Fálkinn - 21.10.1933, Blaðsíða 12
12
FÁ L KI N N
Krystalskærir
gluggar
Takið eftir hversu slettur
og blettir eyðileggja
útiit glugganna. Dreyfið
Vim á deyga ríu og
nuddið með því rúðurnar,
sem samstundis verða
krystalska.-rar. Vim er
svo fíngert og mjúkt að
það getur ekki rispað.
Notið Vim við alla in-
nanhús hreinsun.
Allt verður hreint og
fágað.
VIM
LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND
HREINSAR ALLT
OG FÁGAR
M-V 233-33
Frh. af bls. 7.
Doola var að hjálpa húsbónd-
anu. Blóðstorkin fjandskapar-
öskur voru einu svörin við
bænuin okkar.
„Svona hefir aldrei komið
fyrir áður í mínu ríki“, sagði
konungurinn másandi. „Jeg má
íil að kaupa mjer kanónu næsta
ár“. Hann horfði eymdarlega á
mig.
„Skyldi nokkur preslur vera
til í konungsríkinu sem hann
fengist tiJ að hlusta á?“ sagði
jeg, þvi nú var farið að renna
upp ljós fyrir mjer.
„Hann tilbiður einhvern guð,
sem hann á sjálfur“, sagði for-
sætisráðherrann. „Við eigum
ekki annars úrkostar en að
svelta hann inni“.
„Látið hvíta manninn koma“,
sagði Namgay Doola. „Jeg skal
drepa ykkur alla hina. Sendið
mjer hvita manninn“.
Jeg fór og hurðinni var lok-
ið upp og jeg kom inn i Tíbet-
kofann fullan af krökkum. Og
allir voru þeir með eldrautt liár.
Spánýr kýrhali lá á gólfinu og
lijá honum tvær flauelspjötlur
— pjötlurnar mínar með göt-
um fyrir munn og augu.
„Hvað hefir þú gert, Namgay
Doola?“ sagði jeg.
Hann glotti innilegar en nokk-
urntíma áður. „Gert! Jeg hei'i
ekkert gert. Jeg skar hara hal-
ann af beljunni mannsins. Hann
sveik mig. Annars ætlaði jeg
að skjóta hann, en ekki til bana.
Bara í lappirnar, svei mjer þá,
hara i lppirnar“.
„Og hversvegna, úr þvi að það
eru lög að horga konunginum
skatt. Hversvegna?“
„Við nafn guðs föður míns
það get jeg ekki sagt“, svar-
aði liann.
„Og hver var l'aðir þinn?“
sagði jeg.
„Sá, sem átti þessa byssu“.
Hann sýndi mjer vopnið. I3að
var Towerbyssa, sem har ártalið
1832 og merki enska Austur-
Indíaf jelagsins.
„Og hvað hjet faðir þinn?“
sagði jeg.
„Timla Doola“, svaraði hann.
„í fyrstunni, jeg var smáharn
þá, var hann í rauðum frakka“.
„Það efasl jeg ekki um, en
nefndu nafn föður þíns tvisvar
eða þrisvar sinnum aftur“.
Hann gerði það og nú skyldi
jeg hvaðan skrítni keimurinn i
málfæri hans kom. „Thimla
Dhula!“ sagði hann æstur“. Og
jeg tilbið lians guð“.
„Viltu sýna mjer þennan
guð?“
„Eftir dálitla stund í ljósa-
skiftunum".
„Manstu nokkuð úr máli föð-
ur þíns?“
„Það er svo langt siðan. En
eitt orð sagði hann oft. Svona:
„Shun!“ Þá stóðum við bræð-
urnir upp og settum hendurn-
ar með hliðunum, svona“.
Alveg svona. Og hvað var
móðir þín?“
„Hún var ofan úr fjöllum,
Við erum Lepcar frá Darjeeling,
fen þeir kalla inig útlending
w gna Jiess að jeg er með rautt
hár, eins og þú sjerð“.
Konan hans, sem var Tíhct-
húi, tók mjúkt í handlegginn á
honum. Umsátin hafði staðið
lengi og nú var farið að halla
degi. Það var farið að skyggja,
komið að bænastundinni. Rauð-
hærðu angarnir stóð upjj af gólf-
inu og skipuðu sjer í hálfhring.
Namgay Doola lagði af sjer
hyssuna, kveikti á litlum olíu-
lampa og hengdi hann í skot í
veggnum. Svo dró hann til
hliðar óhreina druslu og kom
þá í ljós krossmark úr hronse,
sem hjekk á veggnum undir
einkennum löngu gleymdrar
herdeildar í Austur-Indíafjelag-
inu. „Svona gerði faðir minn“,
sagði hann og' signdi sig klaufa-
lega. Konan og hörnin gerðu
eins. Svo kyrjuðu þau öll sama'
s önginn, sem jeg hafði heyrt
uppi i hlíðinni:
,,Dir hane mard-i-yemen dir.
