Fálkinn - 11.02.1933, Blaðsíða 14
14
Tveim mínútum síðar var Renny ,skip-
stjóri upp á þilfari og kom þá auga á mann
í oliufötum. Hánn sá þegar á vaxtarlagi
hans, að þétta hlaut að vera fyrsti stýrimað-
ur, og meðaumkunartilfinnihg greip hann
snögglega.
„Þetta er hölvað veður, hr. Slia\v“, sagði
liann, kumpánlegá.
Shaw svaraði með því að sveifla hægri
handlegg, en í hendinni lijelt hann á þungu
járni. Titringur fór um allan líkaina hans
um leið og lipggið reið al'. Þegár verkinu
var Jokið, fór liann inn í káetu sína og gekk
eins og í svefni. Hann var hálfringlaður eft-
ir. Það var ekki fyrr en Walters hitti hann,
að hann tók eftir því, að hann var með
járnið í hendinni.
Kl. 10 mínutur vfir l() var barið á dyr
lians. „Má jeg tala við yður eina mínútu,
lien-a?“ var spurt og Walters kom inn.
„Það var viðvíkjandi skipstjóranum. Jeg
'fór með kaffið til lians eins og venjulega,
kl. 10. Vanalega liringir liann á mig til þess
áð fara burt með bakkann, þegar hann hefir
lokið við kaffið þ. e. a. s. hjerumbil fimm
mínútum seinna. En þar sem hann hringdi
ekki og jeg hafði heldur ekki heyrt hann
koma niður af þilfarinu, fór jeg til að að-
gæta það. Hann var ekki í káetunni, og held-
ur ekki á þilfarinu, svo jeg tók mjer það
bessalevfi að spyrja gegn um kallpípuna
livort hann væri á brúnni“.
„Og er hann ekki þar?“ spurði Sliaw.
' „Nei“.
Leitin, sem nú hófst, var að því er Shaw
snerti, skrípaleikur. Þegar hann fór fram
hjá búrdyrunum, kom Walters út þaðan.
Hann spurði ekki hvort skipstjjórinn hefðj
fundist, því að hann var að hugsa um ann-
að. Hann hafði minst svipsins á stýrimann-
iniún, er liann mætti honum með járnið i
liendinni.
Mörg Ioftskeyti fóru á milli Gyclops og
London. Útkoman varð sú, að Shaw fjekk
varanlega skipstjórastöðu á skipinu, frá
og með 17. nóvember að telja — en þann
dag hvarf Renny skipstjóri. Þessi fregn
var eins og gúðsblessun fyrir stýrimanninn.
Myrkrasvipurinii var horfinn af andliti hans
eins og dögg fyrir sólu. Yfirráð! Völd!
Þetta var eins og að kasta ellibelgnum, og
samanborið við það, sem áður liafði verið,
var viðmót lians næstum galgopalegt. Cieorg
Edward Shaw, skipstjóri!
Hann lofaði sjálfum sjer þvi, að hafa
engar áhyggjur framvegis. Nú, er hann
fjekk kaupliækkun, var hann sæmilega
stæður, og eins voru skipseigendurnir van
ir að gefa skipstjórum rífleg eftirlaun, er
þeir ljetU af störfum. og honum datt ekki
i liug áð gera sjer rellu út af fyrirrennara
sinum. Hinn fyrverandi fyrsti stýrimaður
var ekki sá, sem ljeti samviskuna trufla
sig, og sem sönnun þess má nefna, að hann
svaf vært í káetu Rennys hverja nótt, og
sat þægilega í stól lians í yfirmannasalnum,
hvern dag. En þessi ró hans átti fyrir sjer
að verða fyrir truflun áður en lauk.
Það var gott veður og Cyclops var kom-
inn þriggja daga siglingu frá New York.
