Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Side 8

Fálkinn - 19.11.1932, Side 8
8 F Á L K I N N Á síðasta afmælisdegi Kristjáns konungs tíunda var venju fremur mikið um dýrðir, vegna þess, að prinsinn af Wales var þá staddur í Kaupmannahöfn. Hópaðist fjöldi fólks fyrir ut- an höllina Amalienborg til þess að sjá konginn og prinsinn. hjer að ofan eru nokkrar myndir teknar á afmælisdaginn. Efst er lífvörðurinn. Að neðan til hægri sjest konungurinn koma akandi til hallarinnar en til vinstri sjást börn, sem hafa orðið viðskila við fólk sitt í fjöld- anum, og lögreglan hirðir og fer með á stöðina til að koma þeim til skila. í byrjun október urðu ákafir jarðskjálftar í Makadoníu, eink um i Salonikihjeraði, báðum megin við Chalkidikefjörðinn. Hrnndi þar fjöldi húsa og um 'iOO manns fórust. Myndin hjer að ofan sýnir hreyfingarnar, sem urðti á jarðskjálftamælin- um í Kaupmannahöfn í einum mesta kippnum. Myndin hjer að ofan er frá Tokíó. Hún er tekin um sumardag í rigningu og sýnir japönsku regnhlífarnar í notkun. Þær eru miklu stærri en okkar og óbrúkandi í stormi, vegna þess hve ónýtar þær eru. Ymsir munu halda, að eldur geii alls ekki komið upp í skýja kljúfunum, sem eru að mestu úr járni og steini. Myndin sýni annað. Eldur hefir komið upp á 27. hæð í húsi í Chicago. Þa er ómögulegt að koma stigum við en slökkviliðið starfar inni húsinu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.