Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Góður rakstur útheimtir tvent: rakcrem rakbiöð Fyrir nokkrum áruni breiddist þessi leikur eins og faraldur út um alla veröldina. Meöal annars komst hann hingaS til íslands og mátti heita að annaðhvort barn, sem sást á götunni, væri með þetta skrítna leikfang. Þó varð Yo-yo aldrei eins úthreitt hjer eins og sumstaðar erlendis, því að þar voru það ekki aðeins börn og unglingar heldur líka fullorðið fólk, sem skemti sjer við þénnan leik. Og þar voru stofnaðir Yo-yoklúbbar og haldin kappmót í Yo-yolistum. Nú virðist allur áhugi vera horfinn lijer á landi fyrir þessum leik, og er það illa farið, þvi að hann tek- ur fram mörgum öðrum leikjum og reynir mikið á lipurð og kunnáttu. Ýmsir mundu kunna að spyrja hyaðan leikur þessi sje upprunninn i fyrstunni. lin það er alls ekki auðvelt að svara því. Á eldgömlum forngrískum skrautkerum eru mynd- ir af fólki, sem er að leika sjer að yo-yo og visindamenii þykjast geta staðhæft, að bæði Assyríumenn og Babyloníumenn hafi þekt það. Sið- an hefir yo-yo svo ávalt skotið upp öðru hvoru í ýmsum stöðum í vcr- öldiuni, en flestar sagnir af því á síðari öldum koma frá Frakklandi frá stjórnarbyltingarárunum í lok átjándu aldar. Þessi leikur þótti á- gætur til þess að stilla æstar taugar og læss eru dæmi, að dauðadæmdir fangar stjórnarbyltingarinnar nol- uðu það til þess að stytta sjer síð- ustu æfistundirnar áður en þeir stigu upp á höggstokkinn. Tveir snillingar. Kennarinn — Hversvegna kemui’ l>ú svona seint í skólann, Pjetur'? Pjetur: — Af því að það var svo hált, að þegar jeg gekk eitt skref áfram rann jeg tvö aftur á bak. Kennarinn: — Hvaða bull, held- urðu að þú hefðir þá komist hing- að? Pjetur: ,lá, jeg gekk aftur á bak. Söluverðlaun fyrir 43. blað. Verðlaunin hlutu: Agnar Jörgen- sen, Ránargötn 0 og Áslaug Uar- aldsdóttir Njálsg. 20. 5 KRÓNUR ÍJVORT og eiga þau að vitja verðlaunanna á afgreiðslu blaðsins. liverjir hljóta næstu verfílaiui? Yngstu lesendurnir. leg við litlu trjehjólin sem við not- um. Á árunum 1791 seldi aðeins ein verslun í París 25.000 yo-yo og eigandinn græddi stórfje. Þetta sama endurtók sig í fyrra i fjölda löndum. Frönsk rennismiðja liafði sagl upp flestu starfsfólki sinu vegna atvinnuleysis, en þá kom yo-yoið til sögunnar og nú varð nóg að gera íyrir alla renni- smiðina og allir önnunv kalnir frá morgni til kvölds. Og þessi saga gerðist víðar en í Frakklandi. Um tima var eftirspurnin svo mikil, að rennismiðjurnar höfðu ekki við. Jafnvel hermennirnir spila yo-go. Á skrípamynd frá i fyrrasumar má sjá hershöfðingja, sem verðui svo hugfanginn af leiknum, að hann gleymir alveg herdeildinni sinni, sem sjest í baksýn á myndinni. Og hermennirnir nota þetta lilje, sem orðið hefir á æfingunum lil þess að grípa hjólið úr vasa sinum og fara að leika sjer líka og æfa sig i öllum afbrigðunum, sem sum ykk- ar sjálfsagt þekkja. Ýmsar gerðir. Á sljórnarbyltingörtimunum vönd- uðu menn mjög vel smiði yo-yo- hjólanna. Hjer á myndinni sjerðu dálitið safn af hjólum og þú getur sjeð, að þetta erú allt mestu prýð- isgripir. Stærsta hjólið er 17Va sentrimetri í þvermál og snúran er með frönsku fánalitunum, hvil- um, rauðum og bláum. Litlu yo-yo- hjólin eru skorin út úr fílabeini og sum eru skreytt meg flísum úr gljáandi skel.. Þau eru ekki sambæri Umboðsmenn H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT. Jeg hefi sjeð marga duglega yo- yousnillinga en enga þeirra eins fima og Filippseyjamennina tvo, sein sjást hjer á myndinni. I’eir kunna öll afbrigði leiksins, þeir geta kastað hjólinu á ská upp i loftið og látið það koma aftur í beinni línu, þeir geta látið það skoppa vfir höfðinu á sjer og altaf kemur það til baka eins og hlýðinn rakki. Alt þetta geta þeir, - það getur þú kanske lika, segirðu; en þeir geta gert þetta með tveimur yo-youm, sínu í hvorri liendi, og það getur þú ekki. Yo-yo er skemtilegt spil, en nú lif"ur við að það sje horfið. Þú ert víst búinn að fleysia hjólinu þinu í öskulrosið og farinn að svipast um eftir nýju leikfangi, því að svona cy lífið. Eftir nokkur ár kemst yo-yo eflaust til virðinga á ný; það cr alveg eins og halastjarn- an, sem kemur aftur og aftur, með svo eða svo margra ára millbili. Hjerna er einfaldasta gerðin af yo-yo sem til v.'. Það er .rt úr tveimur hnetum , sem festar cru saman með nagla. D Lika yo-yo. Óli litli átti að skrifa stil um sjálfvalið efni, sem hann hafði upp- lifað. Þegar hann liafði hugsað sig um og nagað pennaskaftið lengi, skrifaði hann: — Tvíburar eru lít- ið barn, en altaf tvö saman. Þeg- ar tvíburar gera skammarstrik veit mamma þeirra aldrei hvorn þeirra hún á að flengja, vegna þess að hún þekkir þá ekki sundur, og þess- vegna flengir hún þá báða, til þess að vera viss um, að sá seki fái ráðn- ingu. Við höfum haft tvíbura heima hjá okkur og jeg skyldi gjarnan hvenær sem væri, hafa skifti á þeim og tömdum músum eða tveim- ur kanínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.