Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N anum, þótt hann yrti á mig. ASeins skyldi jeg kinka kolli, eða hrista höfuöið, og láta hann svo um alt annað. Nú heyrðist til greifa'ns í stiganum. Hún settist á stólihn sem jeg' var vön að sita i, en ljet mig standa á hak við stólinn og snúa haki að lnirðinni. Jeg held, að jeg geti varla sagt gi'eini- legar frá því, sem gerðist næstu mínúturn- ar. Jeg var all of æst lil að lcg'gja það á iniiinið. Jég man aðeins eftir því, að hann yrti fyrst á mig, en Moljy tók l'ram í fyrir lionuni, sagði honum að hún væri hressari, og að hún hefði ekki eins milcið á móti giftingunni og áður. Hún hjelt vasaklútn- um fyrir augun og ljet sem hún hefði grát- ið. Greifinn virtist vera ánægður, og klapp- aði á lierðar henni. Áður en jeg vissi af nijer, var jeg farin að ganga niður stigann. Jeg man óljóst, eftir, því að greifinn sagði eithvað við mig, en jeg lieyrði ekki hvað það var. Aðeins með því að heita minni ítrustu stillingu, að jeg gat látið vera að hlaupa til þeirra í einum spretli". „bú leyndir því aðdáanlega vel“ varð Tony að orði. „Jeg hef aldrei sjeð néinn ganga jafn hátíðlega niður stiga“. „Síðan stigum við inn í bílinn“, sagði Isa- hella að lokum. „Við ókum svo á fleygi- ferð ofan veginn, og mjer stóð á sama um alt í heiminum“. „Ilveriiíg gekk svo ferðin ofan fjallið, og hardaginn á strönditani ?“ spurði lafði Joce- lyn. „bað þarf jeg þó að vita greinilega um l)etta alt“. „Jæja“, sagði Tony. „í fyrstu gekk alt vel. Við skildum liinn kurteysa og þægi- lega Paquita eftir þar sem við tókum hann, og hjeldum svo áfram lil Braca. Eins og gefur að skilja voru lögregluþjónarnir á hnotskóg eftir okkur, og þegar við vor- um á leiðinhi niður að höfninni æptu tveir villimannalegir náungar á okkur að nema staðar. bví miður var sandkerra nokkur á strætinu”. llann hætti og brosti. „Nú er l)est að þú spyrjir Guy um leiks- lokin. llann er orðinn svo saddur af blóði og morðum að bann hlýtur að geta sagt skýrt og skilmerkilega frá málavöxtum“. „Ilalt þú áfram Guy“, sagði lafði Joce- lyn. „bú þarft ekki að skera utan af því. Jeg er orðin taugastyrk af þessu“. „betta er eintómt þvaður úr Tony“, sagði Guy, sárgráinur. „Bugg og jeg biðum eftir Tony.------- við fórum í land, með skip- stjóranum til að sækja hann. bað var ekki gott að komast hjá J)ví að sjá að ráðist var á hann í fjörunni, svo að við flýttum okkur lil aðstoðar hónum. Tony var þegar búinn að lemja þrjá þeirra til jarðar, svo að það virtist ekki vera mikið eftir handa okkur. .Jeg er hræddur um að jeg hafi or'ðið til þcss að skjóta annan lögregluþjóninn mcð skammbyssu, sem jeg af tilviljun bar á mjer, í þetta sinn. Til allrar hamingju lield jeg að hann hafi aðeins særst í öxlina“. „Hann skammast sín fyrir hreystiverk sín“, sagði Tony miskunarlaust. „Hann hljóp eftir fjörunni, eins og ógurlegt tígrisdýr, og ef — —“ Hann varð að hætta því nú var barið að dyrum. Ellen kom inn. „Ilerra Henry Coinvay bíður i forsaln- um“, tilkynti hún. Vonbrigðasvipur kom á lafði. „Ó“, sagði luin. „Jeg gleymdi að segja ykkur að jeg átti von á honmn. Hann ljet sima til min í morg- un til að láta mig vita að hann ætlaði að lcoma til mín. Hann vill víst fá að vita hva'ð orðið er af þjer Tony“. „Jeg veit ])að nú varla sjálfur“, sagði Tony. „En mjer er ánægja að láta hann vita hvar jeg er staddur núna.Að minsta kosti erþett ágætt tækifæri til að kynna liann fyrir Isa- beílu“. „Er þjer alvara með að taka á móti hon- um?“ spurði Guy. „Auðvitað“, sagði Tony. „Mjer finst það bæði eðlilegt og sjálfsagt að lionum gefist kostur á að kynnast frænku sinni sem fyrst“. „Jæja þá“, sagði lafði Jocelyn. Fylgið hr. Henry hingað upp Ellen“. Hún vjek sjer að Tony. ið niegum engum segja leyndar- mál Isabellu. Jeg hef heitið da Freitas þvi“. Henry kom nú inn í herbergið. begar hann sá þau öll þarna saman komin, datt alveg yfir hann. Var sjaldgæft að sjá slik svipbrigði á hinu órannsakánlcga andliti hans. „Ert þú þá hjerna?“ sagði hann þegar liann kom upp orði. „Og jeg er búinn að leila að þjer um þvera og endilanga borg- ina í heilan sólarhring. Jeg þarf að tala við þig um alvarlegt málefni". „Mjer þvkir þetla leitt“, sagði Tony. „En sannleikurinn er sá að jeg hefi sjálfur haft áriðandi málefnum að sinna“. Ilann tók í hönd Isabellu og reisti liana upp úr sætinu. „Jeg hef verið að undirbúa brúðkaup mitt“, sagði hann. Ilenry starði á liann orðlaus af undrun. „Er þetta — e þetta satt?