Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 12
12 F A L K 1 N N Fæst í öllum verslunum. ------ VIKURITIB ---------------1 Útkomið: I. Sabantini: Hefnd , . . 3.80 II. Bridges: Rauða húsið . 3.00 III. — Strokumaðurinn 4.00 IV. Horler: Dr. Vívant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00 í prentun: Pli. Oppenheim: Leyniskjölin. Zane Grey: Ljóssporið. Biöjiö bóksala þann, sem þjer skiftiö við, um bækurnar. Fyrir eina 40 anra ð viku Getur þú veitt þjer og heim- ili þínu bestu únægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en *f» Alll með islenskiiii) skrpiiin' + Munið Herbertsprent. Bankastr. Fyrir kvenfólkið. Myndin sýnir unga kvikmyndcdeik- konu hjá Metro-Goldwyn. lleitir hún Janet Currie. Stúlkan er í bað- fötum af Jjeirri gerð, sem blöðin á- lita að verði notuð árið 19b0. Þeir sjá til, sem þá lifa. Landssýningin og kvenfólkið. Þegar íslenska vikan var haldin í vetur, var þess getið lijer í blaðinu, að illa færi á því, live lítið gætti þar kvenlegrar iðju og iðnaðar. Nú var iðnsýn- ingin opnuð á sunnudaginn var, í harnaskólanum við Tjörnina og þó að betur hefði mátt vera, hefir kvenfólkið lagt þar tals- verðan skerf til málanna, bæði að vöxtum og gildi. Soffía Stefánsdóttir, Eiríks- sonar liins oddliaga, sýnir þar ýmsa muni skorna i tré og eru þeir talandi vottur þess, að tré- skurður er list, sem eigi þarf að láta ver konum en körlum, enda mikið nákvæmnisverk, sem reynir á fimleik handarinnar. Hefir Soffia erft gáfu föður sins og nuniið af lionum kunn- áttuna, svo að verk hennar eru afbragð og auk þess frumleg að gerð. Margrét Teitsdóttir frá Hóli i Hörðudal sýnir salúnsofið á- klæði á legubekk, prýðisvel unnið. Fram á síðustu aldamót var salúnsvefnaður tíðkaður mjög víða, en er nú sjaldgæfur nema helst hjá þeim, sem starfa að viðreisn innlends iðnaðar. Salúnsklæði sóma sjer mjög vel á legubekkjum og eru bæði þjóðlegri og endingarbetri en innfluttu áklæðin, sem auk þess cru dýr og velkjast fljótt. Ann- að áklæði, heklað, sýnir Anna Björnsdóttir hjúkrunarkona. Það er mjög fallegt, en endist að líkindum stutt á móts við salúnsklæðin. Prjónastofan Malin, sem rek- in er af ungfrú M. lljartardótt- ur, er þegar orðin að góðu kunn í Reykjavík, og sennilega víðar um land, fyrir smekklegt og haldgott prjónles. Sýnishorn af þvi eru á sýningunni og er vert að veita því athygli. Hjer er um að ræða íslenskan iðnað, sem ætti að eiga mikla framtíð fyrir höndum ef vel væri, því að það er ekki skammlaust, hve mikið ei flutt Iijer inn af prjónlesi. Og þó að flvtja þyrfti inn útlent band til þess að fullnægja kröf- um þeirra, sem ekki vilja ís- lenskt ullarband, er ekki hent- ar i ýmist prjónles, þá má segja að betri sje hálfur skaði en all- ur. - Ingunn Einarsdóttir á Bjarmalandi sýnir einnig ýmis- konar prjónles, góðan og gildan heimilisiðnað í orðsins bestu merkingu. En óneitanlega hefðu þær átt að vera fleiri, konurnar, sem þetta gerðu. Lifstykkjabúðin, sem er rek- in af Elísabetu Kristjánsdóttur, hefir þarna fjölbreytta sýningu. Að vísu mun sá iðnaður að mestu gerður úr útlendu efni, en öll sú mikla vinna, sem er á þessum varningi er íslensk að öllu leyti og virðist vera svo vönduð, að engin þörf sje á, að láta útlendinga vinna að þessu fyrir sig. Rigmor Hansen sýnir margar tegundir af lampaskemium. Þetta er iðnaður, sem eingöngu er unninn af kvenfólki hjer á landi og hafa risið upp eigi fáar skermagerðir hjer í Reykjavík á síðari árum. Mætti eflaust fullnægja íslenskum markaði að öllu leyti á þessu sviði, með islenskri framleiðslu. Þá sýnir Gróa Dallioff ýmis- konar gull- og silfursmíðar, m. a. víravirki, mjög haglega gert. Hjer er um hagleiksvinnu að ræða, ekki siður en trjeskurð- inn, vinnu sem kvenfólk ætti að standa eigi miður að vígi með að leysa vel af hendi en karlmenn. Enda munu það vera þó nokkrar stúlkur hjer á landi, sem stunda gullsmíði. — G. S. er heitið á kaffi- bæti sem er NOTAÐUR og LOFAÐUR um LAND ALT. Hann er búinn til úr ÚRVALSEFNUM framleiddur af í s I e n s k u m vrrkamönnum og fyrirtækið er ALÍSLENSKT. Munið að það er G. S. sem þjer eigið að nota í kaffið. PóithfinL 2 Reykjavík SlHU Ml, IM •* M (bamkv.it).) Alislenskt fyrirtækl. Allsk. bruua- og sjó-vótryggingar. Hvergl betrl n)e árel6anlegrl vlfiiklttl. Lelttfi upplýilnga hjá nresta umbofiimannl. Hversvegna ekki úrsmíði lika? Það þarf fingranæmleik ekki síður. Loks sýna ljósmyndastofur tveggja kvenna, Sigríðar Zoéga í Reykjavík, og Önnu Jónsdótt- ur í Hafnarfirði, fjölda ljós- mynda og er margt af þeim prýðilegt, enda er ljósmynda- gerð iðn, sem ætti að láta kven- fólki vel. Er nú upptalið það, sem sýnt er á Iðnsýningunni undir nafni kvenþjóðarinnar. Er það henni til sóma, það sem það nær. En þajð er of lítið. Hversvegna ekki m<fira af prjónlesi og listvefn- aðj, hversvegna ekki útsaum, sem íslenskar konur iðka svo mikið og eigi við verri orðstír en útlendar? Og fleira mætti telja. En vitanlega má sjá margt annað þarna á sýningunni, sem unnið er af kvenfólki í ríkara mapli en karlmönnum. Margar tegundir iðnaðar eru að meira eða minna leyti unnar af kven- höndum, fremur en karla, svo sem dúkarnir úr klæðagerðun- um, kexið frá Frón, sjóklæðin o. m. fl. Iðnsýningin nýja verður að teljast mjög sómasamleg í alla staði. En væri það ekki athug- unarvert fyrir kvenfólkið, að bæta hana upp, með sjepstakri kveniðnasýningu sem allra fvrst ? Best er að anglýsa ( Fállannm

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.