Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.08.1933, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N FRAMHALD AF BLS. 7. un. Hann hafði tafist við að vefja Tímanum ntan um tíkar- hrandinn, og koma svo livort- tveggja fyrir í hrjóstvasanum. Þegar heim kom, var ekki rúm fyrir okkur 511 heima á I>avn- um yfir nóttina. En húsbóndinn sagði, að það sem afgangs yrði gæti fengið að sofa í lilöðun- um hálffullum af heyi, sem væru þar skamt frá. Þrent úr hópnum notfærði sjer þetta kostaboð; púðurkerlingarnar og Tímaglæsimennið með tikar- hrandinn. Jeg veit ekki hvernig sam- ferðafólk mínu hefir sofnast um nóttina. En það var vísl að mjer leið vel. Eða draumarnir lags- menn! Mig dreymdi að jeg væri orðiim rússneskur stórfursti og hjeldi innreið i óðalsborg mína. Jeg sat á fannhvitum fáki, ólm- um af fjöri. Við hlið mjer reið rússnesk aðalsmey sem jeg hafði einu sinni setið undir i kassabíl á liðinni austur yfir heiði. Vegurinn var blómum slráður, og á haliarþrepunum stóðu Kuhankósaldcarnir og sungu. Hirðfólkið stóð hálfbogið af lotningu, og skrautklæddir þjónar opnuðu hliðin. Jeg leil brosandi til aðalsmeyjarinnar og sagðJ ardabrabra. Og hún svaraði brosandi ardabrabra. Jeg ætlaði að rjúka af baki við hallarþrepin. En, þá skifti við það að sængin var oltin of- an af mjer og niður á gólf. - Ságan er nú rjett á enda, sagði Geiri, þegar hann sá að verkstjórinn tók að ókyrrasl. Það er eiginlega ekkert annað eftir, en þessi óhjákvæmilega stóra bomba, sem verður að springa á seinni hluta hverrar sögu. Takið þið nú eftir. Þegar við höfðum skemt okk- ur sem við gátum daginn eftir, lögðum við af stað heimleiðis til Víkur. „Stemningin“ var yf- irleitt ágæt í aftursætinu. Pipar- kerlingarnar i krossmessuskapi, - altaf að segja mishepnaða brandara og hlægja að þeim sjálfar. Um okkur tvö, mig og ]iá rússnesku þarf jeg tæp- asl að fjölyrða. Jeg var orðinn viss um eitt, sem jeg vissi ekki áður. — Nefnilega það, að jafnvel yndislegasta kvenfólk verður því yndislegra sem orða- forði þeirra er meira takmark- aður. En fixnti maðurinn, gleraugna- glæsimennið fyrverandi, virtisl hálfjxunnur. Hami var eins og hálfskömmustulegur, ekki mjög óáþekkur hana sem er að fara úr fjöðrum. Enda var ómögulegt annað að segja, en að fegurstu fjaðrirnar hefðu fokið af lion- um um nóttina. Nú var hann Tímalaus og tíkarbrandslaus. Gleraugunum hafði hann týnt í heyið í hlöðunni. Tímann hefir hann máske verið xneð í ein- hverjum vasanum en ekki getað notið hans sökum gleraugnaleys- is En hvað orðið hefir af Brand- inum veit jeg ekki en hræddur er jeg um að enginn einn liafi ráðið niðurlögum hans. Jeg gat þess áðan að hamingj- an liafi brosað við mjer og kjöltuharni minu. En það hros átti sjer ekki langan aldur. For- lögin, þetta óviðráðanlega stórveldi, komu til sögunn- ar og flettu ofan af okkur ]xess- um hamingjuhjúp, eins og sæng, sem flettist ofan af sof- andi manni, ef hann slær mikið um sig i svefninum. Þegar við komum í Ölvusið „sprakk“ á öðru framhjólinu undir bílnum okkar, svo við urðum að nema staðar og bíða meðan á viðgerðinni stóð. Við —• rússneska stúlkan og jeg leiddumst heim að bæ, sem stóð skamt frá veginum. En hver haldið þið að hafi komið blaðskellandi í fangið á okkur þegar