Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1933, Page 3

Fálkinn - 03.06.1933, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. 'Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aöalskrifsiofa: BanKaslræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anlon S c li j ö t li s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Aaghjsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Safamýrin og Þingvöllur eru and- stæður. Öll íslenzk náttúra er sam- safn af andstæðum, — alt sem rúm- ast getur milli eldsins og íssins. Sumir halda sjer við hitastigin, aðrir við kuldastigin — með öllum afleiðingum þess, sem þessi tvö höfuðmögn fá áorkað. Sumum finst hlár litur fallegur, öðrum rauður. Þegar því einn maður fer að lýsa einhverju og finst það fallegt og skemtilegt, finst öðrum einmilt þetta sama ljótt og ógeðslegt, alveg eins og sumum finst skemtilegt að hlusta á ljótt orðbragð en öðrum er það viðurstygð. Af þessum ástæðum er sprottin sú hneigð að betra sje að sjá alt með sínum eigin augum en annara,' og þarf engin tortryggni til sögu- mannsins eða milliliðsins að vera i þvi fólgin, þvi að sjónarmiðin og skynjanin sjólf eru aldrei eins, frem- ur en tveir menn eru ekki skap- aðir eins að ytra útliti. En hvergi er lmð eins áríðandi að sjá með sínum eigin augum, ei.ns og þegar náttúran sjálf ó í hlut. Þelta, „að sitja kyr í sama stað og samt að vera að ferðast" — er neyðarúrræði. Hversu góð landa- fræði sem eV gefur manni aldrei hugmynd um landið í samanburði við að ferðast um það einn dag, þegar um útlönd er að ræða. Ilversu góð lýsing á íslenskri fjallaleið eða sveil sem er, gefur manni aldrei þá hugmynd um hana, sem ferð og eigin sýn gefur, þó ferðin sje stutt og sýnin ekki nema augna- blik. Marini þykir meira varið í að hlusta á ræðu haldna en að lesa hana. En hversu iniklu meiri mun- ur er á því, að sjá fagurt hjerað eða útsýn af fjallstindi eða heyra því lýst eða lesa lýsingu á ]iví. ■Aö koma á staöinn er það eina óbrigðula til liess að geta gert sjer hngmgnd um staöinn. Og nú fer hraðvaxandi sú hreyfing hjer á landi, að koma á staðinn, ferðast og sjá með sínum eigin augum það, sem þeir hafa heyrt talað um og lcsið um. í nokkur ár hefir slarf- íið í landinu fjelag, sem vinnur að því, að menn sjái með eigin aug- um það, sem þeir hafa heyrt get- ið um eða lesið um, og sem reynir el'tir megni, að gera mönnum þetta sem auðveldast og ódýrast. Sam- göngutækin hafa batnað svo, á síð- ari árurn, að nú er ódýrara og fljól- legra að ferðast um landið en nokkru sinni fyr. Fólk ætti að ganga í þennan fjelagsskap og byrja að ferðast — innanlands. FjelagiÖ lxeitir Feröafélag íslands. Fimleikmót íslands hófst hér á íþróttavellinum á uppstigningardag 25. maí og hélt síðan áfram dag- ana 26. og 27. Er þetta i fyrsta skifti sem íþróttasamband íslands gengst fyrir landsmóti í fimleik- um, en ráðgert er nú að þau verði framvegis á 3—5 óra bili. Mótið hófst með skrúðgöngu allra þátttak- enda gegnum bæinn frá Austurbæj- arbarnaskólanum fram á íþróttavöll með lúðrasveit í fararbroddi. Þótti öllum, sem sáu skrúðgönguna, mikið til hinnar fríðu og skijui- legu fylkingar koma. Á íþróttavell- inum flutti forseti í. S. í. Ben G. Waage stutta tölu og skýrði frá tilgangi mótsins. — Siðan setti Ás- geir Ásgeirsson försætisráðherra mótið með snjallri ræðu, eftir það hófust sýningarnar. Alls komu þarna fram 12 flokk- ,ar. Glímufjelagið Ármann sendi 3 fl. alls 38 þátttakendur, Knatt- spyrnufjelag Reykjavíkur 3 fl„ 28 þátttakendur, íþróttáfél. Reykjavik- ur 2 fl„ 29 þátttakendur, Knatl- spyrnufjelagið Þjálfi, Hafnarfirði 1 fl. 12 þátttakendur, íþróttafél. Magni ísafirði 1 fl. 12 þátttakend- ur, Barnaskóli ísafjarðar 1 fl. 1! þátttakendur, og Gagnfræðaskóii ísafjarðar 1 fl. 12 þátttakendur. Sjerstakan dugnað hafa ísfirðing<;r sýnt með þáttöku sinni í þessu móti sem senda þrjá flokka og þar af 2 skóla-flokka og eru það einu skólaflokkarnir sem koniu á niólið. Mun þetla vafalaust mest'að þakka formanni íþróttaráðs Yestfjarða, Gunnari Andrew, sem stjórnaði öll- um ísafjarðarflokkunum. Fram- kvæmdanefnd og undirbúnings- nefnd mótsins var skipuð þeim Helga Jónssyni frá Brennu, form., Jens Guðbjörnssyni og Torfa Þórð- arsyni. Yfirleitt tókiist sýningarn- ar prýðilega og var íþróttamönn- iiinim og félögunum sem sóttu það til hins .mésta sóma. l)r. Guðm. Finnbogason lands- bókavörður verður 60 ára 6. />. m. 11 úsfrú Guðfinna Hánnesdótlir, Staðarbakka, Akranesi, verður 75 ára k, />. m. Dr. Páll Eggert Ólason, skrif- stofnstjóri verður 50 ára í dag. Pált Oddgeirsson, kaupm. í Vestm.egjum verður 'i5 ára 5. />: m. Hinn ungi listmálari Jón Engil- berts, er dvalið hefir í Osló síð- nstii 2 árin og stundað þar nám við listaháskólann, undir hanil- leiðslu hins fræga prófessors A. Revold, var nýlega boðin þátttaka i stórri málverkasýningu, er hald- in var í Osló. Inná sýningu þessa fékk Jón ,8 verk, og fékk hann hina ágætustu dóma, þrátt fyrir hinn unga ald- ur sinn, os? meðan á sýningunni stóð var Jóni hoðið að tala i út- varpið þar, um list sína. Nú hefir Jón senl hingað, um 50 verk eftir sig, er verða sýnd i Góðtemiilarahúsinii dagana 4 -12. júní, og má vænta þess að landar hans fjölmenni á sýningu þessa. Einasta tileraugnaversTun á íslandi. þar sem eigandinn . og stjórnandinn cr sjerfræðingur cða „expertu er: Gleraugnabuðin á Lauga- veg 2 við Skólavöröustígshorniö. Far- iö ekki búöavilt. Spyrjiö altaí eftir BRUUN, Sem rannsakar sjón yöar og mátar gleraugu handa yöur nákvæmt og ókeypis.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.