Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1933, Side 11

Fálkinn - 19.08.1933, Side 11
P Á L K 1 N N 11 Yngstu lesendurnir Pardusdýraveiðar. Fullvaxið pardusdýr er fögur skepna. Þrátt fyrir þyngdina er það ákaflega ljett á fæti og fimt i öll- um snúningum. Það getur stokkið í loftinu alt að tíu metra. En það er ákaflega grimmt. Ef maður til dæmis ber það saman við ljónið, sem er skylt því, þá verður uppi á teningnum, að ljónið er einstak- lega saklaus skepna á móti pardus- dýrinu. Þegar pardusinn ræðsl á dýr þarl' hann ekki annað en lemja það á hálsinn með framlöppinni og þá hálsbrotnar það. Pardusdýrið er miklu útbreiddara en ljónið og hefir eigi aðeins miklu meiri matarlyst, heldur gerir það líka að gamni sínu að strá- drepa miklu fleiri dýr en það gel- ur jetið. Þessvegna er augljóst, að pardusdýrið gerir mikinn skað'a á gripahjörðum þeirra, sem hafast við þar sem þetta rándýr er að finna. Auk þess er pardusdýrið miklu klókara en ljónið. Það tekur eftir uærveru mannanna í langri fjar- lægð. Þessvegna er veiðimönnnum ómögulegt að fara í hóp á pardus- dýraveiðar. Þeir verða helst að vera einn og einn og lítið stoðar að reyna að komast í færi við dýr- in nema á nóttunni. Þegar pardusdýrið er á veiðum þegja öll önnur dýr, jafnvel hinir árvökru sjakalhundar Arabanna, sem annars láta heyra í sjer geltið alla nóttina og færast í aukana und- ir eins og þeir heyra hljóð, leggja rófuna milli lappanna og skjótast í felur, þegar pardusdýrið er á ferð. enda áttu þeir ekki nema ófull- komnar byssur. Þegar þeir sáu mig, með góðu nýtisku skotvopnin mín, fanst þeim að jeg hlyti að standa betur að vígi og' báðu mig þess innilega, að reyna að ganga milli bols og höfuðs á vágestinum En hvernig átti jeg nú að haga veiðinni? Þó að Arabarnir hefðu ekki liaft gæfuna með sjer í tilraun- um sínum þá gátu þeir samt kent mjer ráð. Þeir bygðu jarðhýsi handa mjer, og þegar það var fullgert settist jeg þar að. Rjett lyrir utan jarð- húsið bundu þeir geit við trje, en ljetu mig hafa kiðlinginn með mjer niður í jarðhúsið. Þau mæðginin voru að jarmast á alla nóttina og jeg vonaði að pardusdýrið mundi renna á hljóðið. Þarna sat jeg aleinn með kiðl- inginn nótt eftir nótt, en þegar jeg hafði dúsað þarna heila viku án þess svo mikið sem heyra til pard- usdýrsins þá kom mjer ráð í hug. Jeg vissi vissu mína um, að pard- us dýrið væri enn þarna í ná- grenninu, því að það kom á hverri nóttu og sótti sjer bráð. Jeg' út- skýrði nú fyrir Aröbunum, að það væri engin von til að jeg gæti lokk- að pardusdýrið til geitarinnar minnar, þegar nóg af feitum ux- um, sem dýrið gæti valið úr, stæði á beit þarna skamt frá. Það var þvi ekki annað fyrir hendi en að þeir ræki allar nautalijarðir sínar út í eyðimörkina. Það var nú ekki hlaupið að því að fá þá til þessa, PardusdýriÖ ferlega. Gamall veiðimaður hefir sagt mjer dálitla sögu af því er haun fór á pardusdýraveiðar einu sinni í ungdæmi sínu. Þá sögli ætla jeg nú að segja ykkur: — — Það var síðla sumars fyrir mörgum árum að jeg var á pardus- dýraveiðum í sunnanverðum Atlas- fjöllunum í Norður-Afríku. Jeg hafði tekið mjer bólfestu hjá vinsamlegri Arabafjölskyldu. Arabarnir voru að lýsa nauðum sinum fyrir mjer. Blóðþyrst pard- usdýr hafði komist að raun um hversu auðvelt var að drepa naut- gripina þeirra og nú hafði það i langan tima komið heim að tjald- búðunum þeirra og sókt sjer bráð alveg heim við taldið. Arabarnir höfðu auðvitað reynt að skjóta dýr- ið, en ekki tekist að hitta það, því að það kostaði það, að Arab- arnir yrðu að bera heilmikið af fóðri út i eyðimmörkina handa nautgripunum á liverjum degi, en það vildu þeir