Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 5
FÁLK I N N b gekk upp götuna og hitti kær- ustuna. Það var nú fagnafundur, eða hitt þó heldur. Jeg hefi áður sagt, að kerlingin, móðir henn- ai var kvenvargur og dóttirin gaf henni ekkert eftir. Við urð- um að lilaupa til og skilja þau, en þá var Ludvig með sár á höfðinu á stærð við tveggja króna pening, önnur augabrún- in, var flegin af og tvær tennur brotnar. Stelpan hljóp burtu, en við drösluðum Ludvig til læknisins. En nú kemur það merkileg- asta við söguna. Þið megið ekki halda að Ludvig hafi sárnað meðferðin á sjer. Þvert á móti. Hann hló út að eyrum meðan hann sat í stólnum lijá læknin- um, og var liinn kátasti. — Þetta er nú stúlka, sem döngun er í! svona æðisgengin í skapinu! — og aðeins út af þvi að jeg var fullur. Það er svo sem auðsjeð að henni þykir vænt um mig. Þetta sagði hann og svo hló hann. — Svona æðisgengin í skap- inu! En blóðið fossaði niður and- litið á honum — hann var ljót- ur ásýndum, en ánægður var hann. Og á leiðinni um horð bauð liann okkur öllum í brúðkaup- ið. Þau cignuðust snoturt hús hjá veginum frá Trangisvog, og það verður ekki annað sagt en að Súsanna gengi þar þriflega um og væri blátt áfram fvrst í stað. Ludvig var bálskotinn í lienni. Hann fór af „Sæslöngunni“ og rjeðist á fiskiskip, sem fór til íslands. Konan hafði sagt að það væri miklu betra. Svo leið hjer um bil ár, að við hittum liann ekki. En svo var það eitt kvöld í haust, er við vorum tilbúnir að sigla til Liverpool, og skipstjóri sat niðri í klefa sínum, að það er barið að dyrum og er Ludvig þar kominn. Erindið var að liann vildi ráðast á „Sæslöng- una“. — Hvers vegna? sagði skip- stjóri. Liður þjer ekki vel. Jú, svaraði Ludvig, en jeg vil helst vera þar, sem Pjetur cr. Mjer hefir altaf þótt vænt um lnindinn. Og þannig vildi það til, að hann rjeðist aftur á „Sæslöng- una“ Aldrei kvartaði hann undan konunni, en við urðum þess varir að ekki var alt með feldu heima. Þetta var altaf óhræsis stelpa! Ef til vill var það best fyrir Ludvig að svo fór um hann er jeg nú skal skýra frá. Við lögðum á stað i glaða- sólskini í hægum norðvestan byr og sljettum sjó. En daginn eftir kom þoka og regn og þarna hrakti okkur nú fram og aftur í fjóra daga. Að lokum — en segið ekki Johnsen ski])- stjóra frá, því að hann gæti reiðst að lokum vissi hvorki hann nje Stýrimaður hvar við vorum staddir. Vindáttin hafði brevtt sjer, var nú á liánorðan. Og að kvöldi hins fimta dags byrjaði að hvessa og um nótt- ina var kofið ofsarok. Við gát- um með naumindum haft smá- segl uppi til að verja skipið á- föllum. Bæði skipstjóri og stýri- maður óttuðust það að okkur mundi reka að landi í Orneyj- um, en svo var dimt að ekki sá handaskil. Laust eftir miðnætti hafði skipstjóri farið niður í korta- húsið til þess að reyna að átta sig. En rjett á eftir honum kem- ur hundurinn Pjetfur æðandi niður stigann, geltandi og ýlfr- andi. Það var engu líkara en hann væri orðinn vitskertur. Hann rauk á skipstjóra, beit í jakka hans og togaði í. Svo hljóp liann upp stigann og' niður aft- ur, gólandi og geltandi. Skipstjóri rauk upp á þiljur. Rjett fram undan skipinu sá hann brotsjóa eins og hvitan vegg. Enginn liafði tekið eftir þeim fyr. Var liægt að venda skipinu? Það mátti ekki tæp- ara standa, því að straumur var mikill. Allir voru með önd- ina í hálsinum. En „Sæslang- an“ venti. Það brakaði í hverju handi og holskeílur riðu yfir hana, en hún ljet að stjórn. Það var undarlegt augnablik. Við sigldum beint út úr heljargreip- um dauðans. Og þá lield jeg að allir hafi skolfið á beinunum. En á eftir söknuðum við þeirra