Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Arabiskur kastali á kletti, milli Aden og Oman. verðu á Arabíuskaga, elcki langt frá Indlandshafi. Hefir Hall- fritz nú sagt frá hinni einkenni- legu ferð sinni og er frásögnin eftirtektarverð ef sönn er, sem tæplega er að efast um. I Hadramutlandi hefir Hell- l'rilz komið í marga bæi, þar sem aldrei liefir komið hvítur maður áður. Og þessir bæir eru svo fullkomnir og vel frá þeim gengið í alla staði, að furðu gegnir. Hefir hann tekið mynd- ir þaðan, sem sýna, að þessar Arabakynkvíslir hafa verið langt á undan Evrópumönnum og Ameríkumönnum í bygging- arlist og má nefna, að þeir hafa lckið upp á því að byggja skýja- kljúfa löngu áður en þeir kom- ust i lísku fyrir vestan haf. Þarna hefir hann sjeð lms, sem eru tíu hæðir, bygð í fallegum og lireinum stíl og af rústum sem hann hefir sjeð þykist liann geta ráðið að fyrrum hafi stað- ið þarna liallir, sem voru alt að tultugu hæðir. í þessu lokaða landi hefir hann sjeð ýmsar uppgötvanir vesturlanda, uppgötvanir sem talið er að gerðar bafi verið í Evrópu og liljóta að vera komn- ar þaðan. Þarna eru bifreiðar og vopnin sem notuð eru eru af nýjustu og fullkomnustu gerð. Sement er notað þarna til bygginga. En hvíta menn vilja þessir Arabar ekki fá inn í landið. Þarna er enginn Ev- rópumaður, en kaupmennirnir Setuliðsskálinn i bœnum Terim í Yemen. innfæddu reka verslun við hvíta menn og kaupa af þeim vörur. Hellfritz sætti bestu meðferð þarna syðra, vegna þess að hann var skjólstæðingur sold- ánsins. En hvorl lionum verður leyft að koma inn í landið aftur, eftir að hann hefir ljóstað upp leyndarmálum þess skal látið ósagt. Hellfritz hafði sem sje lofað soldáninum að taka ekki myndir en ekki efnt það heldur svikið. Segist hann ekki hafa getað staðist freistinguna, að festa á ljósmyndapappírinn þessi undur sem liann sá. Og þegar litið er á myndirnar er þetta ekki láandi. Um víða veröld. ----X--— HLJÓMLEIKAR HJÁ ABDUL HAMID Fiðlusnillingurinn Florizel von lteuter, sem kom hingað lil lands fyrir nokkrum árum, segir í Endur- minningum sínum á þessa leiÖ frá hljómleikum, sem hann hjelt fyrir Abdul Hamid, þáverandi Tyrkja- soldán: Þegar jeg var tíu ára fór jeg fyrstu hljómleikaferð mína tit Austurlanda og hjelt nokkra hljómleika í Kon- stantínópel. Einn daginn kom einn af kammerherrum soldáns lil mín og tilkynti mjer mjer, að hans há- tign óskaði að jeg kœmi i Yldishöll á tilteknum degi, kl. 12 á miðnætti. Það reyndist hægra orkt en gjört að komast inn i höllina, því að jeg varð að fara um ótal hlið og alstaðar voru varðmenn. Höllin stendur á hæð, en alt i lcring eru bústaðir hjákveuna soldánsins. Ráðsmaður minn varð að borga margan skildinginn til þess að fá ftjóta afgreiðslu hjá varðmönn- unum og samtals urðu þetta nokkur lyrknesk pund. Loks komumst við leiðar okkar, svo var mútunum fyr- ir að þakka. Jeg var sendur að tjaldabaki á hirðleikhúsi hallarinnar og' þar kendi margra grasa. Mjer var ætlað að leika eitt lag á fiðlu, lið í stórri skemtiskrá og margbreytlri. Næst á eftir mjer átti maður einn að sýna þauttamda hunda. Þeir hömuðust þarna og gellu. Næst á undan mjer áttu fimleikamenn að sýna listir sin ar. Nú á tímum eru menn vanir að setja íþróttirnar hærra en listina en þarna við hirð Abdul Hamids var jjetta metið jafnt. Jeg gægðist gegn- um gat á fortjaldinu og sá, að grind var fyrir framan soldánsstúkuna. Alt kvennabúrið, 200 konur og eins Fímrhahmdilijd piiœ jea Jwotkmn . ''seqir María Rinso þýðir mmni vinnu oq hvítari þvott STOR PAKKI d,55 