Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 1
c ÞURKUN ZUIDERSEE Árið 1918 úkváðu Hollendingar að byggja varnargarð milli Zu.ide.rsee eða Suðursjávar og Norðursjávar og þurka hinn mikla flóa og gera úr hónum ræktað land. Zuidersee er rúmir 3000 ferkílómetrar að sfærð en hvergi nerna 3 metra djúpur og eru því siglingar um flóann næsta torveldar. Var flói þessi fyrrum stöðuvatn, er Rómverjar kölluðu Flevo lacus og var tæpir VtOO fer- kilómetrar að stærð og rann áin De Vlie úr vatninu til sjávar, en í vatnið rann áin lsjel, sem enn renn ur í Zuidersee. En á þrettándu öld (árið 1287) urðu flóð mikil í Norð- ursjó og braust sjórinn þá inn yfir landið og smáeyddi þvi, svo að nú mótar aðeins fyrir granda milli Norðursjávar og Zuidersee og á þeim granda eru eyjarnar Texel, Vlieland, Terschelling og Ameland. Nú er flóðgarðurinn, sem er 36 kílómetra langur, fullgerður með flóðgáttum og ötlum útbúnaði og vegurinn eftir endilöngum flóðgarð- inum opnaður til umferðar og þar með er erfiðasta verkinu lokið. Er gert ráð fyrir að um 200.000 hekt- arar af frjósömu landi fáist við þurkun flóans, og kemur það sjer vel fyrir Hollendinga því að þeir hafa lítið landrými. — Hjer á efri myndinni sjest ein af hinum svo- kölluðu „hrísdýnum", sem vorv fyttar með grjóti og sökt í flóann til þess að mynda undirstöðu und- ir varnargörðunum. En neðri mynd in er af einum bænum við Zuider- see, sem áður var hafnarbær, en nú er kominn á „þurt“ og eru þar víðar lendur af frjósemdarlandi, sem áður var sjór. Mannvirki þetta er meðal þeirra mestu, sem unnin hafa verið í Evrópu síðan ófriðn- um lauk. -.v '■.■-■'■ '■■ ■ spfsi isggl wmmm ■ . IBfBH eIbÍ'v"'" v •. ’ 'úiVr-.., jfesfev ’J* *.'■•■••'■ •-• ’•■'■■ , ■.■.■ •.■..■'. ■ ,,s„; m \.:i m mmíSmSmUM ••■■ •'■;■:):■ ••',.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.