Fálkinn - 27.06.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Rilstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Frarnkvœmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifsiófa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Oþiti virka daga kl. 10—12 og 1—-6.
Skrifstofa i Oslo:
Anlon Schjöthsgade 14.
Blaðið kexuiir út live'rn laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
/ tilefni af sænsku vikunni, sem
liefsl tipp úr helg'inni er þetta tölu-
blað „Fúlkans“ með öðru sniði en
venju gerist. Svo er mál með vexti,
að „Fálkirin‘“ hafði hugsað sjer að
gefa út stórt sænskt blað, í líkingp
itið blöð jjau, sem áður hafa verið
gefin út um Danmörku og Noreg, í
tilefni af sænsku vikunni. En með
jwí að lengi vel var 'nokkur vafi á
hvort vikan gæti komist í fram-
kvæmd, vanst eigi tími til undirbún-
ings undir slíkt blað. Ennfremur eru
verslunarhættir íslands við Svíþjóð
þahíiig nú, að mjög var vafasamt
hvort hægt yrði að tryggja fjárhags-
legan grundvöll undir útgáfu sliks
blaðs, sem er mjög kostnaðarsöm.
Því hefir verið horfið að þvi ráði,
að hafa venjulega stœrð á þessu
blaði, en birta í þvi sænskt efni fyrst
og fremst. Vegna konúngskomunnár
nýafstöðnu þótti þó ekki fært að
geyma myndir frá henni til næstit
blaðs og dregur það frá sænska efn-
inu. En þó að blaðið sje ekki fyrir-
ferðarmikið þá væntir það j>ess
að lesendum þyki fengur að því.
Þykir blaðinu heiðnr að því, að geta
flutt hina einkar hlýju kveðju G.
Thulin stjórnarráðs og hina skýrn
g'rein dr. Ernst Klein, sem er lektor
Nordiska Museet. Á sama hátl og
norrænu fjelögin eru tengiliðir
norðurlandasamvinnunnar er Nor-
diska Museet og Skansinn miðdepill
norrænnar þjóðmenningar.
„Fálkiiín“ hefir, sem sýnishorn
sænskru bókmenta, fengið leyfi
skáldjöfursins Verner von Heiden-
stum til þess að birta hið gull-
fallega kvæði hans um Gunnar á
liliðarenda og er það birl á sænsku.
Má fullyrða, að fegurra kvæði um
íslenskt efni sje ekki til á erlendu
máli. Og bó að flestir lesendnr
„Fálkans“ sjeu sennilega óvanir að
lesa sænsku, gerir blaðið ráð fyrir
því, að flestir dönskulæsir ménn
geti komist að efni hins djúpa snild-
arkvæðis og skilningi skáldsins a
söguhetjunni. —- — —
Þetta er i fyrsta skifti sem erlend
þjóð efnir til „viku“ hjer á landi.
Sviar hafa, ekki síst á siðustu árum
sýnt islenskum efnum mikinn áhuga
og öllum er enn í fersku minni ís-
lenska vikan, sem haldin var í
Stokkhólmi og varð iil þess að
kynna íslendihga betur hjá stærsta
þjóð Norðurlanda en nokkitð annað
á þessari öld. Þess er að vænta, að
sænska vikan verði merkur liður i
þvi, að auka smnstarf og efla sam-
hug Svía og íslendinga.
Norræna Stúdentamótið.
Fyrir forgöngu Norrænu fjelag-
anna hefir norrænt stúdentamót ver-
ið haldið hjer á landi í þessum
niánuði, með þáttlake'ndum frá Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, auk ís-
lenskra stúdenta og mentamanna.
Voru erlendir stúdentar á mótinu
alls 28. Mótið hófst með ferð í Reyk-
holt 1(5. þ. m. og var þar staðið við
aðeins einn dag. Þar flutti Sigurður
Nordal prófessor erindi um Snorra
Sturluson og þótti stúdentum mik-
ið til koma að 'heyra erindið og sjá
staðinn.
