Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Qupperneq 12

Fálkinn - 19.11.1932, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N Fyrir eina 40 anra á viku Getur þú veitt þjer ob helm- ili þinu bestu ánægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en VIKURITIÐ ---- Útkomið: I. Sabatini: Hefnd , . . 3.80 II. Bridges: Rauða húsið . 3.00 III. — Strokumaður 4.00 IV. Horler: Dr. Vivant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00 Ph. Oppenheim: Leyniskjölin3.00 Zane Grey: Ljóssporið . . 4.00 í prentun: Sabatini: Launsonur. Biðjið bóksala þann, sem þjer skiftið við, um bækurnar. Z E B 0 gerir ofna og eldavjelar skín- andi fallegar. Hraðvirkur Gljá- inn, dimmur og blæfallegur versiunum. SFINXINN RAUF Þ06NINA.... Besta ástarsagan. Fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt Iand. Verð fjórar krónur. Lögreglan i Köningshiitte hefir náð í smyglaraflokk, sem rak at- vinnu sína með einkennilegu móti. Smyglararnir komu vörum — ekki yfir heldur undir landamærin. Á einum stað var náma undir landa- mærum Póllands og Þýskalands og höfðu þeir gert göng upp úr nám- unni beggja megin við landamærin, og fóru með vörurnar þessa leið. -----------------x----- í Englandi er það siður, að skreyta uagn brúðhjónanna með ýmiskonar ldutum, sem eíga að færa brúðhjón- unum gæfu í hjónabandinu. Hjer á Hvernio á að Mast rantt nef! Margar stúlkur eiga í sífeldu striði með að varðveita hörundið mjúkt og hvítt, þvi að það vill fljótt verða veðurbarið og roðna í rigningunni og storminum, einkum á vorin. Það hefir heldur ekki góð áhrif á hör- undið að vera úti í kulda og koma inn í heitt herbergi til skiftis, því að allar snöggar hitabreytingar liafa slæm áhrif á hörundið. Það verður þurt og vill flagna, springur og verður ósljett og myndast í það þjettriðið net af hrukkum. Þetta ókvenlega og slæma útlit er hægt að forjðast, ef hörundinu er skýlt áður en það verður fyrir áhrif- um veðursins. Á morgnana áður en maður farðar sig er gott að smáklípa í kinnarnar til þess að örfa blóðrás- ina. Síðan er mjúku og nærandi kremi nuddað inn í hörundið, bæði á andliti og hálsi. Eftir 4—5 minút- ur er það nuddað af aftur með mjúk- um línklút. Og þá fyrst notar mað- ur andlitsáburð og duft. Nefið er viðkvæmasti bletturinn á andlitinu. Því er hætt við að blána eða roðna af kulda. Mörgum verður á að hylja þetta með því að bera duft á nefið, en það gerir ilt verra og allir þekkja árangurinn: fjólublátt nef, sem flestir hlæja að. Það er gott ráð að nudda nefið dálitla stund á hverjum morgni með ofurlitlu af möndluolíu og þurka það á eftir með bómullarhnoðra Bera siðan á það örvandi baðvatn og nota þar á eftir dagkrem og duft. Á vetrum verða oft varir, sem að jafnaði eru mjúkar og fallegar, þurr- ar og springa. Það er af þvi að vara- stiftið sem notað er inniheldur ekki nógu mikla fitu. Þessvegna er gott að núa varirnar dálítið á hverju kvöldi úr sama kreminu, sem notað er á andlit og háls. Margir hafa fyrir sið að pira aug- unum i stormi og sterku sólskini. myndinni sjást menn vera að skreyta bifreið handa brúðhjónum með — gömlum stígvjelum. Við þetta geta komið smáar hrukkur í augnakrókana og valda þær þvi, að maður verður ellilegri í útliti en vera ber. Við þessu er gott að baða augun á hverjum morgni, fyrst úr volgu vatni og svo úr köldu. Munið að hirða vel á ykkur háls- inn, þvi að ekkert flettir ver ofan af aldri konunnar en illa hirtur háls. Hálsinn verður að nudda vel og fasl eins og andlitið, upp og út. Ef háls inn er farinn að láta á sjá er ráð- legt að nota um tíma aðeins krem, eii ekki vatn og sápu. Þegar kremið hefir verið tekið burt er baðvatni sprautað á hálsinn og á að lata j>að þorna af sjálfu sjer. Loks er borið duft á hálsinn. Á hverju kveldi á að nudda bæði andlit og háls með l'eitu nærandi kremi, eftir að alt duft og farði frá deginum liefir verið þveg- ið burt. Það má ekki gleymast, livað seint sem farið er í rúmið. ——x------ VEIKINDI Á HEIMILINU. Það er ekki tilgangurinn með þessari smágrein