Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.02.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: SvavarHjaltested. Aðalskrifstofa: SanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið kemur út hvern iaugardag. AskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi; kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. .4uglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Menn temja sjer mismunandi lag á því hvernig þeir segja hlutina. likki aSeins livernig þeir orSa þá, heldur og í hvaSa tón þeir segja þá. Og víst er þaS, aS áhrifin eru ýrniskonar, eftir því hvernig hlut- urinn er sagSur. Sumir eru blíSir, aSrir smeSju- legir sumir biSjandi. aðrir skip- andi, sumir eins og þeir eigi alt und- ir þeim sem svarar, aðrir eins og sá sem á aS svara sje á valdi þess sem viS hann talar. Einstaka menn hafa tamiS sjer þannig orSalag og rödd, aS þaS er eins og þeim finn- ist, aS þeir einir ráSi öllu og að aSrir hafi ekki annars aS gæta en heyra og lilýSa. Þeir sýna eigi bein- linis af sjer ókurteysi i orSum en látæSi þeirra er ókurteysi og lýsir gikkshætti og lítilli mannþekkingu. ÞaS er alt undir umhverfinu kom- ið, hver aðferSin reynist áhrifa- mest — í svipinn. ÞaS þarf ekki nema yfirlæti og dálitla frekju í orS- um tii ]tess aS yfirbuga þann lítil- siglda, — og fá hann til aS gera — jafnvel til þess aS gera það sem rangt er. Ef það stoðar ekki má bæta viS hótunum og storkunuin. Ef þetta stoðar ekki reiðast báðir hlutaðeigendur og málið sem þeir ætluðu að útkljá sín á milli verður óútkljáð. Það strandar. Mennirnir verða óvinir, að minsta kosti um sinn og þykir sennilega hvorum um sig að hinn liafi gert sjer órjett. Mörg óvináttan hefir skapast al' ógætni i orðum út af smávægileg- um h'.utum og margt þarft málefnið liefir rekið í strand fyrir ofstopa annars aðilans eða beggja. Fyrir vöntun á lipurð. Þvi að lipurðin er einna nauðsyn- legusl af öllu, þeim sem þurfa að hafa eitthvað saman við aSra menn að sælda. Hún er það sama samn- ingunum eins og olían vjelinni. Þar sem áburSinn vantar vex núnings- mótstaSan og framleiðist hiti. Vjelin gerir það sama þegar tiún ofhitnai- eins og maSurinn gerist þegar liann reiðist. Og hvorttveggja skemmist og afköstin verða að engu. Árang- urinn verri en ekki neitt. En vi.nnur máðurinn nokkurntíma nokkuð meS að tala i mikilmensku- tón. Hann vinnur ekki á jafnokum sínum. Hann yfirbugar aðeins þá litilsigldu. En gæti liann ekki sigr- ast á þeim án þess að beita stór- yrðunum. Vissulega, og hann mundi verða maðúr vinsælli og hetur met- inn, auk þess sem hann sparaði bæði sjer og öðrum hina óþörfu núnings- mótstöðu, sem aðeins framleiSir liil- ann — gremjuná. Minning Richard Wagners. í þessum mánuði er tónajöfursins mikla, Richard Wagners minst meðal allra menningarlrjóSa lieimsins og þá ekki sísl í ættlandi hans, Þýska- landi, og fara minningarhátíðir þess- ar frám i þessum mánuði. Því að á mánudaginn kemu.r eru 50 ár liðin siðaii Wagner andaðist suður í Fen- eyjum, og á þessu ári eru liðin 120 ár siðan hann fæddist og 100 ár síðan fyrsta ópera hans kom fiam Þegar á þrítugs aldri varð liann liljómsveitarstjóri í ýmsum' þýskum bæjum, en dvaldi því næst í Lon- don og París. Parísardvöl hans markaði að mörgu leyti spor í æfi hans; átti hann við ill kjör að búa þar en þroskaðist mjög, eins og lista- menn gera oft þegar mest sverfur að þeim. Þar lagði hann siðustu liönd á óperuna „Rienzi“ og „Hol- lendinginn fljúgandi", sem fyrst