Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N í kassabíl. I’að stóð lieima, við vorum að ljúka við, að koma áttundu steinsteypuhrærunni í mótin, þegar verkstjórinn kallaði „að það væri komið kaffi“. Við vorum tæpast búnir að það tvisvar. í skyndi fleygðum við frá okkur verkfærunum, settumst utan í stóra sandhrúgu og fórum að drekka kaffið. Sveittir vorum við svo að liver tuska toldi við skrokkinn á okk- ur. Það var steikjandi sólskin, og steypuvinnan kemur út á manni svitanum, — og það þó sólskinslaust sje. Viðv orum tæpast húnir að kyngja niður fyrsta sopanum, þegar langi Geiri tók að ræskja sigi Það var ótvírætt merki þess að liann væri búinn með kaffið, og þá vissum við allir við hverju mátti búast úr þeirri átt. Langi Geiri var frekar ljelegur við steypuvinnu. En hann var þess meiri liamideypa við ýms önnur verk, t. d. að drekka heitt kaffi og segja lygasögur. Við það livorttveggja, vorum við allir til samans víst tæplega hálf- drættingar á við langa Geira. Vorum við þó sumir hverjir, svona liversdagslega álíka sannsöglii- og sveitaprestur í lík- ræðu. Þegar langi Geiri hafði ræskt sig nokkurum sinnum, tók hann til máls. — Nú skal jeg þó svei mjer segja ykkur sög'u, og' hana svo magnaða, að hárin rísi á hausn- um á honum Jóni gamla. Jón strauk á sjer hárlausan skallann, sem gljáði eins og jök- ull í sólskini. Er bún kannske frá Afriku? Þarna þaðan sem þú glímd- ir við náhvelið og skeltir því á klofbragði. Við fórum að hlægja. Langi Geiri hafði nefnilega oft sagt okkur liinar svæsnustu trölla- sögur af sjer, sem áttu að hafa gerst þegar liann stundaði hval- veiðar með Norðmönnum suður við Afriku. — Alsstaðar hafði langi Geiri verið; Siglufirði, Al- aska, suður við Afríku og uppi á Kjalarnesi. Það var tæpast til það skúmaskot í veröldinni sem hann kannaðist ekki eitthvað við, annaðhvort af eigin reynd eða sögusögn annara. - Nei, drengir, sagði Geiri. 1 dag er jeg nærtækari. Þessi saga gerist nefnilega í reykvískum kassabíl. — Ivassabíl, sögðum við æði forvitnir. Blessaðui' láttu okk- ur heyra liana. Nú fann Geiri að við fórum að vérða spentir, og það átti nú við hana Vindu. Ef þið viljið síður heyra söguna, skal jeg ekki vera að neyða ykkur til þess. Það er ekki svo sem jeg hafi ánægju af að heyra sjálfan mig tala, eiida er jeg hálfmálstirður að upp- lagi. Og' svo er nú þessi saga eiginlega mjer viðkvæm, svona fast að því að vera leyndarmál. — Því betra, sögðum við. Ekki skulum við segja frá því leyndarmáli. Þú mátt vita, að Jjeír eru engir slúðurbérar, mnn- irnir sem þii vinnur með. Nú jæja J)á, sagði Geiri En meðal anrara orða. Vitið |)ið annars livað kassabíll er? Langi Geiri tók í nefið með mestu rósemi. En jeg segi að þið vitið eklíi í raun og veru, hvað kassa- bíll er. Jeg' leyfi mier að segja, að þið þekkið ekki liina nauðsyn legu, hávísindalegu skilgrein- ingu á því hugtaki. Sem ekki ex heldur von. Vertu nú ekki að Jjessari Jjvælu, sagði Einar litli. Komdu með söguna i hvelli. Það fer að hða á kaffitímann úr þessu. Svona, ekkert liggur á svar- aði langi