Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 15

Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Jeg er alveg hissa! Á hverju? Á því, hvað hin nýkomnu fata- og- frakkaefni eru falleg, ódýr og við allra hæfi, og alveg eftir nýjustu tísku — hjá Andrjesi Andrjessyni, klæðskera. Líttu á þau líka, kunningi, og fáðu þjer föt, svo að þú verðir kátur. Stærsta ryksuga í heimi er ef- laust sú, sem citt enska járnbraut- arfjelagið liei'ir nýlega látið gera haná sjer. Því reyndist seinlegt að fara með venjulegar ryksugur um vagnana og kom því til hugar að ryksjúga heilan vagn í einu. Ljet það því smíða 28 metra langau járnhólk og er vögnunum ekið inn i hann og honum síðan lokað loft- j)jett. Þá er hólkurinn fyltur með gufu, svo að loftið hitnar mjög, en síðan er lieita loftinu dælt hurt, svo að lofttómt rúm myndast í hólknum. Á þennan hátt er vagn- inn sótthreinsaður og tæmdur ryki í inu vetfangi. ——x------- Spilavítið í Monte Carlo hefir undanfarið sætt harðvilugri sam- kepni frá spilavítinu í ítalska ná- grannabænum San Remo og er sagt að fyrirtækið hafi borga'ð sig illa síðustu mánuðina. Forstjórinn hefir því tekið til bragðs að lækka lágmarkið á því, sem menn geta lagt undir úr 5 frönkum niður í einn, svo að fleiri taki j)átt í spil- unum. Og jafnframt hefir hámarks upphæð þess, sem leggja má undir verið hækkuð upp i 100.000 franka, eins og er i San Remo, en áður var hvergi i Evrópu leyft að spila eins hátt og þar. -----x---- Fyrir nokkrum árum settist leik- arinn William Boyd frá New York að i Hollywood. Brátt varð hann þess var, að oft var vilst á hönum og öðrum leikara með sama nafni og var þelta óþægilegt, því að Willi- am Boyd fyrsti var ferlugur mað- ur en Boyd annar kornungur hrokk- inhærður piltur sem jafnan ljek kvennagull. Urðu þeir þvi ásáttir um, að sá eldri skyldi halda áfram að kalla sig William Boyd (blaða- mennirnir kalla hann ávalt Leikhús- Boyd) en sá yngri kallar sig nú Bill Bóyd. William Boyd leikur einkum hrakmenni, m. a. Bill Sykes í Oiiver Twist. ■ ■ s SKANDIA-VERKEN AKTIEBOLAG Lysekil, Svíþjóð. Þessi verksmiðja hefir nú um 30 ára skeið búið til hinn heimsfræga Skandia-mótor, og nemur framieiðslan nú nær 19.000 mólorum, sem vinna verk sitt i ótal löndum. Hjer á íslandi eru nú yfir 300 Skandia-mótorar i fiskibátum, við rekstur íshúsa, þurkhúsa, rafmagnsframleiðslu o. s. frv. Er óhætt að fullyrða, að allar þessar vélar hafa náð hylli eigendanna, og mun enginn islenskur fiskimaður vera til, er ekki þekkir nafnið Skandia. Hingað til liefir um 2 gerðir verið að ræða: Hráolíumótorar í báta, skip og til landnotkunar. Stærðir: 4/5 HK, 7 HK, 10 HK, 15 HK, 20 HK og 12/15 HK. Super-Skandia hráolíumótorar i skip og til landnotkunar. Stærðir: 30 HK, 40 HK, 50 HK, 60 HK, 65 HK, 80 HK, 100 HK, 120 HK, 130 HK, 160 HK, 200 HK og 320 HK. En nú hefir bætst við þriðja gerðin: Skandia-Diesel hráolíumótorar í skip og til landnotkunar: Stærðir: 25 HK, 50 HK, 75 HK, og 100 HK, og fer þar saman litill snúnings- hraði og lágmark olíueyðslu. Allir Skandia-mótorar geta skilað 10% yfirkrafti. Háttvirtir kaupendur eru beðnir að athuga, að Skandia- mótorinn er sennilega ekki ódýrasti mótorinn i innkaupi, en fyrir það hve ódýr hann er í viðhaldi og rekstri: sparneytinn á allar olíur, traustur og endingargóður, er og verður hann tvímælalaust ódýrasti mótorinn, sem völ er á. Allar frekari upplýsingar um verð og greiðsluskilmála fást hjá aðalumboðsmanni verlcsmiðjunnar: CARL PROPPÉ Reykjavík. Sími 3385. Húsasmiðir. Húseigenður. Ný uppfynding I MsasiíÖi. Einkal. beiðni nr. 159. Ef þjer viljið hafa opnanlegu gluggana í húsum ykkar vantsþjetta, þá skuluð þið nota nýju járn-rúðurammana okkar. Þeir eru bæði vatnsþjettir og þrútna aldrei í, svo ætíð er hægt að opna og loka glugganum. Einnig höfum við skift um opnanlega glugga í gömlum húsum, og hefir það reynst ágætlega. — Uppsettur gluggi er til sýnis á verðstæði okkar. Nýja blikksmiðjan Norðurstíg 3 B. Sími 4672. Ný bók: útgefin af bókadeild Menningarsjóðs: — Cajus Julius Caesar: Bellum Gallicum (Gallastríð). Páll Sveinsson yfirkennari þýddi. Bókin er 573 bls. í stóru broti með myndum og korti og kosl- ar óbundin 10 krónur. — Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala hjá KPBRIKM Austurstræti 1, sími 2726. B ■ B •X-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.