“ stamaði liann. „Ákaflega satt“, sagði Tony glaðlega. „Lof mjer að kynna þig Isabellu. betta er Henry frændi Isabella. Jeg er viss um að ykkur fellur vel hverju við annað“. llenry gat stilt sig með því að neyta allr- ar orku. „Jeg bið yður fyrirgefningar“, sagði hánn og hneigði sig fyrir Isabellu. „Tony kom mjer svo á óvart með þetta að jeg vissi ekki livað jeg sagði". Hann vjek sjer að lafði Jocelyn og Guv. „Hversvegna fæ jeg ekki að vita þetta fyr en nú?“ „Við fengum ekki að vita þetta fvr en fyrir fáum mínútum síðan“, sagði lafði Jocelyn rólega. „Tony er vanur að fara sin- ar eigin götur, eins og þú veist“. Henry varð litið til Isabellu. Hann horfði á hana með aðdáun, sem þó var nokkuð efahlandin ennþá. , „Fyrirgefið uiigfrú“, sagði liann. „Jeg hef ekki þann heiður ennþá að vita hvert nafn yðar er“. „Isabella“, sagði Tony. Isabella Francis. Fallegt nafn eða finst þjer það ekki.“ Ilenry svaraði engu spurningu þessari. „Eruð þjer máske skyld sir Georg Francis frá Laurence Wetotron?“ spurði liann. Isabella hristi höfuðið. „Ekki veit jeg til þess“, sagði hún blátt áfram. „Vita skalt þú“, sagði Tony, „að Isabella á enga ættingja og er það eitt af aðalkost um hennar“. „Enga ættinga?“ varð Henry að orði. Hann varð ótasleginn. „Nei, enga“, sagði Tony ákveðinn. „En þú skall ekki setja það fyrir þig. Bæði Guy og Anny frænka er harðánægð með konu- efnið mitt“. „Satt er það“, sagði lafði .Tocelyn. „Tony er i rauninni miklu lánsamari en hann á skilið“. I leniw sneri sjer að Guy. „Og þú?“ spurði hann. „Væri eg í Tonys sporum, þá muiidi jeg vera lireiknasti og hamingjusamasti mað- ur veraldarinnar“. „Jæja“, sagði ITenry yfirkomiiin. „Jeg verð þá víst að lúta úrskurði ykkar. Jeg óska ykkur báðum innilega til hamingju“. „Jeg var þess fullviss að þú mundir gleðj- ast af þessu", sagði Tony. „bú varst ekki svo lítið búihn að reyna að koma mjer i hjónabandið“. Henry snjeri sjer að Isabellu; og hafði að éngu það er Tony var að segja. Jeg' vona að við kynnumst bctur innan skamms. bvi miður má jeg ekki tefja lengur í þetta sinn, þar sem eg nú þegar verð að fara á áríð- andi stjórnmálafund“. „bað var leiðinlegt“, sagði lafði .Tocelyn. „Jeg ætlaði einmitt að fara að bjóða þjer að borða með okkur litlaskattinn“. „bakka þjer fyrir hugulsemina“, svara'ði Henry. „En jeg er hræddur um að þeir geti ekki án mín verið í þinginu". Ilann vjek sjer að Tony. „Jeg vona að þið ungfrú Francis heimsækið okkur bráðlega“. l)ætti bann við. „Ef til vill í kvöld. Jeg er viss um að Lára verður óþolinmóð eftir því að kynnast Isabellu. „.Tá, jeg efasl ekki um það“, sagði Tonv. „Að visu liöfum við afar annríkt, en við skulum reyna að koma bráðum. bú getur að minsta kosli sagt Láru hve yndisleg Isa- hella cr“. Hann hrosti vingjarnlega til fraéhda síns, sem nú kvaddi og fór. „Hann tók þessu, eftir atvikum lurðan- lega vel“, sagði Tony er Henry var farinn. „Ætlar þú að fara að heimsækja hann i kvöld.“ spurði Guy. Tony hristi höfuðið. „Jeg er hræddur um að ekki viniiist tími til þess“ sagði hann. „Jeg þarf að ná mjer í leyfishrjcf og það er vafalaust afar þreytandi vinna“. „Leyfisbrjef?“ emhjrtók lafði Jocelyn. Leylist mjer að spyrja hvort ])ú ætlar að fara að gifta þig nú þegar“. „Já það veit liamingjan“ sagð Tony. .íeg kæri mig ekki um að eiga á hættu að missa Isabellu, Henni er ekki óhætt fvr en víð erum gift, en þá geta þeir ekki undir riéin- iim krihgumstæðum náð benni frá mjer. Að minsta kosti ekki nema með þvi að gera mig að konungi Livadíu, og jeg býst við því að jafnvel Congosta mundi hugsa sig um, áður en hann tæki þann kost“. „betta verður vissast, Fanny frænka“, sagði Guy hæglátur. „Við athuguðum þetta vandlega á heimleiðinni. Congosta, er enn- þá i London, og ef liann einhverntíma lcynni að mæta þeim Tony og Isabellu, áð- ur en þau giftast, þó gæti það orðið orsök nýrra vandræða. Vissast er fyrir þau að gifta sig, og fara svo í ferðalag á „Betty“. Sennilegt er að Congosta fari bráðum til Livadíu, en á meðan hann er hjer, er nauð- synlegt að vera var um sig“. „betta er víst satt“, sagði lafði .Tocelyn. Hún stóð upp. „bið hafið ekki sagt mjer alla söguna ennþá“, sagði hún. „Hvernig ætlið þið að fara að skýra fjarveru Molly, frá leikhús- inu. Og hvað er orðið af liinum ágæta vini ykkar sem lánaði ykkur bifreiðina?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.