Geiri. — Fyrst er að ganga frá undirstöðunni, svo má fara að i'eisa veggina. En það er nú gallinn á vkkur, þess- um ungu mönnum, að J>ið vilj- ið byrja á að reisa Jjakið, og svo kemsl það aldrei lengra. En nú skal jeg útskýra fyrir ykkur hvað felst í hugtakinu „kassa- l)íll“. Við urðum að láta það gott lieita. en háðurn hann J)ó að vera stuttorðan. Fyrsl verður maður að taka Jjetta frá sögulegu sjónar- miði, sagði Geiri. Illustið nú á! — A dögum Napoleons mikla var uppi einn ógurlegur heim- spekingur, að nafni Zarapústra. Mig minnir að hann ætti heima i París. Hann sagði, að í heim- inurn rjeðu tvö öfl. annað dá- gott, eða sem maður segir á sjó- aramáli, svona draslandi. En liitl væri háhölvað. Og þessum öflum, sagði hann, að kæmi svona álíka vel saman og Manga dócent og Jónasi. í hvert skifti sem skái-ra aflið skapaði eitl- hvað, mannkyninu til blessunar kemur verra aflið og laumar pipar í grautinn. Þessvegna er nú lieimurinn eins og liann er. —- Hvað kemur þetta kassa- bílnum við? spurði Einar litli Þarna sjer maður djúp- hyggni æskunnar, svaraði Geir. Þetta kemur sem sc kassabílnum ákal'lega mikið við. Þessi öfl eiga í baráitu enn í dag. Jeg skal segja ykkur til dæmis, að þegar að heldur skárra aflið liafði fundið upp lina flibba, okkur karlmönnum til skrauts, þá hleypti fjárinn, — eða verra aflið — í sig ólund út af þessu, og fann upp á glerhörðum Hihbaskröttum, öllum lil ar- nueðu. Og J)á fór hann ekki bfet- ur með kvenfólkið, eða öllu held ur skóna |)ess. Ilaldið |>ið ckki að ])cir hafi verið dálítið J);egi- legri, áður en fjárinn fann upp á Jxví að sitjá undir J)á átta Jmmhmga háa hæla, sem gera l'ætur kvenmannsins alla að einu hækilbeini. En hvernig var J>að með kassabílinn? spurði nú Jón. Jú, sjáðu, svaraði Geiri. Þegar skárra aflið hafði skapað Buiek-bíla og Ford-drossíur, öll- um til flýtis og dúnmjúkrar á- nægju, hvað hrallaði ski’alti ekki þá? Jú liann laumaði kassabilunum að okkur, lags- ínaðui’, J)essum pyndingarfar- artækjum, J>ar sem altal’ slend- ur á hörku slagsmálum á milli grjótharði’a sætanna og aftur- hluta farþeganná. Skiljið þið nú! Jú, við skildum, eða ljetum að minsta kosti ekki á öðru bera, ])ví við vildum gjarnan heyra söguna. Já, nú get jeg byrjað á sjálfri sögunni, lijelt Geiri á- fram. Jeg ætla að hvrja á byrj- uninni og enda á endanum, og segja satt og' rjett frá ölln. Það er vani minn. Það var síðastliðið laugardags- kvöld. Þegar jeg kom lieim úr vimnmni, brá jeg mjer í betri fötin og eftir að jeg hafði borð- að kvöldverð, gekk jeg niður Vestui’götuna áleiðis niður í bæ. Jeg var í ágætu skapi. Tvo túkalla átti jeg í brjóstvasanum, og í buxnavsanaum, þeim sem minst ber á, var jeg með vasa- pela fullan af ósviknum „íslend- ing“. Þegar jeg kom niður í Austur- strælið, sá jeg mannþyi’pingu mikla hjá Persilstelpuklukkunni hans Kjarans. Mjer datt í hug að forvitnast eftir hvað J>ar væri um að vera. Ef lil vill var mars- bvltingin að gjósa upp aftur, ef til vill var fólksfjöldinn að skoða amerískan ferðamann. En þegar jeg kom nær, sá jeg að hvorugt al' þessu