vöktu athyglina á þessu mikla tón- skáldi. Frtimsýning þeirra beggja var í Dresden, en þar varð hann hljómsveitarstjóri. í hinu síðar- nefnda verki koma frain hin frum- rænu einkenni Wagners sem tón- skálds, er siðar urðu svo sterk, að segja mátti að liann gerði fullkomna byltingu i tónlist. Enda var hann byltingasinnaður í skoðunum, eins og meðal annars má marka af því, að árið 1849 varð hann að flýja land fyrir þáttöku sína i maí-bylting- unni. HafSi hann lokið við Tann- hauser fjórum árum áður en nokkru síðar kom Lohengrin. Eru þessar tvær óperur oft nefndar saman, og bera þess merki hver breyting var að verSa á þroskaferli Wagners, eft- ir fyrstu óperurnar, Rienzi og Hol- lendinginn fljúgandi. En hið þriðja timabil í listaferli hans hefst með Tristan og Isolde og þar eru breyt- ingarnar orðnar fullkonmaðar. Wag- ner hafði tekið upp fullkomiega nýtt snið á söngleikjunum og eins og geta má nærri skeði þetta ekki and- stæðulaust. Fylgismenn hins gamla skóla, sem Wagner fylgdi í hinum fvrstu verkum sínum töldu liann varg í vjeum og hefir líklega verið mn fáa menn eins deilt og Wagner. Á eftir Tristan konm Meistarasöngv- arnir i Nurnberg en eftir 1870 , Nifl- ungsliringurinn“ — þ. e, liinar fjór- ai óperur Rínargullið, Valkyrjan, Sigfried og Ragnarrök. Voru þessi verk Wagners sýnd í samhengi á söngieikahúsinu í Bayreuth 1876 i fyrsta sinn, en þessari óperu hafði verið komið upp til þess að verða gróðurstöS W/agnersleikjanna, sem gcrðu svo sjerstæðar kröfur til leik- sviðs og orkesturs, að þær þótti ofí ekki njóta sín á hinum venjulegU söngleikhúsum. Hjá Wagner er texli og hljómur svo náið, að hvorugt getur notið sín án annars enda samdi Wagner sjálfur textana við allar óperur sin- ar. Og til þess að láta "hljómana ná meiri og margvislegri mætti og betri túlkun en áður, komst Wagner ekki af með hinar gömlu hljómsvcdir, heldur varS hann að fjölga hljóm- leikurum og hljóðfærum í þeiin. Hann var og kröfuliarður meS tilliti lil söngfólksfjölda í leikjum sínum eins og t. d. i Parsifal, sem varð síðasta verk hans, og kórsöngvararn- ir skifia lnmdruSum. Reykjavik er ekki enn orSin sá tónlistabær, að hún geti minst Wagners með því, að sýna einhvern af leikjum hans — lnin á ekki einu sinni í hljómsveit, sem gæti leikið Wagnersóperur. En samt verður Wagners minst hjer á skemtilegan liátt. Pjelur Jónsson, sem i fjölda ár hefir sungið helstu hetjuverk Wag- ners í öllum óperum hans, á þýsk- inn söngleikhúsum heldur minning- arhljómleika í Gamla Bíó á mið- vikudaginn og verSur söngskráin vitanlega öll eftir Wagner. VerSur songskráin þannig skipuð, að hún gefur sýnishorn af tónsmíðum Wag- ners frá því elsta til hins yngsta, Hún hefst á „Bæn Rienzis“ en þá kemur næst Gralsöngurinn úr Loh- engrin en næst þrjár ariur úr Tan- hauser. — Svo koma „Preislied“ úr Meistersinger, Wintersturme úr Val- kyrjunni og Smiðjusönguriiin úr Sig- fried. — Söngskráin nær þannig yl'- ir þróunarferil tónskáldsins frá Rienzi til Niflungahringsins. VerSa hljómleikar þessir sjaldgæft tæki- færi til þess að kynnast hinu fræga tónskáldi og betri túlkanda hinna stórkostlegu söngva Wagners en Pjetur Jónsson er naumast hægt að hugsa sjer. Myndirnar sýna Pjetur Á. Jónsson í Tannhauser (t. v.) og Meistersinger (t. h.). Haraldur Sigurðsson yfjrvjel- stjóri á e.s. „GuIlfoss“, varð fimtugur 8. þ. m. Frú Guðlaug Guðlaugsdótlir, Staðarhól við Langholtsveg varð 'iO ára í gær.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.