Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 skrifa þegar þœr eru ástfangnar. Sir Edmond hefir víst fengið mörg þesskonar brjef, bæði fyrir og eftir að hann kyntist Lindu. Því að þetta göfugmenni leikur sjer aðeinn að ungum stúlkum, og aðeins meðan lionum sjálfum sýnist. Það er sjer- grein hans. — Eruð þjer bráðum búin? tók sir Edmond fram í. — Ekki enn, svaraði hún rólega án þess að líta á hann. — í einu af brjefum sínum lofaði Linda því að hitta þennan herra á gistihúsi fyrir utan borgina — alein. Sem betur fór sveik hún þetta loforð á síðustu slundu, en sir Edmond hefir þetta brjef enn í sínum vörslum. — Það er engin 'sönnun til fyrir því, að hún hafi svikið loforðið — — Sir Edmond þagnaði í miðri setningu er hann leit augu Dervenls tindrandi af reiði. — Það er satt, sagði Maggie. — Það er engin sönun til fyrir þvi að hún hafi svikið loforðið, en vegna þess lieldur þessi heiðursmaður brjefinu, að hann máske geti keijpt sjer sönnun fyrir því gagnstæða. — Yður er hollara að gæta vel að hvað þjer segið, ungfrú Fair- weather! — Jeg fullvissa yður um að jeg haga orðum mínum mjög gætilega, sir Edmond. Jæja, Dervent, jeg veit ekki hvað aðrar ungar stúlkur gera þegar þær vilja losna úr klónum á þcssum ómótstæðilega flagara, en jeg veit hvað gerðist þegar hún varð ástfangin af ungum manni, sem bað hennar. Hún skrifaði sir Edmond og grátbændi hann um að fá brjef- in sín aftur ef þau væri til cnn, Og hún l'jekk það svar, að hann n un li sjálfur afhenda manninum hennar þau á brúðkaupsdegi þeirra. — Og það ætla jeg mjer líka, sagði sir Edmond og glotti nístingslega. Maggie gaf Dervent aftur merki um að hafa sig hægan. —Systir mín skrifaði þrásinnis og bað hann, en órangurslaust. Ungi maðurinn sem hún er heitin, er prúð menni og fyrirmyndarmaður í aíla slaði, en afar afbrýðissamur, og hún þorir ekki að segja honum frá, að hún hafi verið ástfangin af þessum manni. Þessvegna þorir hún ekki heldur að lofa að giftast honum og vinátta þeirra er að fara út um þúf- ur, vegna þess að liún þorir ekki að ákvarða sig. Yðúr finst máske und- arlegt, Dervent, að við höfum ekki snúið okkur til pabba og beðið hann að skerast i ieikinn. Hann muiidi eflaust hafa drepið þennan óþokka, en það hefði ef til vill koslað hann sjálfan lifið. Þvi að faðir minn er veikur lyrir hjarlanu. Jeg liefi líka hugsað mjer það úrræði að bjóða honum fje fvrir brjefin. En j)að var líka varasamt. Hvernig gæti jeg vit- að hvort hann afhenti þau öll. Jeg braut heiíann um jiettai og ákvað loks að ráða mig í vist hjerna. Mjer faiíst þetta eini vegurinn til þess að bjarga systur minni. Nú er sag- an á enda, Dervent. Og nú vitið þjer ástæðuna til þess að jeg er hjer á heimilinu, þegar fjölskylda mín og allir kunningjarnir halda, að jeg sje að skemta mjer norður í Skotlandi. Og þetta er ástæðan til þess, að sir Edmond finnur mig Jyrir framan opinn peningaskápinn sinn klukkan þrjú um nótt. Jæja, jeg hefi þá kom- ist að því að þessi maður rekur þessa „atvinnu“ í stórum stíl, eins og þjer sjáið á öllum brjefaböggl- unum þarna. Hún sparkaði í einn, sem næstur henni var. — Það eru miklu fleiri inni i skápnum. Viljið jijer gera svo vel að athuga, hvort þjer finnið ekki litinn böggul með brjefum, skrifuðum ó bláan pappír. Hann er víst ekki þykkur — tíu brjef i mesta lagi, held jeg. — Auðvitað vil jeg hjálpa yður, svaraði Dervenl. Sir Edmond sem hafði setið þegjandi meðan á sög- unni stóð, eins og hún kæmi honum ekkert við, greip nú skammbyssuna og miðaði á Dervent. — Ef þjer snertið á-skápnum er- uð þjer þjófur, sem jeg hika ekki við að skjóta, öskraði hann. Dervent, sem hafði staðið allan tímann með símtólið í hendinni tók upp hnif og skar á þráðinn. Svo fleygði hann símtólinu út i horn. — Þelta skuluð þjer fá borgað, fnæsti sir