Þriðji stýrimaður, sem var á verði, kom
þá auga á fugl emn. Það var albatros, einn
af þessum fylgifuglum skipanna á sjónum,
sem geta flogið hundruð mílna fyrirhafnar-
laust, og án þess að hrevfa vængina, að því
FÁLKINN
er virðist. Þarna var liann, með löngu
mjóu vængina þanda lireyfingarlaust, og
leið, án þess að hvika frá stað sínum,
hjerumbil þrjátiu fetum uppi yfir skut
skipsins.
„Hananú", sagði þriðji stýrimaður, „þarna
er þá albatros“.
Sliaw sneri sjer til að líta á fuglinn og
ems gerði Walters, sem var á ferðinni með
kaffið.
„Þetta er skrítið“, sagði þriðji slýrimaður.
„Hversvegna skritið?“ spurði Shaw.
„Það var eins og hann kæmi hvergi frá",
fanst vkkur ekki? Jeg meina, að jeg leit
alt í kringum mig rjett fvrir mínútu, og
hvergi var neinn fugl sýnilegur innan sjón-
deildarhringsins, gæti jeg lagt eið út á“.
„O, hann hefir verið einhversstaðar þó
þjer sæuð hann ekki", sagði Shaw.
„Það getur auðvitað skeð", svaraði hinn,
„en jafnvel þó svo væri, er það samt skrítið.
„Og hvernig það?“
„Að hann skvldi koma í ljós, eða jeg tek-
ið eftir honuni, einmitt núna. Ef þjer mun-
ið það, skipstjóri, erum við núna einmitt
á sama hreiddarstigi og þegar Rennv skip-
stjóri fórst.
Þá fór ónotahrollur um Shaw. Hann þekli
vel þessa hjátrú hjá sjómönnum, viðvikj-
andi albatrosunum. Og þriðji stýrimaður tók
að fræða hann, rjett eins og hann vissi það
ekki. Hann liló stuttan, órólegan hlátur, og
sagði hálfhikandi:
„Þjer vitið, skipstjóri, að menn segja,
að sálir dáinna sjómanna setjist að í alba-
trosunum“.
Etthvað fjekk nú stýrimanninn — sem
hingað til hafði liaft augá á fuglinum
til að lita á yfirmann sinn. Hann sá að
Shaw var náfölur, og liann flýtti sjer til
að stíga fram til að styðja hann. En þá
var honum hrint harkalega, svo að hann
lenti á vjelasímanum.
„Þjer ættuð heldur að fylla kollinn af
logaritmum en kerlingabókum, hr. Winter-
ton“, sagði Shaw, loðmæltur. „Aðeins ó-
mentaðir menn þjást af hjátrú. Og þegar
liann sá þjóninn líta á sig með forvitni,
krepti hann linefann og sagði. „Hver sendi
yður hingað?“ Walters sá fyrir hugskots-
sjónum sínum greinilegar en nokkru sinni
áður, manninn, sem var náfölur og órór og
með járn í hendinni.
Um sólaruppkimu næsta morgun kom
Sliaw til að taka við stjórn á brúnni, og
leil einbeittlega fram. Hann hafði átt illa
hótl og órólega. Ómentaðar sálir smituðu
frá sjer, lnigsaði hann, því að nú var
hann sjálfur gripinn af sömu hjátrúnni og
hinir. Það varð ekki hjá því komist, hvern-
ig sem hann fór að. Mannleg skynsemi mátti
sin einskis gegn þessum hræðsluköstum, sem
l.ann fjekk öðru hvoru, svo hann fjekk ó-
not i magann af þeim. Var þessi andskotans
t'ugl cnnþá að flögra uppi yfir stýrinu? 1
meira en klukkutima stilti hann sig unl að
líta aftur fyrr sig. En þó fór svo að lokum,
að hann gerði það. Jú, þarna var fughnn,
eins og á verði, ískyggilega rólegur, með
hreyfingarlausa vængina þanda, eins og
liann væri að biðja til himins fyrir sálarfrið
liins látna. Shaw fór bölvandi ofan af brúnni
ig hijóp aftur eftir, eins og fjandinn væri á
hælum honum.
