Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 1
16 siður 40 anra SKIP STRANDAR. Það er víðar en hjer á landi, sem veðráttan hefir verið ryskjótt í skammdeginu. Hvarvetna í nágrannalöndunum hefir verið óvenjulega mikil umhleypingaiíð, eins og marka má að því, að skipsskaðar hafa verið afar tíðir. Skip hafa týnst á rúm- sjó þannig að ekkert hefir til þeirra spurst, önnur bilað og skipverjar orðið að yfirgefa þau í hafi og enn önnur strandað. Sýnir myndin hjer að ofan litið skip, sem strandaði við Skot landsstrendur fyrir skömmu. Sjómenskan er ekki heiglum hent, þegar vetrarstormarnir geysa og skammdegið er sem svartast. Og þau atvik sem ströndin verða stundum með við ókunna og hættulega staði eru oft svo ægileg, að furðu gegnir, að þeir sem komast lífs af úr þeim, vilji nokkurntíma koma á sjó aftur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.