Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1933, Síða 2

Fálkinn - 27.05.1933, Síða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ ---------- Viltn mifl. Bráðfjörug |)ýsk gamanmynd tekin af Gloria film undir stjórn Wilhelm Thiele. Meðal leikar- anna: RENATE MULLER, HERMANN THIEMIG, FRITZ GRUNBAU, SZÖKE SZAKALL. Sýnd bráðlega. ■ : a : ■ ■ ■ : ■ EfilLS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. SIRIUS GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SÓDAVATN SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. [ Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ j tryggja gæðin. í Egill Skallagrimsson ■ Sími 1C90. Reykjavík. Anægjunni er fullnægt, þegar iðnaðarmaðurinn kaupir öll sín handiðnaðartæki í Verslunin B R Y N J A. U L M I A - verkfæri nýkomin í miklu úrvali. Kaupið RECORD járnhefla ekki vegna þess að þeir eru BRESKIR heldur vegna þess að þeir eru B ESTI R Einkasali fyrir ísland. Verslunin BRYNJA Laugaveg. 29, Rvík. ATH. Biðjið um myndalista. ----- nýjabío ----------- Skýjaolóparnir. Einkar skemtileg mynd, tekin af Uiiited Artists undir stjórn Edw. SÚtheriand með ágætum leikurum i aðalhlutverkum, ])ar á meðal: SPENCER TRACY, WILLIAM BOYD, GEORGE COOPER og ANN DVORAK. Sýnd um helgina. verður altaf betra en allar eft- irlíkinngar hverju nafni sem nefnast. • ■‘•U.* • "ti..- o o •'HI,.. • •• □ rEkkiö Egils-öl O -"U»' O '"tí,.' O O ••'Mi. O •"Uu'O ••'•t*.'O Hljóm- og talmyndir. SKÝJAGLÓPARNIR. Þetta er ameríkönsk mynd frá Uni- ted Artists tekin af Howard Hughes og Edward Sutherland. Myndin er einkar kátlirosleg og skortir ekkert á að vera gamanmynd i orðsins besta skilningi. Og það sem gerir hana eftirtektarverðasta er hið á- gæta flug sem sýnt er. Aðnlpersónurnar eru piltarnir Spencer Tracy og George Cooper, sem hafa það fyrir atvinnu á bað- stað sem þeir eru á, að bjarga fólki frá druknun, þegar það synd- ir of langt út og kemst ekki af eigin rammíeik í land aftur. En það versta við þetta bjargendur er, að þeir kunna alls ekki að synda. Síð- an stelast þeir um borð i skip, sem „blindir farþegar" og næst ráðast þeir í fiugherinn án þess að kunna að fljúga og þessvegna er ekki að furða þó að flugið sje dálítið skrítið hjá þeim. Samt sem áður teksl þeim að vinna hetju- dáðir sem flugmenn. Þarna í hernum er þjálfari sem leikinn er af William Boyd, einkar skemtilegur og alveg eins og „ser- gentar“ eiga að vera, og er að reyna að ná í stúlku frá yngri piltunum. Endar ástaræfintýrið á einkennilegri flugferð, sem hjer skal eigi frá sagt. — Auk þeirra leik- enda sem nefndir hafa verið leikui’ Ann Dvorak aðalkvenpersónuna í myndinni. „Skýjaglóparnir“ verða sýndir i NÝ.IA BÍO núna um helg- ina. VILTU MIG? Það er ósvikin þýsk gamanmynd, sem felst undir þessu nafni. Aðal- persóna niyndarinnar er Róbert Goll„ ungur maður, sem ekki hefir ráð á að gifta sig, vegna þess að hann hefir ekki nema 300 mörk í laun og á fyrir tveimur bræðrum að sjá. Gengur i miklu basli fyrir honum því að hann er ekki bein- línis hirðumaður, hvorki hvað þrifnað snertir eða annað. Maður- TRÆLAST 1 RUNDTÖMMER, TÖNDESTAV, KASSEBORD ; EIVIND WESTENVIK & Co. A!s j TRÆLASTAGENTUR: TRONDHEIM j inn sem leigir honum gefst alveg upp við það að fá borgaða húsa- leiguna og dettur loks það snjall- ræði í hug að reyna að útvega honum ríkt kvonfang. Býður hann Robert hverja konuna eftir aðra en hann hafnar öllum þangað lil loks að hann hittir stúlku sem Gerda heitir og býður henni á söngleik til að kynnast henni. En í leikhúsinu sjer hann Inu Holback, forríka stúlku, sem húseigandan- um líst mjög vel á, að fá fyrir konu handa skulduga leigjandanum. Gerda vill ólm ná í Robert en sjer að Ina muni verða hættulegur kepinautur og grípur þvi til jjess ráðs að gerast vinnukona hjá Ro- bert. Hvernig það gengur fyrir sig er eiginlega öllum hulið, en svo mikið er víst, að hún fær nóg að gera fyrstu dagana, að taka til í húsinu: tæma beinin úr hljóðfær- inu og draga gamla flibba út úr gjallarhorninu á útvarpstækinu og þar fram eftir götunum. En veran verður ekki löng því að innan skamms hverfur hún aftur á jafn dularfullan hátt og hún kom. Hefir henni algjörlega fallist hugur með að giftast Robert, en ætlar að slá sjer á ríkan bónda. En þá vaknar afbrýðissemin hjá Róbert og vit- anlega fer það svo að þau giftast að lokum hann og Gerda. Þessar tvær aðalpersónur eru leiknar af Renate Muller og Her- mann Thiemig. Bræður hans tvo leika Wolf Albach-Retty og' Gustl Stark Gstettenbauer, en Frit/. Grún- baum leikur húseigandann og Szöke Szakall bóndann. Riku stúlkuna Inu leikur Margita Alfvén.-----Myndin er tekin af Gloria Film undir stjórn Wilh. Thiele og verður sýnd bráð- lega i GAMLA BlÓ. Ung stúlka hvarf nýlega í Gauta- borg. Lögreglan hefir hafið leit að henni og við rannsóknir, sem fram hafa farið, hefir komið ýmíslegt það fram, sem virðist benda á það að stúlkan hafi lent í krónum a hvitum þrælasölum. Menn hafa rak- ið spor stúlkunnar suður til Buenos Aires, en það þykir í meira lagi grunsamlegt. Enda var hún í fylgd með manni, sem lengi hefir verið grunaður um hvíta þrælasölu. Lík- lega finst stúlkan aldrei.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.