Fálkinn - 27.06.1936, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
liiií nýja stjórn og situr forsætisráð-
lierrann, Don Casares Quiroga fyrir
borðsendanum. Myndin er tekin þeg-
ai fyrsti ráðuneytisfundurinn var
haldinn.
NÝJA STJÓRNIN Á SPÁNI.
Eins og kunnugt er varð alger
stefnuhreyting í spönskum stjórn-
mólum við síðustu kosningar og síð-
an hefir verið ærið róstusamt þar í
landi, ekki síður en eftir byltinguna
síðustu, — kirkjubrennur, uppþot og
víg. Hin nýja stjórn hefir vanda-
samt verkefni fyrir höndum: að friða
landið, og sefa óánægju landsmanna
með tilveruna. Hjer á myndinni sjest
Stærsta flugvjel Svía, áætlunarflug-
vjelin „Lappland", sem flogið liefir
síðastliðið ár milli Malmö og Amster-
dam, hrapaði nýiega af flugi skömmu
eftir að vjelin hafði iátið í loft af
Bulltofta-flugvellinum i Malmö. Vjel-
in var með fjórum hreyflum, en af
einhverjum ástæðum stöðvuðust þeir
allir samtíinis, svo að vjelin varð að
nauðlenda. Lenti lnin á skúr, sem
nótaður var sem hænsnahús, og
hraut hann allan í mola. Ellefu far-
jiegar voru í vjelinni og týndi einn
þeirra lífi, ameríkanskur kaupsýslu-
inaður. En margir meiddust illa.
Vjelin gereyðilagðist svo, að vátrygg-
ingarfjelagið verður að greiða að
fullu það, sem vjelin var vátrygð fyr-
ir, en það voru 450.000 sænskar
krónur, eða sein svarar hálfri milón
króna í íslenskum peningum. Á vjel-
um sem þessari er rúm fyrir 21 far-
jiega, en „skipsliöfnin" er fjórir
menn. Myndin sýnir vjelina, eftir að
luin hafði lent á skúrnum.
X'X::: •:
AÍvý':...
Þessu nafni er Alcatraz-fangelsið
í San Franciscoflóanum nefnt. Er
það samastaður hættulegustu bófa
Bandaríkjanna og talið ómögulegt að
flýja þaðan, því að eyjan er umgirt
háuni hömrum á alla vegu. En „þögla
fangelsið“ cr það kallað, því að fang-
arnir mega alls ekki tala saman.
Aniiárs vita menn lítið hvað fram
fer innan fangelsismúranna, því að
það er haft á orði, að blaðamönn-
um sje jafn ervitt að komast inn
þangað, og föngunuin út. Nýlega til-
kynti fangelsisstjórinn þó tiðindi úr
fangelsinu — að 100 af 259 föngum
aJls í fangelsinu, liefðu gert verkfall
og krefðust þess að vinnudagur
þeirra yrði ekki nema 6 tímar, og
að þeim væri leyft að tala saman.
Hófst þetta verkfall í deildinni, sem
A1 Capone — fyrverandi „fjand-
maður Ameríku nr. 1“ — situr i
haldi. En hann var dæmdur í 13 ára
fangelsi fyrir skattsvik, því ekkeri
var hægl að sanna á hann annað, af
öllu því illa, sem hann er talinn
að hafa á samviskunni. Leit út fyrir,
að fangaverðirnir yrðu að grípa til
vdpna en svo fór þó, að táragasið
lireif og „verkfallsmennirnir" urðu
að fara i klefa sína og bíða þar
refsingar fyrir gerðir sínar. Ame-
ríkumenn eru ekki með linkind við
fangana og var þeim hegnt með þvi
að svelta þá. Þetta dugði, því að
eftir einn sveltidag voru fangarnir
fallnir frá kröfum sínum.
EIK OG BEYKI í NÁVÍGI. íiáíægt hvert öðru, að þau lieyja bar-
Þessi mynd sýnir „návígi“ eikar átlu um jarðveginn og birtuna.
og beykis í Dyrehaven i Klampen- Myndin er gerð af svartkrítarteikn-
borg hjá Kaupmannahöfn. Þessi tvö ingu eflir danska málarann S. F.