var þarna að gerast. Þarna var einungis fólk, sem ætlaði með kassabíl, eitthvað austur yfir fjall, og vin- ir þess og vandamenn voru að kveðja |>að með slíkum innileik og trega, að vel hefði mátt hugsa sjer, að hópurinn ællaði með „Nautilus“ undir Norðurpólinn. Skyndilega greip mig ósljórn- lega heit ]>rá eftir mjúku græn- gresi, fagurbláum fjöllum og óvatnsblandaðri mjólk. Jeg gekk þvi til hílstjórans og spurði hann hvort |)að væri nú nokkur leið að fá far austur. Bílstjói’inn hugsaði sig um dálitla stund. Svo klóraði liann sjer bak við eyrað og sagði: Jú, ætli ekki ])að lagsi. Beyndar eru nú öll sætin lofuð. En ])að hefir ])á fyr verið hunk- að í heygluna og ekki orðið að sök. Revndu að koma ])jer fyrir þarna í aftasta sætinu í „hodv- inu“ Jeg var fognari en frá mcgi segja og dreil' mig upp i „body- ið“. í aftasta sætinu var einn maður fyrir, ungur maður með hornspangargleraugu á nefinu, „Tímann“ í höndunum og tíkar- hrand í jakkavasanum. Jeg hauð ])ossu unga gleraugnaglæsimenni „góðan dag“ En liann Ijet sem hann heyrði ekki og leit ekki upp frá Timanum. Nú fór að smábætast við í bíl- inn. í fremsta „body“-Sætið sett- ust miðaldra lijón, og á milli þ’eirra komu þrjár, fjórar skóla- húfur með einkennishorðum. Reyndar voru nú börn undir húfunum, en ])að stóð svo líti'ð af þeim niður undan, að það ])urfti nákvæma aðgæslu lil að sjá það. í miðsætið komu þrjár kerlingar, fjórbreiðar i fimta veldi, eða vel það og virtist sá bekkur vel setinn. En aflursætið virtist bálfger'ð veiðileysa. Þangað kom lengi vel enginn ábætir. Jcg' var að von- ast eftir að fá unga og fjöruga stúlku við þá hliðina sem auð var. En það var alt annað en glæsilegt útlit með það. Að lokuin fjölgaði hjá okkur líka, og það svo um munaði. Þvílík viðkoma! Tvær piparkerl- ingar á versta aldri, skinhoraðar eins og meinlætamenn og mál- aðar eins og' gamlir timbúrhús- hjallar, sem eigandinn vill losna við. En þegar maður fór að gæta betur að, sást að málningin baf'ði ekki tekisl betur en svo, að víða skein í skorpnar húðfellingarn- ar. Þið getið ímyndað ykkur ryðgað bárujárnsþak, sem hroðvirkur viðvaningur hefir málað i ákvæðisvinnu. Nú var von mín um yndisleg- an sessunaut, kistulögð fyrir fult og alt. Mjer var skapi næst að fara út úr bílnum og bælta við ferðalagið. En því miður varð þráin eftir grængresinu og mjólkinni skynseminniyfirsterk- ari. - — — Loks var hvert sæti lullskip- að, en altaf bættist við í bilinn, því nú var farið að raða á ann- að „l'arrými“. Þ. e. a. s. knje þeirra, sem í sætunum voru. Þegar alstaðar var komin tvö- föld röð nema í aftasta sætið, kom bílstjórinn að dyrunum og mælti Þá förum við nú að leggja af stað. En inni á Hverfisgötu bíður útlenskur kvenmaður, sem ætlar að fá að verða með. Hald- ið þið ekki að hægl sje að hola ])arna í altasta sætið. Je minn góður! æptu pip- arskrukkúrnar. Er maðurinn eitl hvað verri. Bæta i aftrsuætið, og það kvenmanni! Við vilj- um hara ekkert hafa með kven- fólk að gera. — Það er meira en velkomi'ö

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.