Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N Yngstu lesendurnir. Hvernifl þú smíðar þjer ljósmpdavjel. Að vísu er hœgt að kaupa sjer ódýrar ljósinyndavjelar, en engar eru þó eins ódýrar og sú, sem þú getur húið þjer til sjálfur. Og l'æst- ir unglingar liafa svo mikla pen- inga handa milli, að þeim þyki ekki gott að spara. Þessvegna ræð jeg þjer til að gera þjer myndavjel sjálfur, ef þig langar til að eignast hana á annað borð, en átt ekki peninga til að kaupa þjer hana. Þú getur vel gert hana svo vel, að þú verðir ánægður með liana fyrsta kastið, og þó að hún sje ekki eins fullkomin og vjelarnar i búðinni, þá má vel fá sæmilegar myndir með lienni. Og mjer þykir ekkerl ólíklegt, að ef þú kemst uppá að búa til sæmileg- ar myndir með þessari vjel, bá muni foreldrar þinir einhverntíma gefa þjer aðra fullkomnari i afmæl- isgjöf. Kassinn. Við skulum nú gera okkur vjel fyrir myndarstærðina (i sinnum 9 sentimetra, en þá á stærðin á kassa- botninum að vera (i sentimetrar á ahnan veginn én 9 sentimetrar á hinn, livorttveggja innanmál. Hæfi- lcgt er að lengdin á kassanum sje 20 sentimetrar en ekki þar yfir. Kassinn er búinn til úr góðum vindlakassafjölum og á að vera lokaður i annan endann. í liinn endann innanverðan eru límdir l'jórir grannir tistar, 4 millimetra frá brúninni og eru þeir til þess að halda að ljósmyndaplötunni inn- anfrá, svo að hún detti ekki inn i kassann. Að baki er svo látin koma plata, 0x9 sentimetrar, sem fellur nákvæmlega inn í kassann, utan við pliituna og á hana er svo límd önn- ur plata, það miklu stærri, að hún taki út á ytri brún kassans. Lokin. Til þess að tryggja það enn het- ur, að „falskt ljós“ komist ekki inn i kassann gerir þú þjer öskjulok, nieð börmum, sem falla utan yfir kassaendann. — Það er lika gott að lakkhera kassann að innan með svörtu takki. Lika er gott að líma flauelsræmu á listana, sem standa við ljósmyndaplötuna að innan, því að þá er hún í betri skorðum. Fyrir lokara notar þú lilla kringl- ótta pappaöskju og í botninn á lienn sker þú kringlótt gal á stærð við tvíeyring. En fyrst verður þú að húa lil ljósopið. Það brennir þú á miðjan frambotninn á kassánum með glóð- heitri saumnál. Á myndinni er sýnt hvernig þú ferð að þvi að finna miðdepilinn. Þú dregur tvö skástryk milli hornanna á frambotninum og þar sem þau skerast er miðdepill- in n. Svo límir þú öskjubotninn á framgaflinn, þannig að brenda liol- an sje í miðju gatinu á botninum, og setur svo lokið á. Myndavjelin verður miklu fallegri ef þú límir svartan og sterkan hrufupappír á kassann; og líka verður hann þjetl- ari við ]iað að pappírinn kemur yfir öll samskevtin. 6 cm. ->) Leitarinn, sem notaður er til þess að sjá, hvað mikinn flöt af umhverfinu þú færð á myndiaa, er gerður úr galvaniseruðum járn- vír. Hann er eins og rjetthyrndur rammi í laginu, C sinnum 9 senti- metrar á stærð. í annan mjórri endann er liann beygður inn í lóð- rjett horn, sem svarar einum senti- metra af endanum. Svo er gerður skákross horna á milli í rammanum úr sterkum tvinna og leitarinn síð- an festur m'eð tveimur krókum þannig að hægt sje að leggja liann niður yfir framhliðina á vjelinni Til vinstri á myndinni hjer að ofan sjesl hinn nýi meistari Dan- merkur í tugþraut, að enduðu 1500 metra hlaupinu. Heitir hann Ernst Larsen — En til liægri er Sviss- lendingurinn Egli, sem varð hlut- skarpastur allra hjólreiðamanna er keptu í hlaupinu kringum alt Sjá- land. SKOTLIÐARNIfí I>RÍR Þessi fræga skádsaga Alexanders Dumas virðist hafa ódrepandi áhrif á fólk, þó að hún fjalli mu löngu liðna tíma og gerist við aðstæður, sem eigi þekkjastt framar. Sagan kemur út i nýjum og nýjum upp- lögum og kvikmyndafjelögin leggja stórfje í að gera lifandi myndir af henni, fyrst þöglar og síðan tal- myndir. Einnig hafa verið gerð leikrit el'tir sögunni, bæði fyrir leik- svið og eins fyrir útvarp. Þannig hei'ir Det ny Teater í Kaupmanna- höfn leikið leikrit eftir sögunni í sumar og vandað sjerlega vel til. Eru 200 leikendur í leiknum. Hjer á myndinni sjásl tvær persónur í leiknum nefnilega einn af skotlið- unum, Porthos (Ib Schönberg) og lafði Winther, sem er leikin af Elsu Höjgaard, dansmær við kgl. le'ik- húsið. Heitmann's kaldur lítur tll heimalitunar. og rjetta hann upp þess á milli, þegar hann er notaður. Miðunarnaglinn er líka gerður úr vír og eins og stórt L i laginu. Langi leggurinn á að vera 3,1 sentim. á lengd, en um stutla legg- inn er L-ið fest á kassann með tveimur lykkjum, svo hægt sje að leggja það fram á við. Svo miðar maður frá loppinum á miðunarnaglanum og í miðjuua á skákrossinum. Það sem þá sjest innan í rammanum á áð koma fram á myndinni. Þegar svona glerlaus myndavjel er notuð verður að lýsa myndina lengi. í glaða sólskini er hæfilegt að lýsa í eina mínútu, og þessvegna verður myndavjelin að standa á einhverju stöðugu, borði eða fæti, þvi að enginn getur haldið vjel- inn í rjettum stellingum og án þess að hún hreyfist svo lengi. Áður en þú lekur myndina verðurðu aö setja Ijósmyndaplötuna í koldimmu herbergi, ])ví að annars kemst Ijós að henni og hún skemmist. Mundu að himnan. á plötunni á að snúa fram, að Ijósopinu, en el' þú tekur hornið á plötunni milli varanna, þá er eins og himnan limist við vör- ina, sem að henni veit og á þvi getvir þú fundið hvorumegin hinm- an er. Gleymdu ekki að’ setja bæði lokin á vjelina áður en þú ferð úr myrkraherberginu. Myndirnar sem teknar eru með svona áhaldi verða aldrei vel skarp- ar, en eigi að siður geta þær orðið Ijómandi fallegar. Þú verður líka að muiia, að með svona áhaldi er að- eins liægt að taka myndir af hlut- um, sem eru alveg kyrrir. En þar fyrir gelur'ðu lengi'ð ágæta æfingu i ljósmyndun með svona áhaldi, ef þú vandar ])ig. Áður hefi jeg sagt þjer frá hvern- ig þú getur sjálfur framkallað myndir. Og svo vona jeg að þú liaf- ir niikla ánægju af upplýsingunum. Tóta frænka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.