Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.06.1932, Blaðsíða 8
I 8 F Á L K I N N Villiþjóðir og hálfviltar hafa á síðustu árum fengið einskonar „einkasölu“ á dönsum handa lwítu þjóðunum, og negrarnir á htjóðfæraslættinum. Þeg- ar „revg“-kongarnir þurfa á nýjum dönsum að halda leita þeir uppi Indí- ána, Malaja eða þesskonar fólk og spinna svo upp úr dönsum þeirra, eitt- hvað, sem þeir halda að falli vel í geð á skemtihúsum stórborganna. Því er ekki að neita, að margir þessara dansa eru mjög fagrir, en vitanlega eru þeir orðnir breyttir frá uppruna sínum, er þeir koma fram á leiksviðum skemti- húsanna. Hjer á myndinni til vinstri sjást ungar stúlkur á Havai vera að dansa hinn kunna „huladans“ í fjör- unni. Þjóðverjar eru allra þjóða mestir öl- drykkjumenn og þeirra fremstir eru Bajarar. Myndin hjer að neðan er frá Múnchen og sýnir bústna fiammistöðu- konu vera að bera fram öl. Sagt er að duglegum bjórdrykkjumönnum íBay- ern veitist Ijett að þamba 15 litra á dag. > 1 Englandi hefir verið lagður 10% að- flutningstollur á allan nýjan fisk, sem útlend skip flytja til landsins, í þvi skyni að vernda fiskiveiðar þjóðarinn- ar. Bitnar þessi tollur mikið á íslernl- ingum. í Englandi eru mjög skiftar skoðanir um nytsemi þessa tolls og halda margir því fram, að hann komi ekki að tilæluðum notum en verði að- eins til þess að gera fiskinn dýrari og draga úr fislmeyslu. Ilinsvegar verður því ekki neitað, að Englendingar hafa viðbúnað til að auka fiskafla sinn síð- an ákvæðin gengu í gildi. Myndin hjer að ofan er úr enskri fiskveiðahöfn. Myndin hjer til hægri er frá Þræla- ströndinni í Vestur-Afríku. Þar er loftslag heitara en víðast annarstaðar á hnettinum, svo að útlendingr haldast þar fæstir við til lengdar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.