Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1932, Síða 1

Fálkinn - 17.09.1932, Síða 1
16 siðnr 40 aura r r HEIMURINN I OLAGI. Um daginn kom fregn um það, að Ameríkumenn væru farnir að kynda upjj með korni. Þeir vildu það heldur en að selja það údýru verði eða gefa það soltnum fútæklíngum. Nú kemur aftur fregn um það, að i Brasilíu liafi verið samþykt lög um að eyðileggja iöluverðan hluta kaffiuppskerunnar, lil þess að verðið á kaffinn úti í heimi fjelli ekki of mikið. Lögin mæla svo fyrir að um þriðja parti uppskerunnar skuli koma fyrir kattarnéf. fírasilíumenn gera það á þann hátt, að sum- part eru kaffibaunirnar sendar á smáskipum út í haf oy baununum varpað fyrir borð, og sumpart er þeim blándað saman við tjöru og nofaðar til þess að kynda undir kötlum í miðstöðvum eða á járnbrautum. Og öll þessi eyðilegging fer fram nndir ströngu eftirliti framkvæmdavaldsins. Þess má geta í þessu sambandi, að miljúnir manna víðsvegar um heiminn svelta um þessar mundir og eins hins, að miljúnir smálesta skipa liggur aðgerðarlaus í höfnum landanna, af því að þau hafa ekkert að flytja. Það hlýtur eitthvað að vera athugavert við þetta fyrirkomulag. Væri ekki hægt að nota hveitið og kaffi- baunirnar handa hungraða fúlkinu og láta öll aðgerðarlausu skipin flytja það á ákvörðiinarstað? Slíkt skipulag á vöru- skiftingunni, sem nú ríkir, getur tæplega haldist 'mvkið lengur. Myndin hjer að ofan sýnir verkamenn í fírasilíu veru að ftytja burt heilt fjall af kaffibaunum. í horninu til vinstri sjer maður eldsneytið, sem búið hefir verið til úr baununúm.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.