við komum heim að hænum. Auðvitað heimahundurinn, greip Jón gamli fram i. Já, hamingjan gæfi að það hefði verið hundurinn! Nei, ónei! ])að var nú ögn verra. Það var sem sje enginn önnur en hún Siglufjarðar- Sveinka. Þið kannist auðvitað ekki við hana Sveinku. Jeg kannast þá við gripinn, og það betur en jeg kæri mig um.Einu sinni í tungls- ljósi norður á Siglul'irði, kysti jeg Sveinku af svo miklum fjálg- leik, að kallinum í tunglinu varð flökurt og hefir liann þó víst sjeð sitl af hverju, þá lijet jeg Sveinku að elska ekki né kyssa neina stúlku xiema hana, og gefa lienni þar að auki það, sem hún þyrfti af sígarettum yfir sumarið. Ekkert af þessu hefi jcg efnt. Sveinka livæsti af vonsku, |)gar hún sá mig leiða stúlku við hlið mjer. Ertu nú tekin til við aðra horngrýtis ástarrekaldið þitt. Þú erl vísl húinn að gleyma hverju þú hjest uppi í Hvamieyrarskál, nóttina góðu. Mjer leist þannig á Sveinku, að heillavænlegra myndi að reyna að iækka í henni rostann með lagi, lieldur en að æsa haxia meira. —Elsku Sveinka min, þú áttir ekki að taka þetta svona al- varlega. Þetta var aðeins svo- nefnd síldartrúlofun. En þetta virtist ætla að liafa öfug áhrif. Sveinka versnaði en ekki batnaði. Jeg varð að reyna að blíðka hana einhvern- veeginn öðruvísi. Sveiunka mín! Þú ert þó ekki afhrýðissöm út af þesSari stelpu. Þetta er rússneskt að- komugrey. Hann Einar Bússa- konsúlat fjekk mig til að vera fylgdarmann liennar, sökum ])ess hve fær jeg er i rússnesk- unni. Góða Sveinka! Hvernig heldurðu, að jeg sjálfstæðismað- urinn, geti oi’ðið hrifinn al' kommúnistakvendi, sem kann- ske gengur með rauðu sýkina eða eitthvað ennþá verra. Það var ekki laust við að mér findisl einhver titringur fara um handlegg Jæirrar rússneslui. En jeg lijelt, að það hlyti að verai myndim, ekkert skildi hún. Mjer var óhætt að segja livað sem jeg vildi við Sveinku þessvegna. Jeg hætti þvi við: Og þar að auki er hún hara ljót! Þó rignt hefði fullum templ- uruin, nei, hvað jeg ætlaði að segja. Þó rignt hefði toll- sviknu wiski og ófullir templ- arar gengið ljósum logum, hefði jeg ekki orðið meii’a undrandi, en jeg varð yl'ir þeim afleiðing- um, sem þessi orð mín liöfðu. Sú rússneska reif hendi sína lausa undan handlegg minum, og rjetti mjer einhvern þann ósviknasta löðrung sem jeg liefi hlotið um dagana. Svo öskraði luin á jafn hreinni reykvísku og dr. Guðbrandur talar þegar hann vandar sig: Skammaslu þín ekki, rón- inn þinn! Vogarðu þér að segja að ég sé ljót. Jeg skal bara segja þjer að mér hefur verið stillt út í prófíl hjá Lofti, í svo aga- lega rómantískri stillingu að jeg veit ekki livað. Jeg á bara eng- in orð til að útmála livað þú ert agalega óforskammaður og smekklaus ])itt sorte Ai’da hra bra! — öskraði jeg í einhverju. dauðans ofhoði um leið og jeg vjek mjer und- an öðrum löðrung. Það lxafði tilætluð áhril'. Hvort sem það nú hefir verið sökum þess hve rómur minn var agalegur, eða af einhverju öðru, þá virtist hún ekki í minsta vafa um hvað þessi rússneska ætti að gilda. Að minnsta kosti þagn- aði hún, leit niður nokkuð ein- kennilega á mig og tók svo á rás niður að bílnum. Steinka varð svo undrandi að hún gat ekkert sagl, heldur stóð bara og glápti, ýmist á mig eða eða á eftir þeirri „rússné$ku?