Pjeturs og Ludvigs. Guð sje þeim náðugur! Þá liafði tekið útbyrðis. Skipsdrengurinu sagði að ein holskeflan hefði skolað Pjetri fvrir borð. Ludvig sá þetta slepti taki sínu og ætlaði að seil- ast í Pjetur. Það varð honum lil falls. Þetta er vegurinu okkar allra! En Pjetur hafði meira en mannsvit og slíkur hundur er vandfundinn. Ludvig var ein- faldari, en það var ekkert ilt í honum. Daginn eftir birti, gerði gott veður og sólskin. Þá vorum við rjett norðan við Lewise)Tjar. Þar höfðum við verið komnir að því að stranda um nóttina, en ekki við Orkneyjar, eins og skipstjóri hjelt, nje heldur Hjaltland eins og stýrimaður lijelt. Þeim góðu herrum, yfir- mönnum á skipi, getur stund- um vfirsjest. Nokkrar kynjasögur. Fyrsta sagan er um framliðinn mann, sem gekk ljósum logum um borð í skipi. Eru allir viðburðir hennar merkilegir og verða ekki skýrðir. Skemtiskipið „Mascotte" lá um kvöld úti fyrir North Foreland. Eig- andi skipsins, Mr. Charles Bates var um borð og tveir gestir hans St. •John og George kapteinn. Skipstjóri hjet John Ambrose. Skipið var átta ára ganialt. Var það smíðað fyrir Sir David West, en harin hafði selt það fyrir skemstu og var það nú að koma úr fyrstu skemtiför sinni með nýja eigand- ann. Kvöldið var hlýtt og fagurt. Tungl var í fyllingu og stráði gulln- um bjarma á spegilsljettan sjóinn. Bates og St. John sátu í salnum og voru að skrifa brjef. George kapt. hafði verið uppi á þiljum, en kom nú niður í salinn. Um leið og han opnaði dyrnar varð honum hverft við, því að hann sa ókunnan mann sitja við borðs- endann. Sá var með húfu á höfði og var í henni einkennismerki kapp- siglingaklúbbsins enska. Þeir Bates og St. John litu upp og er þeir sáu að George þrástarði á borðsendann, varð þeim litið þang- að. Sáu þeir þá hinn ókunna mann, og varð báðum svo hverft við, að þeir stukku á fætur og ráku upp undrunaróp. í sama bili hvarf gest- urinn. í nokkrar minútur stóðu þeir fje- lagar þrír eins og steini lostnir, en svo fóru þeir að athuga sætið, sem hinn ókunni maður hafði setið í. Það var ])á alt rennvott, og eins borðið, sem hann hafði hallast fram á, en stór pollur á gólfinu. Og þetta var ekki drykkjarvatn heldur sjór. Það má gera sjer i hugarlund, að þeim hafi orðið tíðrætt um þetta, en að lokum urðu þeir sammála um, að engin skýring væri á þessu fyrir- brigði og ákváðu að halda því leyndu. Sólarhring seinna lá „Mascotte" undan Brightons-strönd og veðrið var yndislegt. Þeir Bates, St. John og Georgs kapteinn sátu á þilfari og voru að tala um næstu kapp- siglingu. En alt í einu kallar Georges: — Lítið á! Þeir litu þangað sem hann benti og sáu þá kunningja sinn frá kvöld- inu áður. Hann stóð við hástokk skipsins, og áður en þá varði fleygði hann sjer útbyrðis og um leið heyrð- ist gusugangur við skipshliðina. — Maður fyrir borð! kallaði einn al' skipshöfninni og varð nú uppi fótur og fit á skipinu. Björgunarbát var skotið á flot, en hvernig sem leitað var fanst enginn maður. og þegar belur var að gáð, vantaði heldur engan af skipinu. En lil þess að gera skipshöfnina ekki hrædda, sagði Bates að kaðall mundi hafa l'arið fyrir borð. Kvöldið eftir var veðrið breytt, og sigldi „Mascotte“ þá í góðum byr fram hjá Fort Norman. Veittu þá skipverjar því eftirtekt að eitthvert svart rekald var nærri' skipinu. Bátur var settur á flot og kom hann aftur með lík. Þekti skipstjóri þeg- ar að þetta var lík Sir Davids West, scin áður átti skipið. En Bates og fjelagar hans þektu að þetta var sami maðurinn er tvívegis hafði heim- sótt þá á svo dularfullan hátt. Húfa var á höfði líksins og á henni merki kauusiglingaklúbbsins. Þegar þeir