Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.06.1936, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Konungsskipið Dannebrog á Reykja- víkurhöfn. Knútur prins og Caroline Mathilde prinsessa lofa „Fálkanum“ að taka mynd af sjer. Alexandrine drottning og Caroline Mathilde njóta útsýnis af Kamba- brún. Konungur og borgarstjóri ræðast við eftir borðhaldið i Þrastalundi. • . KONUNGSKOMAN . * Konungur Islands og drotn- ing eru nú um það bil að kveðja landið eftir tíu daga hjerveru. Hefir förin farið mjög að ósk- um, þó að veðrið að vísu hefði getað verið betra. Hin einu vonbrigði í sambandi við kon- ungskomuna urðu þau, að Geysir brást að mestu, þó að vísu þætti konungi og fylgdar- liði lians merkilegt að sjá smá- gosið, sem Geysir ljet sjer nægja að sýna í þetta sinn. Hann befir látið það sannast, að aldrei verður hægt að temja náttúru- öflin til fullrar hlýðni við mennina. Áætlun sú, sem gerð hafði verið var haldin í öllum aðal- atriðum, nema hvað ríkisráðs- fundinum var frestað til síðasl- liðins þriðjudags. Fór hann fram í Efrideildarsal Alþingis, og hófst kl. 9V2 árdegis, og var lokið eftir rúma klukkustund. Voru þar viðstaddir allir ráð- lierrarnir og ritari ríkisráðs- fundarins Jón Sveinbjörnsson Konungur leggur blýhylkið í horn- stein aflstöðvarinnar á Ljósafossi. Konungur heilsar prestunum við Dómkirkjuna og biskupi. konungsritari. Unirskrifaði kon- ungurinn rúmlega 50 lög. Að öðru leyti hefir fram- kvæmd áætlunarinnar, sem gerð hafði verið um konungs- komuna verið þessi, síðan á laugardaginn var. Á laugardagskvöldið hjelt sljórnin konungsfjölskyldunni og fylgdarliðinu veislu á Hótel Islandsglímuna. Gaf konungur- inn sigurvegaranum, Sigurði Thorarensen fagran silfurbikar að launum. Eins og flestir muna vann Sigurður einnig hið fagra horn, er landið gaf til verðlauna á Íslandsglímunni á Þingvöllum 1930. Um kvöldið hafði sendiherra Dana boð fyrir fylgdarlið kon- ungs og ýmsa innlenda gesti og dáðst mjög að umhverfinu og tekið þar fjölda mynda. Um kvöldið var svo veisla konungs um borð i Dannebrog og voru þar meðal gesta ráðherrarnir allir, Jón Baldvinsson, Pjetur Halldórsson borgarstj., ÁsgeirÁs- geirsson, Jón Helgason biskup, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jóhannes Joliannesson fyrrv. bæjarfógeti, Knud Zimsen, Th. Krabbe vitamálastjóri, Guð- mundur Thoroddsen háskóla- rektor, Gústaf A. Jónasson lög- reglustjóri, síra Bjarni Jónsson, sira Friðrik Hallgrímsson, Magnús Guðmundsson alþm., Guðm. Hlíðdal póst- og síma- málastjóri, Geir Zoéga lands- verkfræðingur, Sigurður Briem, Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri, Fontenay sendiherra og Ragnar Kvaran — allir ásamt frúm sínum og ennfremur frú Ingibjörg Þorláksson, Matthías Þórðarson, Ben. G. Waage, Svenn Poulsen ritstjóri og Mar- tin hiskup Meulenherg. Á miðvikudagsmorgun kl. 7 leysti Dannebrog landfestar og hjelt til Akraness. Þar hófsl landferðin norður, en skipið Borg. Voru þar staddir flestir þingmenn sem eiga heima í Reykjavík og nágrenni, æðri embættismenn o. fl. Ræður fluttu þar aðeins forsætisráð- herra og konungur, góðar ræð- ur og hlýlegar. Á sunnudaginn var konungs- ljölskyldan viðstödd guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni og prje- dikaði þar Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur en síra Friðrik Hallgrímsson þjónaði fyrir al- tari. Biskup og prestar gengu með konungsfjölskyldunni til sætis. Um kvöldið kom kon- ungur í annað sinn suður á íþróttavöllinn og var viðstaddur var þar Knútur prins og Carol- ine Matliilde prinsessa. Á mánudaginn og þriðjudag- inn liafði ekki verið gerð ákveð- in áætlun nema að litlu levti. En konungsfjölskyldan notaði þá daga til heimsókna víðsveg- ar um bæinn og smáferða um nágrennið. Á þriðjudagsmorg- uninn var ríkisráð haldið eins og áður var sagt, en að aflíð- andi hádegi fóru hinir konung- legu gestir til Þingvalla og lit- uðust þar um og drukku te í konungshúsinu. Var veður all- sæmilegt og hafði Caroline Mat- hilde prinsessa, sem aldrei hefir komið á Þingvelli áður, Konungurinn talar við síra Ólaf Magnússon prófast í Arnarbæli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.