þróttmiklu trje liafa fest rætur svo Forst.
Þú ræð»r
hvort þú trúir |vf...
SUÐUUPÓLLINN ER HEITASTUR.
Dr. Julius Hann, prófessor við há-
skólann í Wien og stórfrægur veður-
Iræðingur segir svo í „Handbuch der
Klimatologie":
„Hinn 22. desember, sem er lengsti
dagur á suðurskautinii, skín meiri
og sterkari sól á þennan stað en
nokkurn stað annan á jörðinni. Fær
suðurskautið þá meira sólarmagn en
staðir undir miðjarðarlinunni fá
nokkurntíma á árinu. Um sólstöð-
urnar í desember er suðurskautið
nær sólinni en nokkur annar blettur
á jörðinni er nokkurntíma".
HVER SEGIR AÐ 13 SJE ÓHAPPA-
TALA.
Þessi tala sem hefir fengið svo
mikið „óorð“ á sig er lykillinn að
ríkisinnsigli Bandaríkjanna. í þvíeru:
13 stjörnur
13 randir
13 örvar í arnarklónum
13 ský í geislabaugnum
13 stafir í einkunnarorðunum
13 lárviðarlauf
13 ber á lárviðargreininni
13 fjaðrir i vinstri arnaryængnum
13 fjaðrir í liægri arnarvængnum
13 fjaðrir i stjelinu.
HANN HAFÐI VALD Á HÁRINU.
Pierre Messie leikari frá Nantes í
Frakklandi gat hreyft á sjer hárið
eins og hann vildi — gal látið það
svigna í liði og standa upp á end-
ann. Samkvæmt skoðun dr. Auguste
Cabanes er þessi hæfileiki, sem er
svo sjaldgæfur hjá mannfólkinu, að
þakka óvenjulegum þroska hárvöðv-
anna, sem eru óvirkir hjá flestu
fólki. -—Messie gat hreyft hvern hluta
hársins sem hann vildi og gat látið
það vera liðað öðru megin en sljelt
liinu megin.
BANNAD AÐ BIRTA MYNDIR AF
NIETZCSHE.
í Póllandi, sem að rjetlum lögum
er þingræðisland, tók Pilsudski mar-
skálkur sjer „velviljað einræði” og
hjelt því jiangað til hann dó. Pils-
udski hafði verið mjög líkur lieim-
spekingnum Nietzsche í sjón, en hann
varð vitskertur. Andstæðingar Pils-
udski reyndu að nota sjer þetta og
líktu þeim saman Nietzsche og hon-
um og gáfu í skyn, að Pilsudski
væri vitskertur líka. Þetta varð til
þess, að pólska stjórnin bannaði að
birta myndir af Nietzche og lagði
þunga refsingu við því.
HVERNIG JÖRÐIN HREYFIST.
Allir vita, að jörðin hreyfist kring-
um sólina. En hún gerir meira, því
að hún hreyfist samtímis í sjö mis-
munandi áttir.
1. Hún snýst um öxul sinn og fer
umferðina á 23 tímum og 5(i sek.
2. Hún fer braut sína kringum sól-
ina á einu ári, með 30 kílómetra
liraða á sekúndu.
3. Hún fylgir hreyfingu sólarinnar
i áttina til fastastjörnunnar Vega,
íneð um 24 kílómetra hraða á
sekúndu.
4. Hún verður fyrir áhrifum af
aðdráttarafli tunglsins, eins og sjá
má af flóði og fjöru.
5. Hún fylgist með i snúningi sól-
kerfisins imi snúningsöxul sólar-
innar.
6. Hún fylgir hringsnúningi sól-
kerfisins um miðdepil þann, sem
sólin snýst um.
7. Hún hreyfist frá lieimskautun-
um til miðjarðarlínunnar, þannig að
heimskautin færast úr stað og þeir
staðir verða kaldir sem áður voru
heitir.