Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.11.1933, Blaðsíða 2
F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ ----------— Hiartaþjófnrinn. Afíir skemtileg og fyndin tal- ntynd i 9 þáttum, tekin undir stjórn Ernst Lubitsch. Aðalhlutverk leika: Herbert Marschall, Miriam Hopkins, Kay Francis, Morli Rugyles. Myndin sýnd bráðlega. IEGILS PILSNER BJÓR MALTÖL HVlTÖL. ! SIRIUS GOSDRYKIÍIR, 9 tegundir. SÓDAVATN SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. | Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ I tryggja gæðin. | H.f. Öfgerðin I EbUI Skallagrimsson : Sími 1C90. Reykjavík. Ný,Sens RAFMA6NS BAKVJEL Straumgjafinn venjulegt vasaljóss elernent, má því nota hana hvar og hvenær sem er. Venjuleg rakblöð. Sársaukalaus rakstur því vjelin sker en heggur ekki hárin. Verð kr. 26.00. Tækifæriskaup, við höfum lækkað verð á nokkrum af okkar viður- kendu góðu kvensokkum, t. d.: Sokkar sem liafa kost- að kr. 5.35 kosta nú aðeins kr. 3.50, og þær teg. sem kostuðu kr. 3.90 kosta nú kr. 2.75, allar aðrar tegundir sem lækkaðar liafa verið verða seldar með álíka af- slætti og ofanritaðar aðaltegundir. Allir sokkarnir eru ógallaðir og keyptir á yfir- standandi ári. LÁBUS e. LÚÐVÍGSSON, skóverslun NÝJ A Bí O Harmonikn-Snsi. Bráðskemtileg tal- og söngmynd tekin undir stjórn Karl Lamac. Aðalhlutverkið leikur ANNY ONDRA sem sjaldan hefir lekist betur upp en í þessari mynd. Enn- fremur aðstoða „THE SINGING BAIES“. Sýncl bráðlega. morgun, kvöld og miðjan dag. Bragðbest og drýgst. Best að auglýsa i Fálkanum Hljóm- og HARMONIKU-SUSI. Þessi gamanmynd segir frá greifa- hjónunum Lafitte i París og dóttur þeirra, Susi, að nafni, tveimur ung- um enskum lávörðum, sem altaf eru að veðja, og Susette, dóttur ganga- varðarins við gamanleikhús eitt í París. Susi greifadóttir er ekki eins og greifadætur eiga að vera, hún elskar söng og dans og hirðir líft um listir og fagrar mentir, sem for- eldrar bennar vilja setja hana til. Hinsvegar hefir Susette, sem á að læra að dansa, engan áhuga fyrir því, en hneigist öll að bóknámi. Nú ber svo við, að þær eru báðar send- ar í skóla í London, Susi á að fara i skóla l'yrir aðalsmannabörn en Susette á dansskóla. Þær eru bestu vinkonur og kemur saman um að liafa skólaskifti, á þann hátt að Susi þykist vera Susette og öfugt. Þetta gengur vel, — Þær hafa báðar feng- ið vilja sinum framgengt og foreidr- ar þeirra beggja verða hvort í sínu lagi himinlifandi af að heyra, hve vel hvorri um sig gengur við námið. Þær hafa á leiðinni til Englands kynst tveimumr lávörðum, sem vit- anlega verða ástfangnir sinn í hvorri Þeir veðja um hvort þeim takist að koma Susi inn i frægan klúbb í London, þar sem kvenfólki er bann- aður aðgangur, og þetta tekst, en þó þannig, að Susi verður að klæðast búningi liðsforingjaefnis. Susi hríf- ur aila i klúbbnum með söng sín- um og harmoníkuleik. — Nú skal það ekki rakið hvernig fer þegar stúlkurnar koma báðar heim til Paris aftur og hlutverka- talmyndir. skiftin komast upp. Það verður inyndin sjáif að sýna. En Anny Ondra lætur vel hlutverk Susi og er iðandi af fjöri og kátínu allan tímann, eigi hvað síst í klúbbnum, þegar hún hefir orðið að reykja sterka vindla og drekka