Og nú dimdi yfir og skall á versta óveður þarna í fjöllunum. Það komu þrumur og eldingar, svo að það var ægilegt að vcra úti og alt i einu skall a niðamyrkur, svo að hann sá ekki handaskil. En áður en drengnum datt i hug að verða hræddur, sá hann bjarma- hring kring um sig. Hann hafði án þess að vita það, núið steininn á hringnum og j)á komu góðu vættirn- ar og hjálpuðu honum. Óveðrinu slotaði jafn skyndilega og það hafði skollið á og nú varð all kyrt og bjarl eins og í glaða sólskini. Soltnir úlfar og ófreskjur voru jmrna hvar sem litið var; þau urr- uðu og gnistu tönnum, en þorðu ekki að koma nærri drengnum, því að góðu vættirnar voru hjá honum og gæltu hans. Galdramaðurinn ljóti hafði sent rándýrin og sagl þeim að drepa hvern sem kæmi. En fremst i lautinni, sem drengur- inn sat í, sá hann stóra höll, græna af gömlum kopar. Það var höll gatdramannsins. Þrjár þykkar látúnshurðir voru Noiiö Rinso þá er pvottedaqurinn ekki ernóur STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKKI 0,30 AURA segii* María Jeg hefi komist uppá a'Ö gera pvottadaginn skemtilegann. — Vandinn er ekki annar, strá Rinso í heitt \-atn og gegnvæta pvottinn í pví. Ef ]?aÖ eru mjög óhrein föt pá kanske sý'S jeg pau eða pvæli pau ofurlíti'S. — SíÖan skola jeg pau og allt er búiÖ. Þvot- turinn er eins bragglegur og hvítur og maður getur óskaÖ sjer, ekkert nugg e'Sa erfiÖi. ,i - R. S. l!U^>SO^, I IMJTED, T.IVERPOOL, ENGLAND M-R,42'047A IC fyrir höllinni; en drengurinn greip ti! hnífsins og Jiað dugði. Hurðirnar lukust upp undir eins og hnífurinn kom við Jiær. Og að vörmu spori var drengurinn kominn inn í höllina. Hann gekk gegnum mörg her- bergi en fann hvergi nokkra lifandi sál. En loksins kom hann inn í stór- an sal og þar logaði blátl ljós og jiar lá ljómandi falleg mær á legu- bekk með btáu flaueli; en hún var hvít eins og mjöll i framan og virtist vera dauð. Drengurinn gekk að því vísu, að jiarna væri prinsessan. Hann gekk að henni og kallaði, lil þess að reyna að vekja hana; en hún lá grafkyr eins og fyr - og drengn- um varð órótt. í sama bili heyrði liann ljótan hæðnishlálur á bak við sig. Hann vatt sjer við og þarna stóð ]iá galdra- karlinn ljóti og góndi á hann með nístandi augunum. í annari hendinni hjelt hann á litlum l'allegum t'ugli, sem baðaði vængjunum og reyndi að losa sig, en galdrakarlinn hjelt hon- um. „Taklu kongsdótturina ef þú get- ur, cn hún lifnar aldrei hjá þjer aftur“, sagði galdrakarlinn og hló eins og ti*öll, „þvi sjáðu, hjerna er sátin hennar“, sagði hann og lyfti fuglinum. Þá mintisl drengurinn undir eins skitdingsins, sem hann gat keypl fyr- ir það, sem dýrmætast var í vcröld- inni — og hvað var dýrinætara en man nssálin'? Drengurinn flýtti sjer að ná í skildinginn og hjelt honum l'rani. „Viltu skifta á honmn og sálinni hennar? sagði hann. Og galdrakarl- inn varð að gera það, hvort hann vildi eða ekki, og svo l'jekk drengur- inn fuglinn. En fuglinn baðaði vængjunum og vildi endilega kom- asl til kongsdótturinnar. Drengurinn slepti honum og fuglinn t'laug til stúlkunnar. Og nú kom roði í kinn- arnar á henni og hún lauk upp aug- unum eins og hún vaknaði af svefni. Galdrakarlinn varð svo reiður að han ætlaði að sleppa sjer og tók undir sig stökk og ætlaði að ráðast á drenginn. En hann var viðbúinn með hnil'inn opinn. Og til |>ess að vera öruggur njeri hann steininn á treyju- erminni sinni og undir eins slógu vættirnir Ijóshring um hann, og jiann hring gat galdrakarlinn ekki rofið. Og meðan hann óskapaðist sem mest varð hann blásvartur í framan og valt svo um — steindauð- ur. Og nú ljek all i lyndi lijá drengn- um og kongsdótturinni. Þau tóku með sjer eins og þau -gátu borið, af fjársjóðum galdrakarlsins og svo flýttu l>au sjer heim úr Tröllafjöll- um og komust heim i höll. Og svo bað drengurinn kongsdótturinnar og hún sagði já, þvi svona hraustan pilt vildi hún gjarnan fá. Trill, Irall, tröll. Svo er sagan öll. Ilngsýni. Drengurinn (sem hel'ir nýlega fengið úr): — Frændi, úr þvi að það er klukka þarna á veggnum ætla jeg að láta úrið milt standa þangað til jeg fer hjeðan afttur. Amalia: .leg vorkenni þjer, Elvira mín, en þú veist það eins vel og jeg, að það var eingöngu vegna peninga þinna, að þú fjekst mann. Elvira: Og þú veist eins vel og jeg, að það er vegna þín sjálfrar, að þú nærð aldrei í mann,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.