Edmond. — Ætlið þjer að afhenda ungfrú Fairwether brjefin, sir Edmond? spurði Dervent og byrsti sig. — Italdið þjer að jeg sje gunga? — Nei, nei, systur minnar vegna megið þjer ekki lála verða hneyxli úr þessu, stundi Maggie þcgar hún sá hvað Dervent ætlaðist fyrir. Der- vent sneri sjer að henni. —- Yðar vegna skal jeg gera hvað sem vera skal. Hvað á jeg að gera? En Maggie svaraði ekki. Henni virtist snúast hugur. í staðinn fyrir stillinguna og róna varð henni nú órótt, augun urðu hvarflandi og hún riðaði nokur skref aftur á bak. Hún greip í bakið á liáum hægindaslól til að styðja sig en hneig niður bak við liann. Dervent skundaði til hennar. Hann var liræddur um að það hefði liðið yfir hana, en sá brátt að hún liefði hnigið niður af þreytu. — Það er ekki furða, þó að þjer þolið þetta ekki lengur, sagði hann blíðlega. — Nei, jeg þoli ]mð víst ekki leng- ur, hvíslaði hún. Mjer hefir fallist hugur. — Treystið mjer, Maggie, sagði hann og tók utan um hana. Hún hallaði sjer að honum og lokaði augunum. — Hvað þetla er fallegt! sagði sir Edmond hæðnislega og gaut til þeirra augunum. — Nærri því eins og við dánarbeð. En því fyr sem þið hypjið ykkur burl úr mínum húsum, því betra er það fyrir ykkur, Jeg vil ekki láta gera mjer ónæði leiigur um miðja nótt! Maggie stóð upp. Það var auðsjeð, að hún hafði gefist upp. — Jeg ætla að fara meðan jeg hefi mátt til þess, Dervent. Jeg við- urkenni, að mjer hefir farist óhöndu- legar en vera skyldi — það þarf meiri kænsku til að yfirbuga mann- inn þarna. — En er það ekkert, sem jeg get gert fyrir yður, Maggie? Hún hristi höfuðið. — Ekkcrt! Jeg er ánægð ef þjer fylgið mjer út. — Þá skuluni við koma, svaraði hann og tók i höndina á henni. Um leið og þau gengu fram hjá skrifborðinu stöðvaði sir Edmond þau með því að miða á þau skamm- byssunni. — Þjer, Dervent farið ekki yfir þroskuldinn þarna, ef yð- ur langar ekki til að la kúlu i haus- inn. Ungfrú Fairwealher, þjer eruð skrambi slungin, en yður dettur þó víst ekki í hug, að jeg sleppi yður án jiess að rannsaka yður. Dervenl ætlaði að berja hann, en Maggie gekk á milli. — Látum hann gcra það, þá sleppum við loksins. Hún titraði meðan sir Edinond var að þukla á henni ofan frá öxlum og niður á hnje. Sem betur fór var kvöl- in slutt. — Nú gelið þjer farið, sagði hanli lægar hann var búinn. — Þjer skul uð segja systur yðar, að jeg skuli halda orð mín. Hann hló sigri hrós- andi. Iiún flýtti sjer lil Dervents. — Fljótt! livíslaði hún hás. Úti á götunni komu þau auga á bifreið. Dervent hrökk við þegar hann heyrði hana nefna staðinn, sem bifreiðarstjórinn átti að aka á. Eftir öllu að dæma var hún dóttir Fáirweather, auðkýfingsins mikla. Hann andvarpaði — þá var æfin- týrið víst úti. — Systir min biður mín, sagði hún eftir dálitla stund. .Teg hringdi til hennar þegar jeg hafði náð í lyklana hans. Dervent vissi ekki hverju hann átti að svara. — Dervent, jeg get ekki þakkað yður nógsamlega, sagði hún svo. Það er alls ekkert að þákká. Mjer þótti leitt, að jeg al ekki lál- ið neitt til mín taka, svaraði hann stilllega. — Ef þjer haldið að jeg hafi ekki haft gagn af yður, skuluð þjer stinga hendinni ofan í vinstri jakkavasann yðar! Hann gerði það og dró upp bi jefa- bcggul, bláleitan á lit. Jeg var altaf með brjefin — í sokkunum mínum, sagði hún.