Þá var haldið lil Reykjavíkur aft-
ur og tóku stúdentarnir þátt í há-
tiðahöldunum 17. júní, í tilefni af
25 ára afmæli Háskóla íslands. En
18. júní var haldið að Laugavatni
og þar fór mótið fram, næstu daga
eða lil sunnudagskvölds. Fluttu þar
fyrirlestra kennarar norrænúdeild-
arinnar hjer, Guðmundur Finnboga-
son, Anna Holtsmark dósenl, próf.
Hjalmar Lindroth, magister Poul
Andersen, fil. lic. Áke Ohlmarks en
dr. Alexander Jóliannesson leiðbeindi
stúdentunum í íslenzku. Meðan stú-
dentarnir dvöldu á Laugavatni kon;
konungsfjölskyldan þangað og fögn-
uðu stúdentar konungi með því að
syngja stúdentasöngva. Á sunnudag-
inn var farið til Geysis í besta veðri
og gaus hverinn þá tignarlega.
Skemtisamkoma var lialdin að lokum
og lásti þar upp Davíð Stefánssoii,
Halldór Kiljan Laxness . og einnig
skemtu leikkonurnar Arndís Björns-
dóttir og Mar.tha Indriðadöttir, en
Einar Markan söng. Að loknu nám-
skeiðinu komu stúdentarnirtilReykja-
víkur og bjuggu á Stúdentagarðinum.
Á þriðjudagskvöld hjelt Norræna fje-
lagið þeim kveðjusamsæti á Hotel
Borg og að því loknu stigu þeir
stúdentarnir á skipsfjöl, sem fóru
með Gullfossi. Þeir voru aðeins 8
sem fóru en hinir verða hjer lengur,
sumir langt fram eftir sumri, í vist
á bæjum uppi i sveit.
Þetta stúdentamót tókst að öllu
leyti giftusainlega og hefir tvimæla-
laust orðið til þess að efla góða við-
kynningu upprennandi skandinav-
iskra mentamanna við land og þjóð.
Myndin er tekin af stúdentahópnum
suður við Garð.
Giillbrúðkaiip eiga 3. júlí lngi- Einar Þorkelsson á Hróðnýjar-
ríður Hansína Hansdóttir og stöðum í Laxárdal, Dalasýslu.
Veitingamaður einn í London hefir
tekið það lil bragðs, að ráða ekki
fólk i þjónustu sína nema hann hafi
áður látið jiað skjóta til marks og
æfa skotfimi. Ástæðan til liessa er
sú, að þjónustufólk lians hraut svo
mikið af postulíni, að veitingamað-
urinn var orðinn í vandræðum. En
hann jnkist hafa sannreynt, að fólk
sem skýtur vel til marks sje miklu
handvissara og brjóti litið eða ekkert,
-----------------x----
Nýstárlegan miðdegisverð hjelt In-
ouyin, japaiiskur greifi fyrir skömmu.
Bauð hann til sín 300 gestum og aðal-
rjetturinn sem fram var borinn var
rottukjöt. Rolturnar voru fengnar
frá Formosa, en j;ar verða þær um
00 sentimetra langar. Kjötið þótti
mjög ljúffengt. Tilgangur greifans
með jiessum miðdegisverði var sá,
að auka áhuga fólks fyri’ þessari
nýju fæðutegund.
----x-----
Hin ágæta söngkona Martha Egg-
erth, sem fleslir kannast við úr kvik-
myndunum hefir verið ráðin til þess
að syngja hlutverk Mimi í ,,La Bo-
lieme“ á Opera Comique i Paris i
haust. En mótleikari hennar verður
Jan Kiepura, maður hennar.
----x----
Frú Jöhanna Pálsdóttir frá
Bílditdal varð 70 ára 20. />. m.
Gísli Eyland skipstjóri Laugar-
nesveg 62 er 50 ára í dag.
Gnðrún Bjarnadóltir Eiriksgötu
33 verðnr 60 ára 30. þ. m.
Björn Jóhannsson, Elliheimil-
inu, varð 70 ára 25. þ. m.