“ Jeg vissi af fyrri kynningu að Sveinka mundi ekki verða orð- laus til lengdar, svo jeg sveif á lagið, rauk að Sveinku og kyssti hana rembingskoss beint á munninn, og slakk svo upp í hana sígarettu. í því pípti bíllinn. Eg beið ekki eftir að Sveinka þakkaði mjer fyrir „traktei’ingarnar" heldur þaut af stað. Hið fyrsta, sem jeg tók eflir, þegar jeg kom upp í „boddyið“, var að sú rússneska var sest i hnjen á sessunaut mínum. —- Gleraugnalausa glæsimcnninu. Hann virlist harðáiíægður og hættur að harma „Brandinn“. Jeg öfundaði hann ekkert al' skiftunum. Jeg held jeg hefði 11010111’ kosið „Brandinn" ef mjer liefði slaðið val lil boða. Svo rann bíllinn af stað. Fjórbreiði kvennakórinn i miðsætinu tók að syngja „Eld- gamla fsafold“, með öllum rödd- um nema þeim réttu. En í fremsta sætinu heyrðist sungið hvellum rómi undir skóláhúf- uiuim: „Fram þjáðir menn í þúsund löndum, o. s. frv. Mig sárlangaði til að skipa þeim að þegja. Jeg var búinn að fá óbeit á öllu, sem minnti mig á Rússann. Verkstjórhm reis á fæt- ur. Við eriun búnir að sitja helst til lengi drengir. En þið takið hara þess skarpar á. Setjið þið saman. Lausn gátuunar í 20. tölubl. var: Þá eik skal fága, sem unclir skai búa. Að undangengnu hlutkesti hlutu þessir verðlaun. 1. verðlaun kr. 5.00, Guðrún Guð- mundsd. (11 ára), Öðinsgötu 14 I). Hvík. 2. verðlaun kr. 300, Sigr. Kol- beinsdóttir, Hverfisgötu 53, Rvík. 3. verðlaun kr. 2.00, Björn Bjarn- arson, Grafarhotti. Verðlaunanna má vitja á afgr. blaðsins, Bankastr. 3. Ráðning gátunnar nr. 10 i 22. tbt. var: Auffþekklur er asninn á eyrnn- um: Mörg svör höfðu borist og að undang. hlutkesti lilutu þessir verð- taunin. 1. verðlaun, kr. 5,00, Sverrir H. Vallýrsson, P.t. Stykkishólmi. 2. verðlaun kr. 3,00, Jóna Ein- arsdóttir, Ivirkjuveg 20, Keflavík. 3. verðiaun kr. 2.00, Hinrik Guð- mundsson, Laugaveg 23 Rvík. Hinrik er beðinn að vitja sinna verðl. á afgr. blaðsins, en liinum verða send sin i pósti. Báðning gátunnar nr. 11 í 24. Itil. var: Fáir kunna sig í fögrn veffri heimmi aff búa. Þessir hlulu verðlaun að undan- gengnu liluttkesti. 1. verðlaun kr. 5.00. Sval'ar Páls- son, Hrisey. 2. verðlaun kr. 3.00, Kjarlan Ól- afsson, Spitalastíg 5, Akureyri. 3. verðlaun kr. 2.00, Jóna Ein- arsdóttir, Kirkjuveg 20, Keflavík. Hlutaðeigendum verða send verð- launin í pósti. Lausn á gátu nr. 12 í 27. tbl. var: Brent barn foröast eldimi. Að undangengnn hlutkésti fengu þessir verðlaun: 1. verðlaun kr. 5.00, Hannes Pjet- nrsson, Suðurgötu 53, Siglufirði. 2. verðlaun kr. 3.00, Jón Hall- dórsson, Amtmannsstíg 0, Rvík. 3. verðlaun kr. 2.00, Jón Sl. Arn- órsson, Laufásveg 10, Rvík. Jónarnir eru beðnir að vitja sinna verðlauna á afgreiðsluna, en Hann- esi verða send 'sin í pósti. Peggy Joyce, sem gelið hefir sjer lrægð um alla Ameríku fyrir það hve hún hefir sólundað miklum peningum og hve oft hún hefir skitið við eiginmenn sína liefir sam- ið skrá yfir, hvað fuilkominn kari- maður eigi að liafa til þess að vera heillandi og er það þetta: Nef Jolins Barrymore, líkamsvöxtur Gary Coop ers, augu Richard Barthelmess, bros Richard Arlens, spjekoppa Clark Gables, látprýði Maurice Chevalier, gamansemi Jack Oakies og rödd Fredric Marsh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.