To weeree ata gee.“
Nú var jeg ekki í óvissu leng-
ur. Þau sungu þetta upp aftur
og aftur eins og hjörtu þeirra
ætluðu að springa. Það var
þeirra útgáfa af kórsöngnum í
„The Wearing of the Green“:
„They are hanging men and
woinen, too,
for the wéaring of the green“.
Nú datt mjer nokkuð djöful-
legt í hug. Einn af strákunum,
um, átta ára gamall góndi á
mig meðan hann söng. Jeg tók
upp silfur-rupeu, hjelt henni
milli fingranna og liorfði — að-
eins horfði — á byssuna, sem
stóð upp við þilið. Skilnings-
goti glott fór um grautarandlit-
ið á drengnum. Án þeSs að
iiætta að syngja seildist hann
eftir peningnum og' ýtli svo til
mín byssunni. Jeg liefði getað
skotið Namgey Doola til bana
meðan hann var að syngja, en
jeg var ánægður. Blóðskyldleik-
inn reyndist sannur. Namgay
Doola clró tjaldið fyrir krossinn.
Bænagerðin var húin.
„Svona söng faðir minn. Það
var miklu meira sem hann söng
en jeg er húinn að gleyma því,
af því jeg veit ekki hvað þessi
orð þýða, en það getur verið að
guð skilji þau. Jeg er ekki af
þessari þjóð og jeg borga aldrei
skatt“.
„Hversvegna ekki?“
Aftur kom þetta ómólstæði-
Iega glott. „Hvað ætti jeg að
Imfa fyrir safni milli uppsker-
anna. Það er skárra en að hræða
hirni. En þotta fólk skilur ekk-
ert.
Ilanh tók upp grímurnar af
gólfinu og horfði á mig eins og
saklaust barn.
„Hvar lærðirðu þetta kukl?“
sagði jeg og benti á grímurnar.
„Jeg veit ekki. Jeg er bara
Lepca frá Darjeeling, og þetta
efni —“
„Sem þú hefir stolið“, sagði
„Nei, svei mjer þá. Stal jeg
því? Mig langaði svo i það.
Hvað annað hefði jeg átt að
gera við þetta efni?“ Hann þukl-
aði, á því með fingrunum.
„En það vai- synd að lemstra
kúna — skilurðu það?“
„Æ, Sahib, maðurinn sveik
mig, halinn á kvígunni dirigl-
aði þarna i tunglsljósinu og jeg
var með liníf. Halinn fór af áð-
ur en jeg vissi. Sahib, þú veist
meira en jeg veit“.
„Það er satt“, sagði jeg.
„Bíddu hjerna inni. Jeg fer og
tala við konunginn". Þegnar
ríkisins stóðu í lmapp fyrir ut-
an. .Teg fór til þeirra og tók til
máls:
„Ó, konungur", sagði jeg.
livað þennan mann snertir þá
eru tvær leiðir opnar visku
þinni. Annaðhvort getur þú
hengt hann upp í trje — hann
og afkvæmi hans og látið þaa
hanga þangað til ekkerl rautt
hár er til í konungdæmi þínu.
„Nei“, sagði konungurinn.
ætti jeg að fara að hengja
börnin?“
Þau höfðu elt mig út úr kof-
anum og hneigðu sig nú fyrir
öllum. Namgay Doola stóð í
dyrunum með hyssuna á hand-
leggnum.
„Eða þú getur látið þessi
meiðsl á kúnni gleymast og veitt
honum stöðu í hernum. Hann
er sprottinn af fólki sem aldrei
horgar skatta. Það er rauður
logi í blóði hans og honum slær
út um höfuðið og þessvegna er
hárið svona. Gerðu hann að
hershöfðingja þínum. Veittu
honum metorð þegar svo ber
undir og fult athafnafrelsi en
mundu það, konungur að láta
hvorki hann nje hans fólk fá
nokkurn skika af landi hjeðan
í frá. A1 þú hann vel hæði í
orði og verki og gefðu honum
í staupinu, þú veist hvar
flöskurnar eru, — og þá verð-
ur liann óvinnandi múr fyrir
ríki þitt. En neitaðu honum um
svo mikið sem eina þúfu af
landi. Guð hefir nú einu sinni
skapað manngarminn svona.
Og auk þess hann á hræður
66
Og öll þjóðin samþykti þetta
með því að ýlfra í einu hljóði.
„En ef bræður hans koma þá
nnmu þeir vissulega herjast inn-
hyrðis jiangað til yfir líkur; eða
að öðrum kosti þá segir altaf
einhver þeirra til um hinn. -
Niðurlag á næstu bls.