AURA LÍTILL PAKKI 0,30 AURA M-R 4 1 -047A IC Þvotturinn minn er hvítari en nokkurntíma áöur — en jeg er líka hætt aí'Ö þetta gamla þvottabretta nudd. Fötin, sem eru mjög ólirein sýð jeg eÖa nudda þau laus- lega, svo skola jeg þau —- og enn á ný veröa ]>au braggleg og hrein og alveg mjallhvít. Þvottadagurinn veröur eins og halfger'Öur helgidagur þegar ma'Sur notar Rinso. R. S. HUDSON "LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND margar dætur, var viðstatt. Þó und- arlegt megi virðast eignaðist Abdul Hamid eklti nema tiu syni. Soldán- inn sat ’í miðstúkunni ásamt þeim fjórum sonum sinum, sein á lifí voru. Á miðjum svölunum var saman kominn fjöldi pasha. Voru þeir allir i skrautlegum einkennisbúninguin og með fjölda af heiðursmerkjum. Svo byrjaði sýningin og íþróttamennirn- ir ljeku lislir sinar. Á undan sýn- ingunni var mjer sagt, að í hvert sinn sem jeg heyrði bjöllu hringt yrði jeg að herða á hraðanum og ekki liætta meðan jeg heyrði í bjöll- unni. Var mjer sagt að vetja lög, sem gengi fljótt. Jeg hafði tæpasl lokið við fyrsta lagið þegar jeg lieyrði bjöllunni hringt. Það var soldáninn sjálfur, sem hjelt á þessari bjöllu, svo að jeg varð að halda áfram. í hvert sinn sem jeg hafði lokið við lags- part hrópaði soldán ,,bravó“ með djúpri raust og hringdi aftur. Jeg Ijek þarna í heilan kukkutíma með mesta hraða, sem jeg gat. Loks hefir soldáninn liklega munað eftir hund- unum, seni áttu að koma næst á eft- i r mjer, því að nú þagnaði klukkan. Nú kom kammerherra með fez fram á leikhúsgólfið og staðnæmdist fyr- ir framan stúku soldáns og lyfti upp báðum höndunum. Var hann með heiðursmerki í annari hendinni en smápoka með tvö hundruð tyrknesk- um pundum í gulli i hinni. Jeg hafði hugsað mjer að notá hina rjettu tyrknesku kveðju er jeg heilsaði soldáninum: að leggja höndina fyrst á hjartastað, síðan á munninn og loks á ennið. Það þýðir: jeg lifi, tala og hugsa um þig. Til þess að gera þetta vnrð jeg að lialda fiðl- unni, heiðursmerkinu og gullpokan- um i vinstri hendinni á meðan, en svo illa vildi til, að jeg misti gull- þokann og valt innihaldið úr honum í allar áttir. Heyrði jeg þá l'liss úr slúkum kvennanna. Jeg gat þó heils- áð á viðeigandi hátt og týndi siðan upp gullið og fór út. Peniugunum var stolið frá mjer á gistihúsinu dag- inn eftir, enda þótt jeg þættist hafa falið þá vel. En orðuna á jeg enn, til niinnis um einkennilegustu hljóm- leikana sem jeg hefi verið viðstadd- ur. -------—-------------- Greta Garbo er nú skilin við Hol- lywood fyrir fult og alt, að þvi er sagan segir. Fjelag það, sem hún hefir verið ráðin hjá vildi ekki missa hana og hafði hoðið henni 50.000 krónur á viku fyrir að verða áfram, en leikkonan var ófáanleg til að taka því boði. Sagt er að hún muni fara til Sviþjóðar og verða þar framvegis. -------------------x----- Liliali Harvey og Willy Fritsch ætla að gifta sig í haust áður en hún byrjar starf sitt hjá Foxfjelaginu í Ameriku. Hafa þau leikið saman í l'jölda mörgum myndum og hefir verið sagt, að þau hafi verið gift í mörg ár, en þau neita því harðlega og verður vist að taka þau trúan- leg, því að þau ættu að vita þelta manna best. Sagt er að Frilsch sje lika ráðinn hjá Foxfjelaginu og ætli vestur með konuefninu, enda væri það hart aðgöngu að gifta sig upp á það, að annað hjónanna væri i Þýskalandi en hitt í Ameríku. o •nn-9 'nivo "Um-o^o j Drekkiö Egils-öl • O ••*«!.■ o •*hr O "lu.-0'*0.- 0«*»‘0 "0r -OyO "!*-• O ■•%•• O O "O. O "Oi<• O "Hr •

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.