Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Side 14

Fálkinn - 08.10.1932, Side 14
14 F Á L K I N N S)aI-f\y\ricf þvoHaelni cVrft' ° ■ Ooc^°> ^ A Heiðruðu Húsmæður! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvotta- efni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið, að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálfsagt að þjer þvoið aðeins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhrein- indi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótt- hreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silkisokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. með leifturhraða en þó varð hann of seinn. Þungt hnefahögg liitti hann á munninn, svo að hann hröklaðist upp að hliðinu, og áður en hann gæti áttað sig stökk maður nokkur á hann og tók hann hrvggspennu. I sama hili stökk annar maður fram, og þreif Isabellu. Tony var hálf meðvitundarlaus, eftir hög'g- ið, en reyndi þó að verjast éftir föngum. Þeir byltUst fram og aftur og rákust á grind- ina, svo fast að brakaði i livérju trje. Eitt augnablik linaði mótstöðumaður Tonvs á takinu. „Bugg“, öskraði hann af öllum mætti, „Bugg“. óvinur hans þreif fyrir kverkar honum, en honum tókst að losa sig með því að beita itrustu kröftum sínum. Stangaði hann nú höfðinu fram svo snögt sem honum var unt og tókst að hitta á nasir mótstöðumannsins. Sársaukaöskur rauf þögnina, og í sama hili heyrðist fótatak í garðinum. Ókunni maðurinn linaði takið er hann heyrði að einhver kom, og Tony tókst að slíta sig af honum. Hann var lafmóður. Blóðið rann úr vörinni á honum, sem hafði höggvist sundur, en hann hugsaði aðeins um Isabellu. Við ljósið frá bifreið sinni, sá hann að hörð viðureign var háð við hinn bílinn. Hann rak upp hughreystandi óp, og tók á rás til hjálpar. í sama bili heyrðist skothvell- ur og þeir er höfðu ást við skildust hver frá öðrum. Annar hneig upp að bifreiðinni og hjelt um höfuð sjer. Hinn — Isabella reikaði frá í áttina til Tony. Hann neytti sinna ítr- ustu krafta, en varð þó of seinn. Hann heyrði að vjekn fór að hreyfast, og í sama bili þaut vagninn af stað, með aðra hurðina opna og slóst hún til og frá með hávaða og spellum. 1 fyrstu voru þau bæði of þreytt og móð til að tala saman. Hún hjelt dauðahaldi í handlegg hans, með annari hendinni en kreisti rjúkandi skammbyssuna í hinni. Það var Tony, sem fyrst tók til máls. „Fallega gert Isabella“, sagði hann. Hún horfði á hann. Brjóst hennar gekk upp og niður og úr dökkbrúnum augunum lýsti ákafri áhyggju. „Þjer eruð særður Tony“ sagði hún. „Þjer eruð allur blóðugur í framan“, Tony tók upp vasaklút sinn, og hjelt honum upp að munn- inum. „Það er ekkert“, sagði hann glaðlega. „Það blæðir altaf úr mjer ef einhver slær mig á munninn, eins og á sjer stað um alla siðaða menn“. Hann laut áfram og tók við skammbyss- unni af henni. „ Hvaða náungi var það sem þjer skutuð?“ spurði hann. Isabella hristi höfuðið „Jeg veit það ekki. Jeg hefi aldrei sjeð hann fyr. Það var rudda- legt ómenni, rauður í andliti?“ „Hann ætti að minsta kosti skilið að deyja“, sagði Tony. „Jeg er hræddur um að hann geri það ekki“, sagði Isabella. „Jeg miðaði á höfuð hans, en hann beygði sig niður um leið og jeg skaut, svo að jeg lield að jeg hafi aðeins skotið af honum ann- að eyrað“. „Þarna kemur Bugg“, sagði Tony, „hvað ætli hann hafi gert við hinn þorparann?“ Bugg kom á harða hlaupi að þeim. Hann var áhyggjufullur á svipinn. Þegar hann kom til þeirra staðnæmdist hann og varp öndinni ljettilega, er hann sá að þau virtust vera ó- skemd. „Fyrirgefið að jeg kom ekki fyr, sir Ant- ony; en jeg heyrði ekkert fyr en þjer hróp- uðuð Bugg!“ „Hver var þessi vinur okkar þarna við hliðið ?spurði Tony. Hörkusvipur kom á Bugg eins og hann væri í hnefaleik. „Það var svínið hann Lop- es.------Fyrirgefið ungfrú?“ „Lopes“, sagði Tony í lágum hljóðum. „Það hefði jeg átt að vita. Höggið var það vel úti látið“. „Særði hann húsbóndann?“ spurði Bugg óttasleginn. „Ónei“, svaraði Tony. „Hann gerði aðeins heiðarlega tilraun til þess“. Bugg glotti á- nægjulega. Húsbóndinn hefur lagfært hann. Jeg sá framan i hann þegar við komum und- ir ljósker, og hann hefur varla óskað eftir meiru, ef dæma á eftir útliti hans. En þó spurði jeg hann ekki að þvi“. „Hann mun vera farinn sína leið?“ spurði •Tony stuttaralega. „Hann hljóp eins og hjeri. En jeg elti haiin ekki af því að jeg bjóst við þvi að þjer þvrftuð á mjer að halda lijerna“. „Við skulum flýta okkur inn í húsið áður en nágrannar okkar vakna og fara að gæta pkkur“, stakk Tony upp á, og tók undir hand- legg Isabellu. Bugg hafði skilið eftir opn- ar dyr á húsi Spaldings, svo þau gátu gengið hiklaust inn í dagstofuna. Ljós logaði í stof- unni og var þar á borðinu bakki með glös- um, whisky og sódavatni. „Setjist nú niður og fáið yður drykk“, sagði Isabella, „á meðan ætla jeg að ná í heitt vatn og baða munninn á yður, sárið lítur illa út“. Tony ætlaði að mótmæla, en hún var komin út úr dyrunum, áður en hendi yrði veifað. Skömmu seinna kom hún aftur með sjóðheitt vatn í fati, og nokkra mjúka ljer- teftsklúta. Ný bók: : Kristmann Guðmundsson: Morgunn lífsins j KATANESFÓLKIÐ. íslensk þýðing eftir Guðm. G. Hagalin, | rithöfund. Bókin er 324 bls. í stóru broti og kostar ■ aðeins 8 kr., og er því mun ódýrari ! en norska útgáfan. ÍSLENDINGAR! Fagnið fyrstu bók | Kristmanns, sem út kemur á íslensku, j bókina, sem borið hefir hróður hans og S landsins út um lönd. Hyllið skáldið með því að kaupa bókina. :

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.