komu í höfn og skiluðu líkinu, var þeim sagt, að Sir David West hefði um nokkurn tíma dval- ist í Solent, en horfið þaðan fyrir þremur sólarhringum á dularfullan liátt. Menn höfðu seinast sjeð það til hans að hann var að ganga niður þrep við höfnina, og var giskað á að honum hefði þá orðið fótaskort- ur, hann dottið i sjóinn og dr.uknað. En einkeiinilegt var að lík hans skyldi reka svo langa leið, fram hjá ótal skipum, þangað til fyrverandi skemtiskip iians fann það. Og hvern- ig stóð á því að þeir Bates skyldu sjá hann tvívegis um borð í skipinu? Og hvernig stóð á sjónum sem var niðri í salnum, á stól og borði og gólfinu? Hjer kemur önnur saga um. ó- skiljanlegan atburð:- Hjúkrunarkona nokkur dvaldi i frítíma sínum i gömlu og kyrlátu húsi í Bruges. Kvöld nokkurt er hún sat við arininn, sá hún hvar munk- ur kom inn í herbergið, gekk þverl yfir gólfið og hvarf. Hún sá hann mjög greinilega, bæði búning og andlitsfall, en hún skildi ekkert í þessu og reyndi að telja sjer trú um að sig hefði dreymt. Mánuði seinna var hún við hjúkr- unarstarf í sjúkrahúsi í Dublin. Og fyrsti sjúklingurinn, sem hún stund- aði þar, var enginn annar en munk- urinn, sem birtist henni í Bruges. Hann hafði orðið undir vagni og dó rjett eftir að hann kom í sjúkra- húsið. Draugahús. Þegar talað er um reimleika í ein- hverju húsi, er venjulega átt við það, að þar sje sjerstakur „draugur". En þó getur borið út af þessu og til marks um það eru sögur þær, sem ganga um gamalt hús í Englandi. Eigandi þess hjet Mr. Raynes. Eitt kvöld sat hann við arininn, eftir að allir aðrir voru gengnir til hvílu. Heyrði hann þá alt í einu að dyrn- ar voru opnaðar og sá að inn ■kom ung stúlka í hvítum kjól og með írska hörpu í höndunum. Mr. Raynes brá svo, að hann gat hvorki hreyft legg nje lið, en starði stöðugt á stúlkuna. Hún gekk bros- andi nær honum, settist á stól og tók að leika á hörpuna og syngja, en hvorki heyrðust tónar nje orð. Hún hjelt þessu áfrarri í þrjár eða fjórar mínútur, stóð þá á fætur, brosti til hans og gekk iit. Annar „andinn“ i húsinu er hinn svonefndi „riddari“. Mr. Raynes sá hann þegar hann var 16 ára gamall. Það var j)á um sumarkvöld að hann stóð í útidyrum hússins. Sá hann þá einkennilega búinn mann á fann- hvitum hesti þeysa heim að húsinu. Var hann ægilegur ásýndum og sveiflaði sverði. Ekki ljet hann sjer nægja að ríða heim að húsinu, held- ur þeysti hann inn í það, og upp á loft. Ekki heyrði Raynes neitt hófa- tak, en hann sá gjörla andlitssvip og þekti hann af mynd af einum for- feðra sinna. Seirina var honum sagt, að þessi forfaðir hans hefði verið hið mesla illmenni og meðal annars drepið bróður sinn i þessu húsi. Þriðja dæmið er „rauða höndin" Æltin átti einu sinni skjaldarmerki og var það rauð vinstri hönd. Nú var það cinhverju ’sinni að Raynes og kona hans ætluðu að sofna í her- bergi í húsinu þar sem þau höfðu aldrei sofið fyr. Þveít yfir loft her- bergisins var gildur eikarbiti. Mr. Raynes varð litið á bitann og sýnd- ist þá á honum svört rönd, um tveggja álna löng. Meðan hann horfði á þetta, breikkaði röndin þangað til hún varð likt og þriggja þi*mlunga breið glufa. Og út um þessa glufu teygðist eldrauð hönd og benti á rúmið. Frú Raynes hafði líka sjeð þetta, og varð henni svo mikið um, að það leið yfir hana, Þá hvarf höndin aftur, en hvorugt þeirra hjóna vildi sofa i herberginu um nóttina, eins og menn geta nærri. Morguninn eftir var bitinn rannsak- aður nákvæmlega, en á honuin sást ekki neitt. Hann var úr gallalausri og órifinnf eik. Þetta eru sögurnar um fylgjur Raynesættarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.