í káetu lians var byssa, sem hann notaði
stundum til að skjóta til marks með. Hend-
ur lians skulfu svo, að hann gat varla kom-
ið skothylkjunum i hana. Hann var eins og
Walters komst að orði við þriðja stýri-
mann siðar, „í habít". Og þriðji stýrimað-
ui tók hjartanlega undir það, en liann kall-
aði það hara hrjálæði. Hann vantaði
ekki spönn til að vera snarvitlaus.
llr. Winterton var á þilfarinu þegar Sliaw
berhöfðaður og með æðisgengnu augnaráði
rak livssuna fyrir hornið á yfirmannainn-
ganginum. Winterton tók viðbragð. „Nú.
liann er þá gengin af göflunum, hugsaði
liann með sjer, og faldi sig bak við loft-
íásarpípu. Shaw hló vitleysislega.
„Veríð ekki hræddur, hr. Winterton".
sagði liann, „jeg ætla ekki að skjóta yðu?
Að svo mæltu lyfti hann byssunni. Hár
hvellur heyrðist og dynkur er fuglinn lenti
á handriðinu við stefnið og hrökk út i sjó-
inn. Fáeinar lausar fjaðrir syntu á eftir hon-
um. Þriðji stýrimaður horfði á þær með
úndrun og skelfingu. Honum hefði ekki
orðið ver við þótt botninn liefði farið úr
skipinu. Þvi i augum stýrimannsins boðaði
dauði þessa fugls ilt. Hann var trúgjarn
mjög og tók jiátt i allri hjátrú sjómanna,
liverju nafni sem nefndist, og er liann 'horfði
á siðustu fjörbrot albatrosins fyrir aftan
skipið, var hann sannfærður um, að eitt-
livað verra ætti á eftir að fara. Það var sagt,
uð ógæfa hlytist af því að drepa sjófugl, og
nú fann hann beinlínis þefinn af ógæfu og
slysum í nösum sínum.
Og þá tók hann snögglega eftir því, að
dauðaþögn var komin um alt skipið. Hann
fann eins og títuprjónsstungu i hverri svita-
liolu um allan kroppinn, er liann varð þessa
var. Engin hreyfing var á neinu. Svo langt
sem augað eygði var sjávarflöturinn eins og
gljáfægð skifa, svo hreyfingarlaus, að Win-
terton fanst það alls ekki geta verið ein-
leikið. Enginn vindblær gerði vart við sig.
En brátt hrökk hann upp af þessu móki
við það, að Shaw sagði:
„Hananú — við erum stansaðir“.
Hr. Winterton komst samstundis til jarð-
ar af flugi sínu. „Jeg skal fara niður og sjá,
livað að er“, sagði hann. En hann var ekki
kiminn nema tvö skrel' er hann staðnæmd-
ist. Fyrsti vjelstjóri sást ganga aftur eftir
skipinu. Hann var ekki vanúr að kjafta frá
sjer vitið heldur hjelt hann sjer stuttort við
efnið.
„Skrúfan er farin“, sagði hann stuttara-
lega.
Hr. Winterton hrökk við. Ósjálfráða
augnatillitið sem liann sendi Shaw, hafði
i sjer eitthvað sigurlirós, sem ekki vijdi
láta á sjer standa. Slys já sannarlega var
slysið komið nú þegar. Hann hafði fundið
af því þefinn og þarna var það komið sjálft,
áður en drepni fuglinn var einusinni kóln-
aður. Auðvitað var það óðs manns æði að
setja þessi tvö atvik í samband, en þriðji
stýrimaður var nú einu sinni svona gerður.
Hvað Shaw snerti, þá stóð liann og starði
á vjelstjórann ágndofa og i hinni djúpu
þögn gat hann heyrt hjartaslájttinn í sjálf-
um sjer. Skrúfan farin. Það þýddi sama sem
að þeir urðu að bíða eftir skipi til að draga
sig. Bíða hjerna á staðnum — á sömu breidd
og Renny....
„Jeg ætla þá með yðar leyfi að skara út
undari þremur kötlum, sagði vjelstjórinn.
„Við þurfum ekki nema einn fyrir ljósa-
vjelina“.