ógjarnan, þvi að þeir eru menn værukærir. En þetta var eina ráðið til að komast i færi við pardusdýrið. Loks gerðu þeir þetta og urðu nú að taka á þolinmæðinni. Báru þeir hey handa naulunum út i eyði- mörkina í marga daga. í nokkrar nætur hafði jeg sjeð úr byrginu minu hvar pardusinn var að læðast kringum geitina, en þetta vitra dýr mun hafa grunað, að ekki væri alt með feldu með þessa einu geit þarna og kom þvi aldrei í skotfæfi. Ef til vill hefir dýrið líka fundið mannaþef af mjer svo mikið er víst, að morgun eftir Pardusdýrið, kemur í skotfœri. morgun varð jeg að segja Aröbun- um er þeir komu að enn hefði jeg eigi notið veiðigæfunnar. Loks var það eina nóttina, að hepnin var með mjer. Geitin og kiðlingurinn voru hætt að jarma og þetta var öruggt merki um, að hætta væri i nánd. Það var tungl- skin úti svo að jeg sá geitina greinilega. Þá heyrði jeg alt i einu hávaða, eins og trje væri felt uin koll. í sama augnabliki sá jeg pardusdýrið fleygja sjer ofan á geitina. Jeg hjelt byssunni tilbúinni þangað til jeg sá i augun á dýrinu, því að jeg vissi að þarna mundi ekkert stoða nema skot á milli augn- anna. En áður en jeg' fjekk að sjá augun var dýrið horfið og geitin lika. Pardusinn liafði dregið hana með sjer lil að jeta hana i kjarrinu Jiarna rjett hjá. Þegar dagur rann þótti mjer ekkert gaman að sjá vonbrigðin i augum Arabanna, og má nærri geta að þeir mátu mig minni mánn en áður. Þessi saga endurtók sig þrjár nætur. Á hverju kvöldi fjekk jeg geit og kiðling og' á hverri nóttu kom pafdusinn og sótti geitina, án þess að jeg leldi hann í svo góðu færi að jeg Jiyrði að skjóta. Jeg fjekk talið Arabann á, að hafa nautgripinna í eyðimörkinni eina nóttina enn, en þetta kvöldið batt jeg geitina bæði á liausnum og öllum fótum við stóra trjeð. Nú gat pardusinn ekki t'arið með hana ineð sjer Um miðnættið kom öfjetið. Fleygði sjer yfir geitina i einu stökki. Jeg sá hvernig það reif hana og tætti sundur með klónum og alt í einu sá jeg skina í bæði augun, þaðan sem jeg sat. Nú eða aldrei — jeg miðaði og hleypti af. Jeg hitti, en skolið drap því miður ekki. Þó pardusinn hefði fengið banvænt sár hafði liann þó orku til að stökka á mig. Hann hafði ekki sjeð mig heldur reykinn úr byssuhlaupinu og vissi að óvinur hans hlaut að vera þarna inni í hyrginu og rjeðst á hann i einu stökki. Mjer fanst eins og jarðhýsið hryndi 'yfir mig í einu vetfangi. Það brast og brakað i öllu og að vörmu spori lá jeg þarna undir torfþakinu. Sem betur fór stóð hausinn á mjer upp úr. En yfir mjer — aðeins torfjjakið á milli, lá hið deyjandi pardusdýr. Dauða- stríð þess hafði aðeins staðið ta- einar mínútur þegar jeg fann jörð- ina titra og svo var það steiiulátttt. Nú kom á mig einskonar mók, en liegar dagaði vaknaði jeg við glymjandi siguróp — það voru Ar- abarnir sem höfðn. komið áuga á hinn dauða erkióvin Jieirra. Þeir reikna ekki mannslífið mikils og liegar þeir sáu pardusinn dauðan gleymdu þeir alveg að hugsa uin, hvort jeg mundi vera dauður eða lilandi. Loks þegar Jieir höfðu æpt langa stund tókst mjer að beina at- liygli þeirra að því, að það færi ekki sem best um mig þarna sem jeg var og loks var jeg grafirin upp úr rústunum og fagnað eins og vera bar. Tóta frænka. Danir eru athafnamiklir um brú- arsmíðar þessi árin. AÍIir kannast við brúna miklu yfir Litlabelti og eins hefir verið sagt frá hinni löngu brú yfir Storströmmén. Auk þess á nú að gera eyna Thurö, sem er alkunn siglingaey og stendur skamt frá Svendborg, landfasta við Fjón með brú og löngum flóðgarði. Hjer á myndinni sjest byrjunin á flóðgarðinum, Fjóns-megin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.