— En án yðar hjálpar hefði jeg aldrei kom- ist út úr húsinu með þau. Það var ágætt að stóri hægindastóllinn skyldi vera þarna. Hann varð frá sjer numinn af gleði og faðmaði hana að sjer. — Ó, Maggie, þú ert afbragð, sagði hann, en mundi svo alt í einu hver hún var. Æ, fyrirgefið þjer, ungfrú Fair- weatlier. — Dervent, sagði hún og hallaði sjer upp að honum. —- Mjer er það ekkert á móti skapi, að þú kallir mig Maggie. Ög hjerna endar sagan, þó að i raun og veru sje hún eiginlega að byrja, hvað Maggie og Dervenl snerti. í Spessart eða Spætuskógi i Þýskalancii er barnaþorpið „Vegamótþar sem börn úr ölliun landshlutiun Þýska- lands oij af allra stjetta fólki, dvelja í sumarleyfinu. Þar sem barnaþorpið „Weg- scheide“ nú er, var áður heræfinga- völlur. Nú er þarna sumarskqli, þar sem þúsundir barna á aldrinum 10 til 15 ára sækja sjer þrótl og heil- brigði i 4—ö vikur á hverju sumri. Barnaþorpið á „Vegamótum" hefir nú verið starfrækt meira en 12 ár og hefir hlotið álil og athygli eigi aðeins i Þýskalandi heldur viðsveg- ar um heim og útlendir uppehlis- fræðingar gera sjer ferð langa leið tii þess að kynna sjer staðinn. 1 sumar, sem leið, sendi IIorace-Man skólinn við Columbia-háskóla fjölda barna þangað. Má marka af siðustu heimsókn erlendra uppeldisfræð- inga hve víða gætir áhrifanna frá Vegamótum, því þarna komu saman á fund frægir uppeldisfræðingar frá Englandi, Norður- og Suður-Ame- ríku, Suður-Afríku, Ástraliu, Ind- landi og Japan — innan um hálft a'nnað þúsuncl þýsk börn. í þessum einkennilega barnabæ, eru 33 bárujárnsvarðir timburskál- ar og nokkur steinhús. Samtíinis er hægt að hýsa þarna 1500 börn, og liafa þau sín „borgararjett indi" meðan þau eru á skólanum og kjósa sjer borgarstjóra úr hójii kennar- anna'; er hann með festi um háls- inn, sem tákn virðingar sinnar. Sömuleiðis kjósa þau sjer lögreglu- stjóra. Foringjar nemendahópanna mynda „sambandsráðið“. Hver foringi og flokkur hans búa saman við algert jafnrjetti; borða allir sama óbrotna en kjarngóða matinn og sofa allir á samskonar hálmdýnum. Þarna búa allir við sönni kjör, hvorl þeir eru ríkir eða fátækir og kynn- asl liver kjörum annara af heimil- unum. Foringinn er foringi og ekk- ert annað, hvort heldur hann er ungur barnakennari eða lærður pró- fessor. Börn úr dýrum einkaskólum búa með börnum úr fátæklingaskól- unuin, leika sjer við þau og fara i gönguferðir með þeim, stúlkurnar slaga sokka og l'esta hnappa — drengirnir sækja vatn, bera inn eldi- við og eru í snúningum. Hefur skól- anum tekist að skafa út allan stjetta- mismun og gera nemendurna sam- rýmda, betur en að jafnaði leksl í barnaskólúm. Þremur stundum á dag er varið til hagnýtrar kenslu. A vellinum fyrir framan borgar- stjórahúsið gnæfir ferhyrndur klukkuturninn yfir toppana á greni- trjánum. Klukkan vekur „borgar- ana“ á morgnana og undir eins og þeir eru komnir á fætur hefst morg- unhreyfingin: stuttar leikfimisæfing- ar úti í læru morgunloftinti. Síðan kemur morgunbaðið og á eftir þvi „húðstrokur“. Að þvi loknu fá hörn- in árbit úti á víðavangi: brauð, maltkaffi og mjólk. Kenslan fer fram útj i skógi, uppi í heiði, við þjóð- veginn — en aðaláherslan er lögð á iþróttir og líkamsæfingar. Kl. 13.50 til 15 er miðdegishvíld í bæn. iim. Eftirmiðdagurinn og kvöldið fer í göngur um nágrennið og athug- anir á því, sem fyrir augun ber, garðyrkju, kapphlaup og þessháttar og eftir kvöldmatinn safnast Vega- mótafólkið saman á hæðunum fyrir utan þorpið og dansar hópdansa og syngur. Þegar fyrstu stjörnurnar blika á himninum er blásið til heiin- ferðar og sungið kveldljóð. Og að svo búnu fara börnin í háttinn. A Vegamótum hefir verið reynt að varast að hafa skipulagið ein- skorðað eins og það er i flestum skólum, en láta börnin venjast regi- um án þess að þau taki eftir þvi. Kenslan byggist á því að kenna börnum listina að lifa. Náttúran sjálf og fyrirbæri hennar er notað sem „kensluhölT1: Sólin, sem er a'ö renna u'pp, grösin, sem vakna undir næturdögginni, blómið, sem spring- ur út, ilmurinn úr jörðinni, skýin á liimnínum — alt þetta er látið lýsa margbreytni náttúrunnar og lífsins, sem hrærisl á jörðinni. Þegar „vinnuvikan" er iiti kemur sunnu dagurinn og gúðsþjónustuhald. Fugla Frli. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.