whisky til þess að vera „eins og aðrir karl- menn“. Albert Poulig og Lotte Spira leika greifahjónin en 011 von Flint Susette. Llngu lávarðarnir eru leiknir af Adolf Wohlbrúck og Willy Stettner. „The singing bahies“ — nemend- urnir á söng- og dansskólanum eru skemtilega leiknir og syngja af miklu fjöri. „Harmoniku-Susi“ verður sýnd í Nýja Rio næstu daga. IIJA R TA ÞJÓFURINN. Myndian er tekin undir stjórn Ernst Lubitsch og eru það næg með- inæli útaf fyrir sig, því að það bregst varla, að mynd, scm ber nafn hans sé góð. Hann er töframaður, sem getur seitt hin ótrúlegustu áhrif fram á kvikmyndaf jaldinu, enda sparar hann aldrei peningana til að framkvæma það, sem honum dettur í hug. Þcssi mynd snýst um falskan barónog barónessa, sem fletta svik- unum hvort ofan af öðru, en gerast svo samverkamenn og unnendur og aðdáendur hvers annars, vegna þess að bæði eru jafn listfeng í því að stela. Þriðja aðalhlutverkið er for- ráðskona; sem verður ástfangin af falska baróninum og tekur hann til sin sem einkaritara sinn. Og myndin lætur áhorfandann lengi vel í óvissu um, hvort það sje konan sjáll' eða peningar hennar, sem falski barón- inn girnist. Myndin hefir margt til síns ágæt- is. Þvi að hún er alls ekki almennur „reyfari" lieldur jivert á móti sál- ræn lýsing með ágætum ástamála- lýsingum. Og leikurinn er afbragð. Aðalhlutverkið leikur Herbert Mars- hall og tekst honum betur upp í þessari mynd en flestum þeim sem hann hefir leikið i áður. Miriam Hopkins leikur Barónessuna en Kay Francis ríku frúna — eru þær and- stæðar eins og dagur og nótt og berjast urn ástir barónsins. Charles Iíuggles og Edward Morton leika tvo biðla ríku konunnar mjög skemtilega. Það er stórfeldur svipur á þess- ið miklu fastari og skilningsríkari ari gamanmynd og efni hennar tek- tökum en títt er um slíkar myndir. Hún verður sýnd í Gamla Ríó á næstunni. Jakob Texiere. Reykvíkingar áttu kost á nýstár- legri skemtun í gærkveldi, þar sem var upplestur hins fræga H. C. And- ersen-túlkara Jacob Texire. Upplest- ur er i raun og veru rangnefni, að Texiere leikur hin frægu æfintýii eða segxr sögu á svo listfengan liátt, að maður gleymir því, að hann hafi að styðja sig við slcrifaðan bókstaf. Hefir ]iessi leikari nú á þriðja tug ára einbeitt sjer að þessu hlutverki, að segja og leika æfintýri Ander- sens og náð syo undraverðri full- lcomnun, að þar stenst honum eng- inn snúning. Hann er listamaður i þessu og vinnur sjer aðdáendur hvar sem hann kemur. Og hann kann tökin á því, að láta eitt litið svipbrigði og raddbeiting opna á- heyrendunum dýpri skilning á því sem hann segir, en jafnvel þeir hafa sem þykjast kunna Andersensæfin- týrin vel. Rödd hans er fáguð og málið hreint, skírt og fagurt, svo að þeim sem kunna dönsku nokkurnveginn á bók er vorkunnarlaust að skilja hvert orð. Koma Texiere hingað ætti að verða fR þess, að auðga skilning fólks og vinsældir á hinu eilífa danska æfintýraskáldi. ------- ------------ Snemma í september ók vörulest á farþegalest á stöðinni Ringhamp- ton í New Yorkriki og kítti sam- an tveimur öftustu vögnum far- þegalestárinnar. Ljetu 23 farþegar lífið við áreksturinn, en yfir hundrað særðust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.