að gefa nein lækn- isráð heldur aðeins smávægilegar bendingar um, hvernig fara eigi að þegar sjúklingur er á heimilinu, ef vera mætti að þau gerðu bæði sjúklingnum og þeim sem stunda hann, hægra fyrir. Nauðsynlegl er að velja lianda sjúklingnum stærsta og sólrikasta lierbergið i íbúðinni, en haga svo til ef hægt er, að þar sje sem kyrlát- ast og að sem minst heyrist til barna eða nágranna, eða skarkali af göt- unni, ef í kaupstað er. Því að kyrð- in er sjúklingnum fyrir miklu. Einn- ig er gott að ekki berist þangað mat- arlykt frá eldhúsinu eða glamur þaðan. Sjeu horfur á að legan verði löng verður að gera herbergið vandlega hreint áður en það er notað og sömu- leiðis eldfærin, ef að vetrarlagi er. Veggi, sem málaðir eru með olíulit verður að þvo með sápuvatni en pappirslagða veggi á að hreinsa með sóo eða klút, sem deigur er al' sótt- hreinsandi efni. — Flytjið út úr her- berginu öll þau húsgögn, sem ekki eru nauðsvnleg að hafa þar inni og berið ólíu á allar hjarir, svo að ekki ýskri i þeim. Hafið þjett og dökt giuggatjald fyrir gluggunum, svo að sjúklingurinn geti sofið á daginn án þess að birta ónáði hann; lika er gott að liafa hitamæli yfir rúminu. Geymið öll hjúkrunaráhöld afsíðis svo að herbergið sje þokkalegra, hengið nokkrar skemtilegar myndir á veggina og hafið myndir af sjúkl- ingsins nánustu á litlu borði ná- lægt rúminu hans. Ilafið ekki í herberginu blóm sem mikinn ilm leggur af. Hafið um 15 cm. rifu á glugganum dag og nótt, ef veður leyfir. ----x:--- EFTIRSÓKNARVERÐIfí EIGIN- LEIKAR. Hópur al' iinguin mæðrum sat og talaði saman — vitanlega um börnin sín. Meðal annars mintust þær á hvaða eiginleika þær teldu nauð- synlegasta börnunum og liklega hef- ir hver móðirin um sig óskað börn- um sínum þess eiginleikans, sem hana skorti mest. — Jeg vildi óska þess, sagði sú fyrsta, lítil og veimiltítuleg kona, að hann Jens yrði ekki í tölu þeirra sem altaf eru hræddir við að hafa sjálfstæða skoðun eða að breyta um skoðun, ef hann heldur að það sje rjett. — Sá sem ekki er i vafa kann líka að virða skoðanir annara, þo hann sje þeim ekki sammála. Þá sagði sú næsta: — Jeg vildi óska að telpan mín yrði nægjusöm, svo að hún verði ekki sínöldrandi og kvartandi, til leiðinda fyrir þá sem hún umgengst. Jeg las einu sinni arabiskt. orð, sem jeg man og er svona: „Jeg var einu sinni óá- nægður af því að mig vantaði skó á fæturna og þeir urðu sárir á grjól- inu. En þá hitti jeg marin, sem hafði mist báðar fæturna!“ Jeg minnist altaf þessara orða þegar jeg er að kvarta sjálf. Sú þriðja sagði hikandi: —- Jeg get ekki óskað barni mínu neins betra en að hafa augun opin fyrir hinu raunverulega gildi hlutanna, blanda ekki sainan smáu og stóru. aðalatriðutn og aukatriðum. Hve oft gerir tolk ekki úlfalda úr mýflug- unni, lætur eins og lífshætta sje að smávægilegum kvilla og harmar missi einhvers hjegómans, eins og það væri gull og gimsteinar. Hve miklu ljettara væri ekki að lit'a, ef menn væri gleggri á matið. Og þarna kom hver móðirin eft- ir aðra og óskaði börnum sínum nægjusemi, þolinmæði, hreinskilni, hugulsemi við aðra og annars þvi líks. En engin óskaði þeim þess, sem gæfudísin er altaf látin koma með færandi hendi í æfintýrunum: gulls og fegurðar, Það er eftirtektarverr við þá tíina sem við lifum á. Því livað eru peningarnir sjálfir á móii hæfileikanum til að vinna fyrir þ’eim. Og er ekki fegurðin varhugaverð- ur fjársjóður, sem oftar gerir bæði körlum og konum ilt en gott? ? 2f, .S'AL TFISKSRJETTIR Það er ekki lausl við, að ýmsar góðar íslenskar húsmæður líli nið- ur á blessaðan saltfiskinn. Við sjó- inn kjósa þær heldur ljelegan fisk og jafnvel skemdan, ef hann á að lieita nýr, en besta saltfisk, og mörg- um þykir handhægra ef þær neyðast til að taka saltfisk á annað borð, að kaupa hann útvatnaðan hjá fisksal- anum, en að eiga hann á heimilinu. En húsmæðurnar i Portugal eru öðruvísi. Þær geta búið til 126 mis- nuinandi rjetti úr saltfiski! ----x-----

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.